Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 17:59 Eva Rún og Ásta systir hennar brosa í gegnum tárin eftir vægast sagt hvimleitt ferðalag heim sem er enn ekki lokið. aðsend Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp. Greint var frá máli þriggja íslenskra kvenna, systra og móður þeirra, fyrr í dag. Kom þá fram að þær hafi átt að koma heim frá Osló á sunnudagskvöld en höfðu síðan beðið í fjórtán klukkustundir á flugvelli. Tíu farþegar, Eva Rún þar á meðal, voru settir í flug frá Osló til Amsterdam með SAS í dag. Þaðan áttu þeir að fljúga til Keflavíkur síðdegis en því flugi var aflýst á fimmta tímanum. „Nú er ég bara að bíða eftir rútu til að komast á hótel í þriðja sinn,“ segir Eva. „Ég var úti í Noregi í þrjár nætur. Ég er búin að vera í þessu ævintýri í jafn langan tíma.“ Eva fékk tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst síðdegis. „Mér var gefin sú ástæða að það hefði fugl flogið inn í annan hreyfilinn á leiðinni hingað. Svo heyrði ég annars staðar að þetta væri vélarbilun. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða brjálast þegar ég heyrði þetta með fuglinn.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir við fréttastofu að fugl hafi flogið á hreyfilinn við lendingu í Amsterdam og því hafi fluginu verið aflýst. Hann biður farþega afsökunar vegna upplýsingagjafar. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Meiriháttar tap Eva Rún viðurkennir að heilsan hafi verið betri. „Ég var búin að gera plön, ég á þrjú börn og maðurinn minn þarf að komast í vinnuna. Ég hef eiginlega ekki fengið neinn svefn, þetta var svo stuttur tími á hinum hótelunum. Ég er fullkomlega á síðustu dropunum.“ Evu var úthlutað annað flug í eftirmiðdaginn á morgun frá Amsterdam. Fulltrúi Icelandair hafði samband við Evu hálftíma áður en fluginu var aflýst. „Hún sagði að við ættum rétt á einhverjum bótum, ég veit ekki hvort það séu þessar 400 evrur sem fólk talar um. En ég sagði líka að þetta er meiriháttar tap, vinnutap, andlegt og líkamlegt tap.“ Guðni upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að ástæðan fyrir því hve illa hafi gengið að koma farþegunum frá Osló til Íslands, sé röð óheppilegra atvika. Þá harmar hann að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Mynd/Isavia „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar,“ segir Guðni. Ferðalög Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Greint var frá máli þriggja íslenskra kvenna, systra og móður þeirra, fyrr í dag. Kom þá fram að þær hafi átt að koma heim frá Osló á sunnudagskvöld en höfðu síðan beðið í fjórtán klukkustundir á flugvelli. Tíu farþegar, Eva Rún þar á meðal, voru settir í flug frá Osló til Amsterdam með SAS í dag. Þaðan áttu þeir að fljúga til Keflavíkur síðdegis en því flugi var aflýst á fimmta tímanum. „Nú er ég bara að bíða eftir rútu til að komast á hótel í þriðja sinn,“ segir Eva. „Ég var úti í Noregi í þrjár nætur. Ég er búin að vera í þessu ævintýri í jafn langan tíma.“ Eva fékk tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst síðdegis. „Mér var gefin sú ástæða að það hefði fugl flogið inn í annan hreyfilinn á leiðinni hingað. Svo heyrði ég annars staðar að þetta væri vélarbilun. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða brjálast þegar ég heyrði þetta með fuglinn.“ Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir við fréttastofu að fugl hafi flogið á hreyfilinn við lendingu í Amsterdam og því hafi fluginu verið aflýst. Hann biður farþega afsökunar vegna upplýsingagjafar. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Meiriháttar tap Eva Rún viðurkennir að heilsan hafi verið betri. „Ég var búin að gera plön, ég á þrjú börn og maðurinn minn þarf að komast í vinnuna. Ég hef eiginlega ekki fengið neinn svefn, þetta var svo stuttur tími á hinum hótelunum. Ég er fullkomlega á síðustu dropunum.“ Evu var úthlutað annað flug í eftirmiðdaginn á morgun frá Amsterdam. Fulltrúi Icelandair hafði samband við Evu hálftíma áður en fluginu var aflýst. „Hún sagði að við ættum rétt á einhverjum bótum, ég veit ekki hvort það séu þessar 400 evrur sem fólk talar um. En ég sagði líka að þetta er meiriháttar tap, vinnutap, andlegt og líkamlegt tap.“ Guðni upplýsingafulltrúi flugfélagsins segir að ástæðan fyrir því hve illa hafi gengið að koma farþegunum frá Osló til Íslands, sé röð óheppilegra atvika. Þá harmar hann að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Mynd/Isavia „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar,“ segir Guðni.
Ferðalög Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira