Sérsveit kölluð að Alþingi eftir að tilkynnt var um hugsanlegt skotvopn Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2023 10:56 Fjölmörg mál komu inn á borð lögreglu í gær. vísir/vilhelm Sérsveit og lögregla voru send að Alþingi eftir að tilkynnt var að einstaklingur bæri hugsanlegt skotvopn við þinghúsið. Þegar sá komst í leitirnar reyndist einstaklingurinn vera með kveikjara sem var eftirlíking af skammbyssu. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einstaklingurinn er sagður glíma við andleg veikindi. Annasamt var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt og voru allir fangaklefar á stöðinni á Hverfisgötu fullir í morgun. Var því einnig notast við fangaklefa í Hafnarfirði. Lögregla stöðvaði bifreið sem í reyndust vera sex erlendir einstaklingar. Að sögn lögreglu voru þeir allir frá landi utan Schengen-svæðisins og gátu einungis tveir þeirra framvísað skilríkjum. „Reyndust þeir einnig vera búnir að vera í landinu lengur en þeir hafa leyfi til. Hinir fjórir gátu ekki framvísað neinum skilríkjum. Allir aðilar vistaðir í fangaklefa á meðan rannsókn málsins stendur yfir,“ segir í tilkynningu. Klemmdist á fótum Tilkynnt var um vinnuslys þar sem einstaklingur klemmdist á fótum eftir að lyftari rann til. Ekki er vitað um alvarleika áverka. Í öðru máli kom eldur upp í klæðningu sem kviknaði út frá gasgrilli. Að sögn lögreglu náðu húsráðendur að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Tilkynnt var um farsímaþjófnað úr starfsmannarými á veitingastað í miðborginni. Gerandi fannst seinna eftir ábendingu frá almennum borgara og var handtekinn. Þegar búið var að flytja einstaklinginn upp á stöð fannst einnig hnífur á honum, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu sem segir málið hafa verið klárað með hefðbundnu ferli. Alls voru 110 mál skráð frá klukkan 17 í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeirra á meðal voru ýmis umferða- og líkamsárásamál. Lögreglumál Reykjavík Alþingi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einstaklingurinn er sagður glíma við andleg veikindi. Annasamt var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt og voru allir fangaklefar á stöðinni á Hverfisgötu fullir í morgun. Var því einnig notast við fangaklefa í Hafnarfirði. Lögregla stöðvaði bifreið sem í reyndust vera sex erlendir einstaklingar. Að sögn lögreglu voru þeir allir frá landi utan Schengen-svæðisins og gátu einungis tveir þeirra framvísað skilríkjum. „Reyndust þeir einnig vera búnir að vera í landinu lengur en þeir hafa leyfi til. Hinir fjórir gátu ekki framvísað neinum skilríkjum. Allir aðilar vistaðir í fangaklefa á meðan rannsókn málsins stendur yfir,“ segir í tilkynningu. Klemmdist á fótum Tilkynnt var um vinnuslys þar sem einstaklingur klemmdist á fótum eftir að lyftari rann til. Ekki er vitað um alvarleika áverka. Í öðru máli kom eldur upp í klæðningu sem kviknaði út frá gasgrilli. Að sögn lögreglu náðu húsráðendur að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Tilkynnt var um farsímaþjófnað úr starfsmannarými á veitingastað í miðborginni. Gerandi fannst seinna eftir ábendingu frá almennum borgara og var handtekinn. Þegar búið var að flytja einstaklinginn upp á stöð fannst einnig hnífur á honum, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu sem segir málið hafa verið klárað með hefðbundnu ferli. Alls voru 110 mál skráð frá klukkan 17 í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeirra á meðal voru ýmis umferða- og líkamsárásamál.
Lögreglumál Reykjavík Alþingi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira