Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. ágúst 2023 20:06 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. vísir/arnar Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í dag að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Verða skatttekjurnar nýttar til að koma til móts við fjölskyldur í landinu sem hafa farið illa út úr ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkum landsins lækkuðu í dag. Slíkur hvalrekaskattur hefur einnig komið til umræðu hér á landi vegna mikils hagnaðar íslensku bankana. Á fyrri helmingi ársins hagnaðist Íslandsbanki um 12,4 milljarða króna, Arion banki um 13,4 milljarða og Landsbankinn 14,5 milljarða. Háar tekjur bankanna skýrast einkum af hærri vöxtum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir það mögulegt að umræddur skattur verði lagður á bankana, þó að engin niðurstaða liggi fyrir um það í ríkisstjórn að svo stöddu. Hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2: Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir „Ég hef nefnt þetta sem einn af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Við erum að fást við mikla verðbólgu og vextir hafa hækkað gríðarlega og vaxtakostnaður samhliða því. Það sem Ítalir eru að gera núna er að koma til móts við þessa stöðu, hagnaður bankanna hefur aukist um 64 prósent milli ára,“ segir Lilja. „Ég tel að þetta sé eitt af því sem við veðrum að huga að, verði þessi verðbólga áfram og ef við sjáum fram á þennan mikla vaxtamun sem hefur aukist hér á landi. Það er svo mikilvægt að við séum með mörg tæki til að kljást við þessa verðbólgu. Þetta er eitt verkfæri sem við höfum til að koma til móts við heimilin og fyrirtæki í landinu.“ Lilja segir brýnasta verkefnið í hagstjórn landsins að ná verðbólgunni niður á sanngjarnan og eðlilegan hátt. „Nú sjáum við ákveðin lönd í Evrópu grípa til þessa ráðs. Ég minni á að það var breski íhaldsflokkurinn sem setti hvalrekaskatt fyrst á í Evrópu árið 1981.“ Lilja segir þó enga niðurstöðu um hvalrekaskattinn innan ríkisstjórnar enn. „Þegar við erum í óvenjulegum aðstæðum þarf stundum að fara í óvenjulegar aðgerðir.“ Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Landsbankinn Arion banki Ítalía Fjármál heimilisins Kjaramál Íslenska krónan Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld ákváðu í dag að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Verða skatttekjurnar nýttar til að koma til móts við fjölskyldur í landinu sem hafa farið illa út úr ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkum landsins lækkuðu í dag. Slíkur hvalrekaskattur hefur einnig komið til umræðu hér á landi vegna mikils hagnaðar íslensku bankana. Á fyrri helmingi ársins hagnaðist Íslandsbanki um 12,4 milljarða króna, Arion banki um 13,4 milljarða og Landsbankinn 14,5 milljarða. Háar tekjur bankanna skýrast einkum af hærri vöxtum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir það mögulegt að umræddur skattur verði lagður á bankana, þó að engin niðurstaða liggi fyrir um það í ríkisstjórn að svo stöddu. Hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2: Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir „Ég hef nefnt þetta sem einn af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Við erum að fást við mikla verðbólgu og vextir hafa hækkað gríðarlega og vaxtakostnaður samhliða því. Það sem Ítalir eru að gera núna er að koma til móts við þessa stöðu, hagnaður bankanna hefur aukist um 64 prósent milli ára,“ segir Lilja. „Ég tel að þetta sé eitt af því sem við veðrum að huga að, verði þessi verðbólga áfram og ef við sjáum fram á þennan mikla vaxtamun sem hefur aukist hér á landi. Það er svo mikilvægt að við séum með mörg tæki til að kljást við þessa verðbólgu. Þetta er eitt verkfæri sem við höfum til að koma til móts við heimilin og fyrirtæki í landinu.“ Lilja segir brýnasta verkefnið í hagstjórn landsins að ná verðbólgunni niður á sanngjarnan og eðlilegan hátt. „Nú sjáum við ákveðin lönd í Evrópu grípa til þessa ráðs. Ég minni á að það var breski íhaldsflokkurinn sem setti hvalrekaskatt fyrst á í Evrópu árið 1981.“ Lilja segir þó enga niðurstöðu um hvalrekaskattinn innan ríkisstjórnar enn. „Þegar við erum í óvenjulegum aðstæðum þarf stundum að fara í óvenjulegar aðgerðir.“
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Landsbankinn Arion banki Ítalía Fjármál heimilisins Kjaramál Íslenska krónan Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira