Howe heillaðist af íslensku hverunum og sá leik eftir spjall við leigubílstjóra Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 11:31 Eddie Howe naut þess að prófa eitthvað nýtt með því að fara með fjölskyldu sinni til Íslands í sumar. Getty/Serena Taylor Eddie Howe þykir einn mest spennandi knattspyrnustjórinn í enska boltanum eftir að hafa stýrt nýríku liði Newcastle inn í Meistaradeild Evrópu á aðeins átján mánuðum í starfi. Hann ræddi um Íslandsför sína við Daily Mail. Eins og fram kom fyrr í sumar þá var Howe á ferð með fjölskyldu sinni á Íslandi í sumarfríi í júní, þar sem hann sá meðal annars íslenska landsliðið spila við Slóvakíu og heillaðist af Herði Björgvini Magnússyni. Howe var vissulega í fríi á Íslandi, og nýtti meðal annars ferðina til eldfjallaeyjunnar til að fræða son sinn um jarðfræði, en viðurkennir að fótboltinn sé aldrei langt undan. „Svo þarna var ég í leigubíl og leigubílstjórinn segir að Ísland sé að spila. Ég var bara: „Úúh, ættum við að fara?“ Synir mínir þrír svöruðu. „Við verðum að fara!“ Martin Dubravka spilaði fyrir Slóvakíu svo að ég gat alla vega séð hvernig staðan væri á honum,“ sagði Howe. Hann hafði einnig verið í Grikklandi, fyrir ferðina til Íslands, en alltaf með símann innan handar til að undirbúa næstu leiktíð sem best. Meðal annars með kaupunum á Sandro Tonali frá AC Milan. INTERVIEW: Fascinating to spend time with Eddie Howe in New Jersey as he opens up on summer with family & how fear motivates him... A holiday in Iceland turned into a scouting mission I fear letting down the people of Newcastle. That drives me https://t.co/3JrmIlHalR— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 3, 2023 En Howe var ekki bara að hugsa um fótbolta á ferð sinni um Ísland, og Geysissvæðið heillaði hann. „Elsti sonur minn, Harry, átti fyrir höndum próf í skólanum – efnafræði, steinar – og það hefði ekki getað passað betur að vera á eldfjallaeyju. Við elskuðum goshverina, þeir voru hápunkturinn okkar,“ sagði Howe sem kvað fjölskylduna hafa varið heilum degi í útsýnisferð með rútu. „Þetta er svo fallegt og myndrænt,“ sagði Howe heillaður. Fríinu er hins vegar lokið hjá Howe og fram undan tveir vináttuleikir á St. James‘ Park um helgina, gegn Fiorentina og Villarreal. Liðið hefur svo keppni í ensku úrvalsdeildinni eftir rúma viku, með leik við Aston Villa. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Eins og fram kom fyrr í sumar þá var Howe á ferð með fjölskyldu sinni á Íslandi í sumarfríi í júní, þar sem hann sá meðal annars íslenska landsliðið spila við Slóvakíu og heillaðist af Herði Björgvini Magnússyni. Howe var vissulega í fríi á Íslandi, og nýtti meðal annars ferðina til eldfjallaeyjunnar til að fræða son sinn um jarðfræði, en viðurkennir að fótboltinn sé aldrei langt undan. „Svo þarna var ég í leigubíl og leigubílstjórinn segir að Ísland sé að spila. Ég var bara: „Úúh, ættum við að fara?“ Synir mínir þrír svöruðu. „Við verðum að fara!“ Martin Dubravka spilaði fyrir Slóvakíu svo að ég gat alla vega séð hvernig staðan væri á honum,“ sagði Howe. Hann hafði einnig verið í Grikklandi, fyrir ferðina til Íslands, en alltaf með símann innan handar til að undirbúa næstu leiktíð sem best. Meðal annars með kaupunum á Sandro Tonali frá AC Milan. INTERVIEW: Fascinating to spend time with Eddie Howe in New Jersey as he opens up on summer with family & how fear motivates him... A holiday in Iceland turned into a scouting mission I fear letting down the people of Newcastle. That drives me https://t.co/3JrmIlHalR— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 3, 2023 En Howe var ekki bara að hugsa um fótbolta á ferð sinni um Ísland, og Geysissvæðið heillaði hann. „Elsti sonur minn, Harry, átti fyrir höndum próf í skólanum – efnafræði, steinar – og það hefði ekki getað passað betur að vera á eldfjallaeyju. Við elskuðum goshverina, þeir voru hápunkturinn okkar,“ sagði Howe sem kvað fjölskylduna hafa varið heilum degi í útsýnisferð með rútu. „Þetta er svo fallegt og myndrænt,“ sagði Howe heillaður. Fríinu er hins vegar lokið hjá Howe og fram undan tveir vináttuleikir á St. James‘ Park um helgina, gegn Fiorentina og Villarreal. Liðið hefur svo keppni í ensku úrvalsdeildinni eftir rúma viku, með leik við Aston Villa.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti