Gengi Keflvíkinga hefur verið afar slakt í sumar og liðið situr á botni deildarinnar með aðeins tíu stig eftir 18 leiki. Keflavík hefur aðeins unnið einn leik í allt sumar og kom sá sigur gegn Fylku í fyrstu umferð deildarkeppninnar.
Keflvíkingar hafa því leikið 17 deildarleiki í röð án sigurs.
Áður höfðu Keflvíkingar greint frá því að Sigurður myndi hætta með liðið að tímabilinu loknu, en eftir 3-1 tap gegn HK í gær hefur ákvörðun verið tekin um að Sigurður sé hættur þjálfun liðsins og Keflvíkingar eru því í þjálfaraleit.