Fótbolti

Reece James tekur við fyrirliðabandinu hjá Chelsea

Siggeir Ævarsson skrifar
Reece James er fæddur og uppalinn hjá Chelsea
Reece James er fæddur og uppalinn hjá Chelsea Visionhaus/Getty Images

Reece James mun taka við fyrirliðabandinu hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en staða fyrirliða hefur verið laus síðan í vor þegar César Azpilicueta yfirgaf liðið og gekk í raðir Atlético Madrid.

Það mætti eflaust kalla Reece „Herra Chelsea“ en hann skrifaði fyrst undir samning við liðið þegar hann var átta ára gamall. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára hefur Reece verið lykilmaður í liði Chelsea undanfarin tímabil og nýr stjóri liðsins, Mauricio Pochettino, sagði að þetta hefði verið auðveld ákvörðun.

Reece þarf að fylla skó Azpilicueta sem lék ellefu tímabil með Chelsea og lék rúmlega 500 keppnisleiki fyrir liðið. Hann tók við fyrirliðabandinu 2019.

Chelsea hefja leik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Liverpool en liðið hefur leiktíðina í skugga frétta um meint brot félagsins á fjár­hags­reglum, sem gætu kostað liðið stig þegar fram í sækir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×