Upprættu „tæknilega fágaðan“ barnaníðshring eftir morð á fulltrúum FBI Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2023 08:43 Einn handteknu hafði sankað að sér um fimm terabætum af barnaníðsefni. AP/Ástralska alríkislögreglan Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu handtóku 98 einstaklinga og 45 hafa þegar verið dæmdir í tengslum við umfangsmikinn barnaníðshring. Einstaklingarnir notuðu djúpvefinn til að skiptast á efni en meðal þeirra voru þó nokkrir sérfræðingar í forritun og upplýsingatækni. Rannsókn málsins komst í hámæli eftir að tveir alríkislögreglumenn voru myrtir þegar þeir freistuðu þess að framkvæma leit á heimili grunaðs manns. David L. Hubner skaut Daniel Alfin og Lauru Schwartzenberger til bana og tók síðan eigið líf í Sunrise í Flórída árið 2021. Þetta var í fyrsta sinn í þrettán ár sem alríkislögreglumaður var myrtur við störf. Af einstaklingunum 98 voru 79 handteknir í Bandaríkjunum og 43 fundir sekir. Nítján voru handteknir í Ástralíu og tveir dæmdir. Þá var þrettán börnum bjargað. Sum þeirra höfðu verið misnotuð en önnur voru fjarlægð af heimilum sínum af öryggisástæðum. Yfirvöld hafa sagt um að ræða afar „tæknilega fágaðan“ hóp, sem deildi efni á djúpvefnum. Rannsóknin var af þessum sökum flókin en hópurinn er sagður hafa gengið mjög langt í að fela slóð sína og meðal annars notast við háþróaða dulkóðun. Meðal handteknu voru bæði einstaklingar sem deildu og framleiddu efni. Þá eru nokkrir þeirra sagðir hafa verið að brjóta af sér í meira en áratug. Einn Ástralinn var opinber starfsmaður og annar játaði að hafa undir höndum um það bil fimm terabæt af barnaníðsefni. Bandaríkin Ástralía Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Rannsókn málsins komst í hámæli eftir að tveir alríkislögreglumenn voru myrtir þegar þeir freistuðu þess að framkvæma leit á heimili grunaðs manns. David L. Hubner skaut Daniel Alfin og Lauru Schwartzenberger til bana og tók síðan eigið líf í Sunrise í Flórída árið 2021. Þetta var í fyrsta sinn í þrettán ár sem alríkislögreglumaður var myrtur við störf. Af einstaklingunum 98 voru 79 handteknir í Bandaríkjunum og 43 fundir sekir. Nítján voru handteknir í Ástralíu og tveir dæmdir. Þá var þrettán börnum bjargað. Sum þeirra höfðu verið misnotuð en önnur voru fjarlægð af heimilum sínum af öryggisástæðum. Yfirvöld hafa sagt um að ræða afar „tæknilega fágaðan“ hóp, sem deildi efni á djúpvefnum. Rannsóknin var af þessum sökum flókin en hópurinn er sagður hafa gengið mjög langt í að fela slóð sína og meðal annars notast við háþróaða dulkóðun. Meðal handteknu voru bæði einstaklingar sem deildu og framleiddu efni. Þá eru nokkrir þeirra sagðir hafa verið að brjóta af sér í meira en áratug. Einn Ástralinn var opinber starfsmaður og annar játaði að hafa undir höndum um það bil fimm terabæt af barnaníðsefni.
Bandaríkin Ástralía Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira