Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. ágúst 2023 06:45 Kópavogur hefur tilkynnt gríðarlegar gjaldskrárhækkanir í leikskólunum. Hjá Helen hækkar gjaldið um 15 þúsund krónur á mánuði. Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ segir Helen Rut Ástþórsdóttir, móðir drengs á leikskóla í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá í gær eru leikskólagjöldin að hækka um tugþúsundir um næstu mánaðamót. Meira en þrjátíu prósent í sumum tilvikum. Hjá Helen hækka gjöldin úr tæpum 44 þúsund krónum í tæp 59 þúsund á mánuði, eða um 15 þúsund krónur. Hún verður með drenginn á leikskóla næstu tvö árin. Ekki staðið með ungu fólki „Það er allt að hækka og Kópavogsbær er ekki að standa með fólkinu sínu að bæta þessu ofan á allt annað,“ segir hún og nefnir til að mynda matarkostnaðinn og fasteignalánin. Hún segir Kópavog ekki vera að senda góð skilaboð til barnafjölskyldna með þessu og ekki vera að standa með unga fólkinu sínu. Í stað þess að ráðast að rót vandans, svo sem með því að hækka laun starfsfólks leikskóla, sé vandanum velt yfir á foreldra. En í yfirlýstum markmiðum með gjaldskrárhækkuninni segir að verið sé að mynda hvata til þess að foreldrar hafi börn sín í styttri dvöl á leikskólum. Þess vegna er dvalargjald upp að sex tímum gjaldfrjálst en allt umfram það hækkar verulega. Eftir breytingarnar verða leikskólagjöldin í Kópavogi þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn býr til streituvald á heimilum Helen segir röksemdir bæjarins ekki halda vatni. Foreldrar vinni almennt átta klukkustunda vinnudag. „Ég hef engan annan valkost en átta og hálfrar klukkustundar dvalartíma á leikskólanum. Á ég að minnka við mig vinnuna? Hvað myndi vinnuveitandinn segja við því?“ spyr Helen. Verið sé að skapa aukinn streituvald á heimilum barnafólks. Bæði með þessum hvata sem og öðrum breytingum á leikskólakerfinu sem kynntar hafa verið. Svo sem að leikskólarnir verða flestir lokaðir á milli jóla og nýárs og í dymbilvikunni en fólki boðið að fara með börnin sín á aðra skóla sem verða opnir. „Þetta er nýtt umhverfi og röskun fyrir barnið. Ég myndi aldrei gera þetta og er að heyra það sama frá mörgum foreldrum í kringum mig,“ segir Helen sem hyggst láta bæjaryfirvöld vita af óánægju sinni bréfleiðis. Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ segir Helen Rut Ástþórsdóttir, móðir drengs á leikskóla í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá í gær eru leikskólagjöldin að hækka um tugþúsundir um næstu mánaðamót. Meira en þrjátíu prósent í sumum tilvikum. Hjá Helen hækka gjöldin úr tæpum 44 þúsund krónum í tæp 59 þúsund á mánuði, eða um 15 þúsund krónur. Hún verður með drenginn á leikskóla næstu tvö árin. Ekki staðið með ungu fólki „Það er allt að hækka og Kópavogsbær er ekki að standa með fólkinu sínu að bæta þessu ofan á allt annað,“ segir hún og nefnir til að mynda matarkostnaðinn og fasteignalánin. Hún segir Kópavog ekki vera að senda góð skilaboð til barnafjölskyldna með þessu og ekki vera að standa með unga fólkinu sínu. Í stað þess að ráðast að rót vandans, svo sem með því að hækka laun starfsfólks leikskóla, sé vandanum velt yfir á foreldra. En í yfirlýstum markmiðum með gjaldskrárhækkuninni segir að verið sé að mynda hvata til þess að foreldrar hafi börn sín í styttri dvöl á leikskólum. Þess vegna er dvalargjald upp að sex tímum gjaldfrjálst en allt umfram það hækkar verulega. Eftir breytingarnar verða leikskólagjöldin í Kópavogi þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn býr til streituvald á heimilum Helen segir röksemdir bæjarins ekki halda vatni. Foreldrar vinni almennt átta klukkustunda vinnudag. „Ég hef engan annan valkost en átta og hálfrar klukkustundar dvalartíma á leikskólanum. Á ég að minnka við mig vinnuna? Hvað myndi vinnuveitandinn segja við því?“ spyr Helen. Verið sé að skapa aukinn streituvald á heimilum barnafólks. Bæði með þessum hvata sem og öðrum breytingum á leikskólakerfinu sem kynntar hafa verið. Svo sem að leikskólarnir verða flestir lokaðir á milli jóla og nýárs og í dymbilvikunni en fólki boðið að fara með börnin sín á aðra skóla sem verða opnir. „Þetta er nýtt umhverfi og röskun fyrir barnið. Ég myndi aldrei gera þetta og er að heyra það sama frá mörgum foreldrum í kringum mig,“ segir Helen sem hyggst láta bæjaryfirvöld vita af óánægju sinni bréfleiðis.
Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira