Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. ágúst 2023 20:06 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. vísir/arnar Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í dag að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Verða skatttekjurnar nýttar til að koma til móts við fjölskyldur í landinu sem hafa farið illa út úr ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkum landsins lækkuðu í dag. Slíkur hvalrekaskattur hefur einnig komið til umræðu hér á landi vegna mikils hagnaðar íslensku bankana. Á fyrri helmingi ársins hagnaðist Íslandsbanki um 12,4 milljarða króna, Arion banki um 13,4 milljarða og Landsbankinn 14,5 milljarða. Háar tekjur bankanna skýrast einkum af hærri vöxtum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir það mögulegt að umræddur skattur verði lagður á bankana, þó að engin niðurstaða liggi fyrir um það í ríkisstjórn að svo stöddu. Hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2: Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir „Ég hef nefnt þetta sem einn af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Við erum að fást við mikla verðbólgu og vextir hafa hækkað gríðarlega og vaxtakostnaður samhliða því. Það sem Ítalir eru að gera núna er að koma til móts við þessa stöðu, hagnaður bankanna hefur aukist um 64 prósent milli ára,“ segir Lilja. „Ég tel að þetta sé eitt af því sem við veðrum að huga að, verði þessi verðbólga áfram og ef við sjáum fram á þennan mikla vaxtamun sem hefur aukist hér á landi. Það er svo mikilvægt að við séum með mörg tæki til að kljást við þessa verðbólgu. Þetta er eitt verkfæri sem við höfum til að koma til móts við heimilin og fyrirtæki í landinu.“ Lilja segir brýnasta verkefnið í hagstjórn landsins að ná verðbólgunni niður á sanngjarnan og eðlilegan hátt. „Nú sjáum við ákveðin lönd í Evrópu grípa til þessa ráðs. Ég minni á að það var breski íhaldsflokkurinn sem setti hvalrekaskatt fyrst á í Evrópu árið 1981.“ Lilja segir þó enga niðurstöðu um hvalrekaskattinn innan ríkisstjórnar enn. „Þegar við erum í óvenjulegum aðstæðum þarf stundum að fara í óvenjulegar aðgerðir.“ Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Landsbankinn Arion banki Ítalía Fjármál heimilisins Kjaramál Íslenska krónan Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld ákváðu í dag að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Verða skatttekjurnar nýttar til að koma til móts við fjölskyldur í landinu sem hafa farið illa út úr ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkum landsins lækkuðu í dag. Slíkur hvalrekaskattur hefur einnig komið til umræðu hér á landi vegna mikils hagnaðar íslensku bankana. Á fyrri helmingi ársins hagnaðist Íslandsbanki um 12,4 milljarða króna, Arion banki um 13,4 milljarða og Landsbankinn 14,5 milljarða. Háar tekjur bankanna skýrast einkum af hærri vöxtum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir það mögulegt að umræddur skattur verði lagður á bankana, þó að engin niðurstaða liggi fyrir um það í ríkisstjórn að svo stöddu. Hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2: Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir „Ég hef nefnt þetta sem einn af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Við erum að fást við mikla verðbólgu og vextir hafa hækkað gríðarlega og vaxtakostnaður samhliða því. Það sem Ítalir eru að gera núna er að koma til móts við þessa stöðu, hagnaður bankanna hefur aukist um 64 prósent milli ára,“ segir Lilja. „Ég tel að þetta sé eitt af því sem við veðrum að huga að, verði þessi verðbólga áfram og ef við sjáum fram á þennan mikla vaxtamun sem hefur aukist hér á landi. Það er svo mikilvægt að við séum með mörg tæki til að kljást við þessa verðbólgu. Þetta er eitt verkfæri sem við höfum til að koma til móts við heimilin og fyrirtæki í landinu.“ Lilja segir brýnasta verkefnið í hagstjórn landsins að ná verðbólgunni niður á sanngjarnan og eðlilegan hátt. „Nú sjáum við ákveðin lönd í Evrópu grípa til þessa ráðs. Ég minni á að það var breski íhaldsflokkurinn sem setti hvalrekaskatt fyrst á í Evrópu árið 1981.“ Lilja segir þó enga niðurstöðu um hvalrekaskattinn innan ríkisstjórnar enn. „Þegar við erum í óvenjulegum aðstæðum þarf stundum að fara í óvenjulegar aðgerðir.“
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Landsbankinn Arion banki Ítalía Fjármál heimilisins Kjaramál Íslenska krónan Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira