Er þér boðið í partý? Rannveig Tenchi Ernudóttir skrifar 12. ágúst 2023 17:31 Byggir þú upp stuðið, eða dregurðu það niður? Hefur þú notað Facebook viðburðarveggi sem persónulega auglýsingatöflu þína til að tilkynna eigin fjarveru? Það hef ég gert!Þó að þægindin séu augljós (og auðvitað afar vel meinandi), þá er hins vegar til meira spennandi og grípandi leið til að nýta betur þennan sýndarvettvang. Hvernig væri að endurskoða það hvernig megi frekar nota viðburðarveggi, ekki sem tilkynningatöflu um fjarveru, heldur til að byggja upp eftirvæntingu og stemmningu fyrir komandi viðburð? Sköpum upplifun sem öll munu hlakka til! Ímyndið ykkar að fletta í gegnum Facebook-strauminn ykkar (feed) og rekast á viðburð sem lofar fjöri, hlátri og skemmtilegum félagsskap. Þið smellið forvitin og spennt á hann, tilbúin til að sökkva ykkur í tilhlökkunina og stemmninguna, aðeins til að finna færslu eftir færslu frá fólki sem lýsir yfir fjarveru sinni. Þið finnið hvernig það byrjar að slökkna á eftirvæntingunni og atburðurinn fer að virðast minna aðlaðandi. Bíðum við! Er kannski til betri leið til að nýta viðburðarveggi?Getum við gert þá meira hvetjandi og áhugaverðari?Hvernig væri að breyta þeim í miðstöð spennu og tilhlökkunnar?Stafrænt svið sem setur tóninn fyrir viðburðinn áður en hann byrjar?Hvað ef við: Búum til jákvæða stemningu: Með því að nota viðburðarveggi til að deila fjörugu efni, skemmtilegum fróðleik og kynningum sem tengjast viðburðinum, fyllast þeir af jákvæðni og eldmóði. Tilhlökkunin verður smitandi og hressandi, sem dregur gesti inn og lætur öllum líða eins og þau séu hluti af einhverju einstaklega sérstöku. Byggjum upp tilhlökkun: Frábær viðburður er eins og uppbygging í lagi – hann stigmagnast og springur út á hápunktinum. Notum viðburðarveggi til að byggja upp eftirvæntinguna. Teljum niður, deilum skemmtilegu efni og sögum og segjum frá hverju við hlökkum mest til við viðburðinn. Þannig höldum við spennunni á lofti og tryggjum að öll bíða spennt eftir stóra deginum. Sköpum varanlegar minningar: Skemmtilegar færslur á viðburðarveggjum gera gestum kleift að tengjast áður en viðburðurinn hefst. Þar geta gestir deilt hugsunum sínum, áhugamálum, væntingum og myndað tengsl sem munu gera upplifun þeirra eftirminnilega. Deilum ástinni: Við skulum horfast í augu við það að lífið gerist og stundum komumst við ekki á viðburði. Í stað þess að flæða viðburðarvegginn með tilkynningum eins og „Því miður, kemst ekki“, skulum við frekar nota „Kemst ekki“ valmöguleikann. Það er einfalt, stílhreint og virðingarvert. Ef það þarf að útskýra fjarveru okkar frekar, sendum þá bara skilaboð til skipuleggjanda. Við getum jafnvel verið enn villtari og hringt í viðkomandi, við gerum hvort eð er því miður of lítið af því í hinu stafræna umhverfi að einfaldlega heyra í hvert öðru. Svo, eigum við ekki bara að skella okkur í það að breyta hegðun okkar þegar okkur er boðið í partý? Það er frekar auðvelt!Deilum grípandi efni sem tengist viðburðinum, eins og fyndnum sögum, forvitnilegum staðreyndum, stingum upp á tónlist eða jafnvel spennandi forsýningum (sneek peak) á hvað koma skal. Hvetjum aðra gesti til að deila hugsunum sínum, birta myndir sem fanga kjarna viðburðarins og stingum jafnvel upp á athöfnum eða þemum. Umbreytum viðburðarveggjum í líflegt rými sem geislar af tilhlökkun, spennu og orku komandi viðburðar. Í heimi stafrænna samskipta er svo mikilvægt fyrir okkur öll við láta hvert augnablik gilda. Þegar við söfnumst saman til að gera hvern viðburð ógleymanlegan, munum þá að Facebook viðburðarveggur er ekki staður til að auglýsa fjarveru okkar – hann er strigi til að mála eftirvæntingu, svið til að skapa stemningu og vettvangur til að búa til minningar sem munu, vonandi, sitja lengi eftir. Líka eftir að viðburðinum lýkur. Sleppum því tilkynningunum um fjarveru en tilkynnum inn eftirvæntinguna! Höfundur er kynslóðablandari, viðburðarhaldari og partýpeppari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Rannveig Ernudóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Byggir þú upp stuðið, eða dregurðu það niður? Hefur þú notað Facebook viðburðarveggi sem persónulega auglýsingatöflu þína til að tilkynna eigin fjarveru? Það hef ég gert!Þó að þægindin séu augljós (og auðvitað afar vel meinandi), þá er hins vegar til meira spennandi og grípandi leið til að nýta betur þennan sýndarvettvang. Hvernig væri að endurskoða það hvernig megi frekar nota viðburðarveggi, ekki sem tilkynningatöflu um fjarveru, heldur til að byggja upp eftirvæntingu og stemmningu fyrir komandi viðburð? Sköpum upplifun sem öll munu hlakka til! Ímyndið ykkar að fletta í gegnum Facebook-strauminn ykkar (feed) og rekast á viðburð sem lofar fjöri, hlátri og skemmtilegum félagsskap. Þið smellið forvitin og spennt á hann, tilbúin til að sökkva ykkur í tilhlökkunina og stemmninguna, aðeins til að finna færslu eftir færslu frá fólki sem lýsir yfir fjarveru sinni. Þið finnið hvernig það byrjar að slökkna á eftirvæntingunni og atburðurinn fer að virðast minna aðlaðandi. Bíðum við! Er kannski til betri leið til að nýta viðburðarveggi?Getum við gert þá meira hvetjandi og áhugaverðari?Hvernig væri að breyta þeim í miðstöð spennu og tilhlökkunnar?Stafrænt svið sem setur tóninn fyrir viðburðinn áður en hann byrjar?Hvað ef við: Búum til jákvæða stemningu: Með því að nota viðburðarveggi til að deila fjörugu efni, skemmtilegum fróðleik og kynningum sem tengjast viðburðinum, fyllast þeir af jákvæðni og eldmóði. Tilhlökkunin verður smitandi og hressandi, sem dregur gesti inn og lætur öllum líða eins og þau séu hluti af einhverju einstaklega sérstöku. Byggjum upp tilhlökkun: Frábær viðburður er eins og uppbygging í lagi – hann stigmagnast og springur út á hápunktinum. Notum viðburðarveggi til að byggja upp eftirvæntinguna. Teljum niður, deilum skemmtilegu efni og sögum og segjum frá hverju við hlökkum mest til við viðburðinn. Þannig höldum við spennunni á lofti og tryggjum að öll bíða spennt eftir stóra deginum. Sköpum varanlegar minningar: Skemmtilegar færslur á viðburðarveggjum gera gestum kleift að tengjast áður en viðburðurinn hefst. Þar geta gestir deilt hugsunum sínum, áhugamálum, væntingum og myndað tengsl sem munu gera upplifun þeirra eftirminnilega. Deilum ástinni: Við skulum horfast í augu við það að lífið gerist og stundum komumst við ekki á viðburði. Í stað þess að flæða viðburðarvegginn með tilkynningum eins og „Því miður, kemst ekki“, skulum við frekar nota „Kemst ekki“ valmöguleikann. Það er einfalt, stílhreint og virðingarvert. Ef það þarf að útskýra fjarveru okkar frekar, sendum þá bara skilaboð til skipuleggjanda. Við getum jafnvel verið enn villtari og hringt í viðkomandi, við gerum hvort eð er því miður of lítið af því í hinu stafræna umhverfi að einfaldlega heyra í hvert öðru. Svo, eigum við ekki bara að skella okkur í það að breyta hegðun okkar þegar okkur er boðið í partý? Það er frekar auðvelt!Deilum grípandi efni sem tengist viðburðinum, eins og fyndnum sögum, forvitnilegum staðreyndum, stingum upp á tónlist eða jafnvel spennandi forsýningum (sneek peak) á hvað koma skal. Hvetjum aðra gesti til að deila hugsunum sínum, birta myndir sem fanga kjarna viðburðarins og stingum jafnvel upp á athöfnum eða þemum. Umbreytum viðburðarveggjum í líflegt rými sem geislar af tilhlökkun, spennu og orku komandi viðburðar. Í heimi stafrænna samskipta er svo mikilvægt fyrir okkur öll við láta hvert augnablik gilda. Þegar við söfnumst saman til að gera hvern viðburð ógleymanlegan, munum þá að Facebook viðburðarveggur er ekki staður til að auglýsa fjarveru okkar – hann er strigi til að mála eftirvæntingu, svið til að skapa stemningu og vettvangur til að búa til minningar sem munu, vonandi, sitja lengi eftir. Líka eftir að viðburðinum lýkur. Sleppum því tilkynningunum um fjarveru en tilkynnum inn eftirvæntinguna! Höfundur er kynslóðablandari, viðburðarhaldari og partýpeppari.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun