Nautin Bubbi Morthens, Helgi Björns, Aron Can, Stebbi Jak og Páll Óskar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2023 20:31 Nautin eru öll með nöfn þekktra tónlistarmanna á Íslandi en Ása Sif hefur það hlutverk að velja nöfnin á gripina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bubbi Morthens, KK, Aron Can, Helgi Björn, Stebbi Jak, Páll Óskar og Herra Hnetusmjör láta fara vel um sig á grösugum túnum á sveitabæ á Suðurlandi. Hér erum við reyndar að tala um naut, sem öll bera nöfn þekktra tónlistarmanni. Það er gaman að koma á Hlemmiskeið í Skeiða og Gnúpverjahreppi því þar eru áhugaverðir hlutir að gerast þegar búskapur er annars vegar. Það eru þau Ævar Austfjörð og Ása Sif Tryggvadóttir, sem eru bændur á bænum en þau hófu nýlega búskap þar. Þau stunda svokallaðan „Auðgandi landbúnað”, sem þýðir að náttúran, sér um sig sjálf helst án utanaðkomandi aðstoðar. Ævar og Ása Sif, sem segjast hafa unnið stóra lottóvinninginn þegar þau fluttu á Hlemmiskeið og hófu þar búskap. Þau eru bæði kokkar og í fullu starfi sem slíkir samhliða búskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það snýst um að nota, sem minnst af tækjum og sem minnst af aðkeyptum áburði, útsæði og öðru slíku. Reyna að plægja sem minnst og helst ekkert, ekki róta í jörðinni heldur að láta náttúruna sjá um það með því að beita skepnum á jörðina til þess að gera það rask, sem þarf að eiga sér stað til þess að jörðin taki við sér,” segir Ævar. Hænur og endur eru á Hlemmiskeiði þar sem hænurnar hafa sinn eigin bíl til að vera í og endurnar synda í skurðinum. „Ég fékk ekki skoðun á bílinn en skilagjaldið á hann er 20.000 krónur en hænsnakofi kostar 250.000 krónur þannig að þetta var dílinn, ég bara bauð þeim að búa þarna,” segir Ævar og skellihlær. Það fer vel um hænurnar og endurnar á Hlemmiskeiði en þarna sést bílinn, sem hænurnar búa í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og á bænum eru holdakjúklingar sem eru aldir upp til matar í sérstökum færukvíjum, sem eru færðar um einn reit á dag þannig að fuglarnir geta unnið upp landið með því að éta grasið og hreina upp mosann. Ævar segir að með því verði til betra og hollara kjöt. Ævar að færa búnaðinn til hjá holdakjúklingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru líka heimalningar á bænum, sem Ása sér um og svo eru það nautin, sem ber öll nöfn þekktra tónlistarmanna. Öndunum finnst mjög gaman að synda á vatninu í skurðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir stóru eru skýrðir í höfuðið á íslenskuðum röppurum og þessir minni eru eldri tónlistarmenn eins og Bubbi og Helgi Björns. Þeir eru hérna allir. Þarna sjáum við Erp, Erpur er þessi hvíti. Svo sjáum við Bent hérna, herra hnetusmjör og Aron Van, þeir eru allir þarna,” segir Ása Sif um leið og hún tekur fram að uppáhalds nautin hjá henni séu Flóni, Erpur og Birnir. En Bubbi Morthens? „Já, hann er mjög góður og Helgi Björns og Páll Óskar náttúrulega, það má ekki gleyma honum,” segir Ása Sif og hlær. Nokkur svín eru á bænum, sem eru ótrúlega skemmtileg og gera mikið fyrir búskapinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Það er gaman að koma á Hlemmiskeið í Skeiða og Gnúpverjahreppi því þar eru áhugaverðir hlutir að gerast þegar búskapur er annars vegar. Það eru þau Ævar Austfjörð og Ása Sif Tryggvadóttir, sem eru bændur á bænum en þau hófu nýlega búskap þar. Þau stunda svokallaðan „Auðgandi landbúnað”, sem þýðir að náttúran, sér um sig sjálf helst án utanaðkomandi aðstoðar. Ævar og Ása Sif, sem segjast hafa unnið stóra lottóvinninginn þegar þau fluttu á Hlemmiskeið og hófu þar búskap. Þau eru bæði kokkar og í fullu starfi sem slíkir samhliða búskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það snýst um að nota, sem minnst af tækjum og sem minnst af aðkeyptum áburði, útsæði og öðru slíku. Reyna að plægja sem minnst og helst ekkert, ekki róta í jörðinni heldur að láta náttúruna sjá um það með því að beita skepnum á jörðina til þess að gera það rask, sem þarf að eiga sér stað til þess að jörðin taki við sér,” segir Ævar. Hænur og endur eru á Hlemmiskeiði þar sem hænurnar hafa sinn eigin bíl til að vera í og endurnar synda í skurðinum. „Ég fékk ekki skoðun á bílinn en skilagjaldið á hann er 20.000 krónur en hænsnakofi kostar 250.000 krónur þannig að þetta var dílinn, ég bara bauð þeim að búa þarna,” segir Ævar og skellihlær. Það fer vel um hænurnar og endurnar á Hlemmiskeiði en þarna sést bílinn, sem hænurnar búa í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og á bænum eru holdakjúklingar sem eru aldir upp til matar í sérstökum færukvíjum, sem eru færðar um einn reit á dag þannig að fuglarnir geta unnið upp landið með því að éta grasið og hreina upp mosann. Ævar segir að með því verði til betra og hollara kjöt. Ævar að færa búnaðinn til hjá holdakjúklingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru líka heimalningar á bænum, sem Ása sér um og svo eru það nautin, sem ber öll nöfn þekktra tónlistarmanna. Öndunum finnst mjög gaman að synda á vatninu í skurðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir stóru eru skýrðir í höfuðið á íslenskuðum röppurum og þessir minni eru eldri tónlistarmenn eins og Bubbi og Helgi Björns. Þeir eru hérna allir. Þarna sjáum við Erp, Erpur er þessi hvíti. Svo sjáum við Bent hérna, herra hnetusmjör og Aron Van, þeir eru allir þarna,” segir Ása Sif um leið og hún tekur fram að uppáhalds nautin hjá henni séu Flóni, Erpur og Birnir. En Bubbi Morthens? „Já, hann er mjög góður og Helgi Björns og Páll Óskar náttúrulega, það má ekki gleyma honum,” segir Ása Sif og hlær. Nokkur svín eru á bænum, sem eru ótrúlega skemmtileg og gera mikið fyrir búskapinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira