Börn á smáfarartækjum sláandi stór hluti umferðarslysa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 08:57 Árni Friðleifsson, varðstjóri Skjáskot/Stöð 2 Börn á smáfarartækjum voru sláandi stór hluti þeirra sem lentu í umferðarslysum í júlí, að sögn varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. Um sé að ræða nýjan veruleika í umferðinni sem verði að taka á. Árni Friðleifsson aðalvarstjóri gerði upp umferðarslys síðasta mánuðinn í Bítinu á Bylgjunni. Kom þar fram að á tveggja vikna tímabili í júlí hafi þrjátíu tilkynningar borist um umferðaróhöpp. Þar af voru nítján tilvik umferðarslys. „Það sem er sláandi er að af þessum nítján eru tólf smáfarartækjaslys, það er reiðhjól, vespur og rafmagnsvespur. Í nánast öllum tilvikum eru þetta ungt fólk, krakkar,“ segir Árni. „Það er bara verið að keyra á reiðhjólamenn til dæmis á bílastæðum við verslanir. Svo eru þessir krakkar sem eru á rafhlaupahjólum og vespum, þetta er nýr veruleiki fyrir okkur sem erum í umferðinni. Þau eru að skjótast hingað og þangað og eru að lenda fyrir bílum. Nú er ágúst framundan og skólarnir að byrja, þá eykst þetta til muna. Við verðum að biðla til allra sem eru í umferðinni að taka tillit til þessa hóps.“ Ölvun mikið vandamál Árni segir slysin aðallega leiða til ljótra andlitsáverka. „Síðan er vandamál sem ég botna ekkert í. Það eru ölvaðir einstaklingar á þessum rafhlaupahjólum. Það er ofar mínu skilningarviti af hverju menn eru að fara ölvaðir á þessi hjól,“ segir Árni. Stór hluti slyssanna segir hann verða þegar menn séu „dauðadrukknir“ á hjólunum. Hann segir að það verði að breyta lagaákvæði sem heimilar ökumanni að stjórna rafhlaupahjóli ölvaður, svo framarlega sem hann geti stjórnað því. Verri slys hjá óvörðum Algengt er að börn fari fleiri en eitt á ökutækin og farþegar langoftast án hjálms. „Þau keyra eftir göngustíg og þvera bara götu án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það kemur auðvitað bíll og beint á þau. Þetta er bara allt of algengt.“ Ökumenn verði að huga að þessum óvörðu vegfarendum. „Það er bara allt annað dæmi ef þeir eru að lenda í einhverjum óhöppum, þá eru slysin bara verri. Þetta er það sem við verðum að huga að.“ Samgöngur Lögreglumál Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Árni Friðleifsson aðalvarstjóri gerði upp umferðarslys síðasta mánuðinn í Bítinu á Bylgjunni. Kom þar fram að á tveggja vikna tímabili í júlí hafi þrjátíu tilkynningar borist um umferðaróhöpp. Þar af voru nítján tilvik umferðarslys. „Það sem er sláandi er að af þessum nítján eru tólf smáfarartækjaslys, það er reiðhjól, vespur og rafmagnsvespur. Í nánast öllum tilvikum eru þetta ungt fólk, krakkar,“ segir Árni. „Það er bara verið að keyra á reiðhjólamenn til dæmis á bílastæðum við verslanir. Svo eru þessir krakkar sem eru á rafhlaupahjólum og vespum, þetta er nýr veruleiki fyrir okkur sem erum í umferðinni. Þau eru að skjótast hingað og þangað og eru að lenda fyrir bílum. Nú er ágúst framundan og skólarnir að byrja, þá eykst þetta til muna. Við verðum að biðla til allra sem eru í umferðinni að taka tillit til þessa hóps.“ Ölvun mikið vandamál Árni segir slysin aðallega leiða til ljótra andlitsáverka. „Síðan er vandamál sem ég botna ekkert í. Það eru ölvaðir einstaklingar á þessum rafhlaupahjólum. Það er ofar mínu skilningarviti af hverju menn eru að fara ölvaðir á þessi hjól,“ segir Árni. Stór hluti slyssanna segir hann verða þegar menn séu „dauðadrukknir“ á hjólunum. Hann segir að það verði að breyta lagaákvæði sem heimilar ökumanni að stjórna rafhlaupahjóli ölvaður, svo framarlega sem hann geti stjórnað því. Verri slys hjá óvörðum Algengt er að börn fari fleiri en eitt á ökutækin og farþegar langoftast án hjálms. „Þau keyra eftir göngustíg og þvera bara götu án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það kemur auðvitað bíll og beint á þau. Þetta er bara allt of algengt.“ Ökumenn verði að huga að þessum óvörðu vegfarendum. „Það er bara allt annað dæmi ef þeir eru að lenda í einhverjum óhöppum, þá eru slysin bara verri. Þetta er það sem við verðum að huga að.“
Samgöngur Lögreglumál Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira