Góða skemmtun gera skal Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 12:00 Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim. Mikilvægt er að huga að afbrotavörnum áður en lagt er af stað. Lögreglan hefur vakið athygli á aukinni hættu á innbrotum þegar fólk fer í frí. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum því fátt er betra til varnar innbrotum en góð nágrannavarsla, að vera með traustar læsingar og skilja eftir ljós bæði inni og úti ef þess er nokkur kostur Öll viljum við eiga góða skemmtun um helgina og til þess að svo megi verða þurfum við að komast heilu og höldnu á áfangastað. Hvort sem við setjum stefnuna á Þjóðhátíð í Eyjum, Neistaflug á Neskaupstað, Eina með öllu á Akureyri eða einfaldlega í sumarbústað með fjölskyldu eða vinum í uppsveitum Suðurlands þá þarf að gefa sér nægan tíma og sleppa framúrakstri. Spennum bílbeltin, njótum þess að vera í góðum félagsskap og látum farþegana um símann og lagavalið á meðan við erum undir stýri. Fólk út um allt land á að geta skemmt sér vel og það gerum við aðeins án ofbeldis. Neyðarlínan 112 og lögreglan í samvinnu við dómsmálaráðuneytið hefur verið í átaki um Góða skemmtun þar sem hvatt er til samstöðu gegn ofbeldi á skemmtunum í sumar. Átakið er í góðu samstarfi við þann fjölda einstaklinga og félagasamtaka sem standa að baki hverjum viðburði. Samhent átak okkar allra er nauðsynlegt til að úthýsa hvers kyns ofbeldi og áreitni. Tökum með okkur góða skapið og sýnum öll að slík hegðun á aldrei heima á hátíðum landsmanna. Árangur okkar í forvörnum meðal barna sýnir best hversu mikilvægt það er að fjölskyldan skemmti sér saman. Gott uppeldi felst í að skila börnunum okkar út í lífið þannig að þau séu meðvituð um hætturnar og kunni að forðast þær. Í því felst að stundum þarf að segja nei, - jafnvel við einhverju “rosalega skemmtilegu” sem “allir” fá að gera! Ég tek undir brýningu lögreglunnar og hvet alla foreldra til að fylgjast vel með ferðum barna sinna. Látum það ekki henda að þau séu eftirlitslaus á tjaldstæðum eða viðburðum. Að loknum hátíðarhöldum er brýnt að fara að öllu með gát. Því miður vilja slysin oft eiga sér stað á heimleið, ekki síst vegna þreytu eða ölvunar. Enginn ætti því að aka af stað án góðrar hvíldar og ekki fyrr en allt áfengi er farið úr blóðinu. Munum að Neyðarlínan, 112, er alltaf til taks í neyð og lögreglan er boðin og búin að koma til aðstoðar. Gleðilega verslunarmannahelgi! Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ein helsta ferðahelgi þjóðarinnar er framundan - verslunarmannahelgin. Rík hefð er fyrir viðburðum og útihátíðum út um allt land og dagarnir framundan eru engin undantekning hvað það varðar. Ég vil því senda öllum landsmönnum góða kveðju með ósk um að allir skemmti sér vel og að allir komi heilir heim. Mikilvægt er að huga að afbrotavörnum áður en lagt er af stað. Lögreglan hefur vakið athygli á aukinni hættu á innbrotum þegar fólk fer í frí. Hver og einn getur lagt sitt af mörkum því fátt er betra til varnar innbrotum en góð nágrannavarsla, að vera með traustar læsingar og skilja eftir ljós bæði inni og úti ef þess er nokkur kostur Öll viljum við eiga góða skemmtun um helgina og til þess að svo megi verða þurfum við að komast heilu og höldnu á áfangastað. Hvort sem við setjum stefnuna á Þjóðhátíð í Eyjum, Neistaflug á Neskaupstað, Eina með öllu á Akureyri eða einfaldlega í sumarbústað með fjölskyldu eða vinum í uppsveitum Suðurlands þá þarf að gefa sér nægan tíma og sleppa framúrakstri. Spennum bílbeltin, njótum þess að vera í góðum félagsskap og látum farþegana um símann og lagavalið á meðan við erum undir stýri. Fólk út um allt land á að geta skemmt sér vel og það gerum við aðeins án ofbeldis. Neyðarlínan 112 og lögreglan í samvinnu við dómsmálaráðuneytið hefur verið í átaki um Góða skemmtun þar sem hvatt er til samstöðu gegn ofbeldi á skemmtunum í sumar. Átakið er í góðu samstarfi við þann fjölda einstaklinga og félagasamtaka sem standa að baki hverjum viðburði. Samhent átak okkar allra er nauðsynlegt til að úthýsa hvers kyns ofbeldi og áreitni. Tökum með okkur góða skapið og sýnum öll að slík hegðun á aldrei heima á hátíðum landsmanna. Árangur okkar í forvörnum meðal barna sýnir best hversu mikilvægt það er að fjölskyldan skemmti sér saman. Gott uppeldi felst í að skila börnunum okkar út í lífið þannig að þau séu meðvituð um hætturnar og kunni að forðast þær. Í því felst að stundum þarf að segja nei, - jafnvel við einhverju “rosalega skemmtilegu” sem “allir” fá að gera! Ég tek undir brýningu lögreglunnar og hvet alla foreldra til að fylgjast vel með ferðum barna sinna. Látum það ekki henda að þau séu eftirlitslaus á tjaldstæðum eða viðburðum. Að loknum hátíðarhöldum er brýnt að fara að öllu með gát. Því miður vilja slysin oft eiga sér stað á heimleið, ekki síst vegna þreytu eða ölvunar. Enginn ætti því að aka af stað án góðrar hvíldar og ekki fyrr en allt áfengi er farið úr blóðinu. Munum að Neyðarlínan, 112, er alltaf til taks í neyð og lögreglan er boðin og búin að koma til aðstoðar. Gleðilega verslunarmannahelgi! Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar