Minnst sex flóttamenn létust í Ermarsundi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 22:27 Börn voru meðal þeirra Afgana og Súdana sem bjargað var eftir slysið. EPA Sex manns létust þegar bátur með nærri sjötíu flóttamenn innanborðs sökk nærri borginni Calais í Frakklandi við Ermarsund í dag. Björgunaraðilar frá Bretlandi og Frakklandi björguðu að minnsta kosti 59 manns sem lifðu sjóslysið af. Flestir þeirra sem voru á bátnum eru frá Afganistan en einhverjir frá Súdan, kemur fram í frétt BBC. Tveggja er enn saknað en leit af þeim hefur verið aflýst. Ekki er vitað með vissu hversu mörgum var bjargað og hve margir eru slasaðir. Frönsk yfirvöld segja að oft séu flóttamannabátar svo yfirfullir að erfitt sé að telja hve margir eru innanborðs. Hinir látnu eru afganskir menn sem eru taldir vera á fertugsaldri, samkvæmt saksóknara frönsku borgarinnar Boulogne. Sjöunda atvik vikunnar Samkvæmt upplýsingum frá frönsku landhelgisgæslunni barst útkall um klukkan 4:20 að morgni að staðartíma um vandræði í yfirfullum bát sem staðsettur var út af ströndum Sangatte-sveitarfélagsins í Frakklandi. Þegar bátur landhelgisgæslunnar mætti á svæðið var báturinn þegar sokkinn og sumir farþegar kölluðu á hjálp. Björgunarfólk í Frakklandi segir þetta sjöunda skiptið í vikunni sem þau hafa þurft að bjarga flóttafólki upp úr sjónum eftir að bátur hefði sokkið. Líklegt sé að bátarnir sem smyglarar nota til þess að koma fólki milli heimsálfa séu gallaðir. Mikið hefur borið á málum nýlega þar sem flóttafólk hefur drukknað á sjó í Evrópu. Á dögunum lést 41 flóttamaður þegar bátur fórst út af ströndum eyjunnar Lampedusa. Í júní létust hátt í hundrað flóttamenn þegar bát hvolfdi út af ströndum Grikklands. Fimm hundruð er enn saknað. Frakkland Bretland Flóttamenn Tengdar fréttir Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. 17. júní 2023 12:24 Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9. ágúst 2023 11:22 Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. 9. maí 2021 22:57 Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. 10. júlí 2023 08:35 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Björgunaraðilar frá Bretlandi og Frakklandi björguðu að minnsta kosti 59 manns sem lifðu sjóslysið af. Flestir þeirra sem voru á bátnum eru frá Afganistan en einhverjir frá Súdan, kemur fram í frétt BBC. Tveggja er enn saknað en leit af þeim hefur verið aflýst. Ekki er vitað með vissu hversu mörgum var bjargað og hve margir eru slasaðir. Frönsk yfirvöld segja að oft séu flóttamannabátar svo yfirfullir að erfitt sé að telja hve margir eru innanborðs. Hinir látnu eru afganskir menn sem eru taldir vera á fertugsaldri, samkvæmt saksóknara frönsku borgarinnar Boulogne. Sjöunda atvik vikunnar Samkvæmt upplýsingum frá frönsku landhelgisgæslunni barst útkall um klukkan 4:20 að morgni að staðartíma um vandræði í yfirfullum bát sem staðsettur var út af ströndum Sangatte-sveitarfélagsins í Frakklandi. Þegar bátur landhelgisgæslunnar mætti á svæðið var báturinn þegar sokkinn og sumir farþegar kölluðu á hjálp. Björgunarfólk í Frakklandi segir þetta sjöunda skiptið í vikunni sem þau hafa þurft að bjarga flóttafólki upp úr sjónum eftir að bátur hefði sokkið. Líklegt sé að bátarnir sem smyglarar nota til þess að koma fólki milli heimsálfa séu gallaðir. Mikið hefur borið á málum nýlega þar sem flóttafólk hefur drukknað á sjó í Evrópu. Á dögunum lést 41 flóttamaður þegar bátur fórst út af ströndum eyjunnar Lampedusa. Í júní létust hátt í hundrað flóttamenn þegar bát hvolfdi út af ströndum Grikklands. Fimm hundruð er enn saknað.
Frakkland Bretland Flóttamenn Tengdar fréttir Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. 17. júní 2023 12:24 Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9. ágúst 2023 11:22 Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. 9. maí 2021 22:57 Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. 10. júlí 2023 08:35 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. 17. júní 2023 12:24
Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9. ágúst 2023 11:22
Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. 9. maí 2021 22:57
Bátur með rúmlega 200 innanborðs týndur við Kanaríeyjar Spænskt björgunarlið leitar nú að bát undan ströndum Kanaríeyja en talið er að 200 flóttamenn hið minnsta séu um borð. 10. júlí 2023 08:35