Ölfusið ljómað regnbogalitunum Elliði Vignisson skrifar 8. ágúst 2023 14:01 Frelsið er yndislegt. Frelsið til að fylgja eigin hjarta, frelsið til að ráða sér sjálfur, frelsið til að fylgja eigin kynhneigð, frelsið til að elska. Hinsegin dagar, sem hófust í morgun, eru áminning til okkar allra að taka ekki frelsinu sem sjálfsögðu. Áminning um að það þarf að verja mannréttindi. Þessa viku berjumst við öll fyrir réttindum þeirra sem eru „hinsegin“. Fordómar eru andstyggilegir Að hafa skoðanir á kynhneigð annarra er eins og að velta sé upp úr háralit þeirra, hæð eða lengd vísifingurs. Fordómar eru andstyggilegir, fordómar vegna persónubundinna eiginda eins og kynhneigðar eru ef til vill verstir. Látum ekki sundra okkur Þrátt fyrir að margt hafi áunnist hér á landi þá lifum við enn á tímum þar sem samfélagið vill skilgreina okkur út frá sundurgreinanlegum þáttum. Ekki síst út frá kynhneigð. Slík nálgun á persónur skiptir okkur upp í flokka. Hún sundrar okkur. Etur okkur saman. Það er engu að síður fallegt að sjá hvernig þessi samfélagslega flokkun birtist samtímis í stolti af sjálfsmynd þess fólks sem fyrir flokkununni verður. Hinsegin dagar eru skýrt dæmi um slíkt. Ölfusið fagnar frelsinu Á sama tíma og hinsegindagar eru haldnir í borginni höldum við í Ölfusi bæjarhátíðina okkar undir nafninu „Hamingjan er hér“. Af því tilefni viljum við fagna þeirri hamingju sem fólgin er í því að huga að réttindum hinsegin fólks. Við viljum styðja eindregið við það persónufrelsi sem fólgið er í því að lifa í sátt við sjálfan sig og samfélagið hver sem kynhneigð fólks er. Þau skilaboð sendum við nú við sveitarfélagamörkin. Á meðan á hinsegindögum og bæjarhátíðinni „Hamingjan er hér“ stendur verður Ölfusskiltið ljómað regnbogalitunum. Til hamingju með þessa daga - lifi frelsið - lifi fjölbreytnin. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Ölfus Elliði Vignisson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Frelsið er yndislegt. Frelsið til að fylgja eigin hjarta, frelsið til að ráða sér sjálfur, frelsið til að fylgja eigin kynhneigð, frelsið til að elska. Hinsegin dagar, sem hófust í morgun, eru áminning til okkar allra að taka ekki frelsinu sem sjálfsögðu. Áminning um að það þarf að verja mannréttindi. Þessa viku berjumst við öll fyrir réttindum þeirra sem eru „hinsegin“. Fordómar eru andstyggilegir Að hafa skoðanir á kynhneigð annarra er eins og að velta sé upp úr háralit þeirra, hæð eða lengd vísifingurs. Fordómar eru andstyggilegir, fordómar vegna persónubundinna eiginda eins og kynhneigðar eru ef til vill verstir. Látum ekki sundra okkur Þrátt fyrir að margt hafi áunnist hér á landi þá lifum við enn á tímum þar sem samfélagið vill skilgreina okkur út frá sundurgreinanlegum þáttum. Ekki síst út frá kynhneigð. Slík nálgun á persónur skiptir okkur upp í flokka. Hún sundrar okkur. Etur okkur saman. Það er engu að síður fallegt að sjá hvernig þessi samfélagslega flokkun birtist samtímis í stolti af sjálfsmynd þess fólks sem fyrir flokkununni verður. Hinsegin dagar eru skýrt dæmi um slíkt. Ölfusið fagnar frelsinu Á sama tíma og hinsegindagar eru haldnir í borginni höldum við í Ölfusi bæjarhátíðina okkar undir nafninu „Hamingjan er hér“. Af því tilefni viljum við fagna þeirri hamingju sem fólgin er í því að huga að réttindum hinsegin fólks. Við viljum styðja eindregið við það persónufrelsi sem fólgið er í því að lifa í sátt við sjálfan sig og samfélagið hver sem kynhneigð fólks er. Þau skilaboð sendum við nú við sveitarfélagamörkin. Á meðan á hinsegindögum og bæjarhátíðinni „Hamingjan er hér“ stendur verður Ölfusskiltið ljómað regnbogalitunum. Til hamingju með þessa daga - lifi frelsið - lifi fjölbreytnin. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar