Tvær hliðar á öllum málum Magnús Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 12:30 „Stjórnsýslan er óásættanleg.“ Þetta eru orð Jens Garðars Helgasonar í grein í Viðskiptablaðinu 11. ágúst s.l. Þarna deilir hann á fámennar og fjársveltar ríkisstofnanir, sem eiga eftir að vinna og afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Hann segir það geta tekið rúman áratug að fá eitt leyfi. Greinin byrjar svona: „Á tímabilinu 2014 – 2021 meira en tífaldaðist sjókvíaeldi við Ísland.“ Þetta er bara 7 ára tímabil og tíföldun í sjókvíaeldi á þeim tíma er of hröð aukning þegar upp er staðið. Tæplega 30 kvíastæði voru sett inn í hvíta ljósgeira vita og hefðbundnar siglingaleiðir. Þetta er lýsandi dæmi um pressuna, sem þið fiskeldismenn og pólitíkin hafið sett á stofnanir, til að fá leyfin afgreidd sem hraðast. Umhverfismatið Í greininni segir: „Um er að ræða umsókn í Seyðisfirði, sem lokið hefur umhverfismati.“ Var farið eftir umhverfismati? Nei. Valkostur A, óbreyttur Seyðisfjörður, þ.e.a.s. án sjókvíaeldis var fyrsti kostur fyrir strandsvæðaskipulagið. Hann hentaði ykkur ekki. Valkostur B varð til með þrem kvíastæðum og var kynntur og lagður fyrir af Svæðisráði til umsagnar. Hann fékk mikla gagnrýni. Innviðaráðherra samþykkti svo strandsvæðaskipulag með þriðju útgáfu, sem ekki var í umhverfismati , og fór aldrei í kynningarferli. Umhverfismati er því ekki lokið í Seyðisfirði, alla vega ekki á réttan hátt. Þetta á eftir að taka lengri tíma. Ég skora á þig Jens Garðar að sýna umhverfinu og samfélaginu á Seyðisfirði virðingu. Þú ert líka formaður stýrihóps um framtíðar loftlagsmál á vegum umhverfisráðherra. Umhverfið ber að virða og vernda. Áhættumat siglinga Jens Garðar pirrar sig á að allt hafi verið sett á stopp vegna áhættumats siglinga. Það er ekkert undarlegt við það að áhættumat siglinga þurfi að liggja fyrir í þröngum Seyðisfirði áður en leyfisumsókn verður afgreidd. Seyðisfjarðarhöfn er önnur ferðamannagátt landsins, með reglubundnar ferjusiglingar til Evrópu. Hún er líka ein af fimm höfnum landsins í samevrópska flutningsnetinu og Ísland er aðili að alþjóðlegum siglingalögum. VSÓ ráðgjöf gerði í fyrra tillögu að áhættumat siglinga í Seyðisfirði vegan sjókvíaeldis fyrir Vegagerðina. Tíu áhættuþættir voru greindir og bent var á mótvægisaðgerðir vegna þeirra, sem reyndar er ekki hægt að framkvæma vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins. VSÓ ráðgjöf tók ekki tillit til grunnetshafnar, siglingaverndar, samevrópskrar hafnar og Farice-1 strengsins. Vonandi verður það gert í nýju áhættumati sem Vegagerðin og aðrar stofnanir eiga eftir að vinna, en það á eftir að koma í ljós. Það verður að taka tillit til Farice-1 strengsins í áhættumatinu því það þarf að vera hægt að festa kvíar og allt sem þeim tilheyrir niður. Rétt áhættumat siglinga á að liggja fyrir áður en leyfisumsókn er afgreidd. Hafnir í samevrópska flutningsnetinu Seyðisfjarðarhöfn er ekki eina höfnin í samevrópska flutningsnetinu, sem er sett í hættu vegna sjókvíaeldis Ice Fish Farm. Það gildir líka um Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Í Reyðarfirði eru sex kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Vattarnesvita. Í Fáskrúðsfirði eru þrjú kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Hafnarnesvita og í Berufirði er eitt kvíasvæði í hvítum ljósgeira Karlsstaðavita. Nú eru alls tíu kvíasvæði á Austfjörðum í hvítum ljósgeirum vita og þar með í siglingaleiðum, og verða 12 ef leyfi verður gefið út í Seyðisfirði. Það er þetta sem er óásættanleg stjórnsýsla fyrir alla nema sjókvíaeldisfyrirtækin. Heildarmyndin Það er ekki stórmannlegt Jens Garðar að vera í drottningarviðtali í Viðskiptablaðinu fyrir hönd fyrirtækisins og kvarta yfir því hvað það taki langan tíma að afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Það er eðlilegt að það taki sinn tíma, því þú veist það eins og allir aðrir að strandsvæðaskipulagið var ekki klárað í Seyðisfirði. Þar á eftir að meta og greina stóra áhættuþætti. Því var öllu vísað til leyfisveitenda og það er góð stjórnsýsla að vanda þar til verka. Heiðarleiki og virðing kosta ekkert. Það er kominn tími á að önnur starfssemi, sem fyrir eru í fjörðunum, fái að vera í friði. Þjóðaröryggi, þ.e. Farice-1 strengurinn í Seyðisfirði, hann og lögin sem um hann gilda ber að virða, en ekki reyna eftir fremsta megni að hafa rangt við bæði hvað varðar hugtökin míla og skip. Vinna og framganga sjávarútvegsfyrirtækjanna í þessum málum eru óásættanleg. Samstöðufundur Seyðfirðinga gegn sjókvíaeldi þann 13. júlí s.l. fór ekki fram hjá neinum á Austurlandi og víðar. Þar sagði fólkið þvert NEI og staðfesti skoðnanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings upp á 75% andstöðu. Hvernig fyrirtæki er það, sem ætlar sér að starfa í bænum okkar með yfirgangi, valdníðslu og lögbrotum. Jens Garðar, sýndu nú manndóm og stattu við orð þín. Þú hefur sagt það opinberlega, að þú viljir ekki fara gegn skýrum vilja Seyðfirðinga. Ef einhver stjórnsýsla er óásættanleg þá er það afstaða meirihluta sveitarfélaganna Fjarðarbyggðar og Múlaþings, sem vörðu ekki hagsmuni austfirskra hafna og nærumhverfis við afgreiðslu strandsvæðaskipulagsins. Einnig vinnubrögð innviðaráðherra, sem lét vinna og samþykkti síðan strandsvæðaskipulag með hag sjókvíaeldis í algerum forgangi. Jens Garðar/Ice Fish Farm STOPP Látið fjörðinn í friði Læt hér fylgja tengil á upptöku frá samstöðufundinum ef hann hefur farið framhjá ykkur. Kæru Seyðfirðingar Takk fyrir samveruna og hlýjar móttökur í kringum samstöðufundinn og ekki síður göngunni um Selsstaðavík og Brimnes. Takk fyrir leiðsögnina Daði. Baráttukveðja. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Stjórnsýslan er óásættanleg.“ Þetta eru orð Jens Garðars Helgasonar í grein í Viðskiptablaðinu 11. ágúst s.l. Þarna deilir hann á fámennar og fjársveltar ríkisstofnanir, sem eiga eftir að vinna og afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Hann segir það geta tekið rúman áratug að fá eitt leyfi. Greinin byrjar svona: „Á tímabilinu 2014 – 2021 meira en tífaldaðist sjókvíaeldi við Ísland.“ Þetta er bara 7 ára tímabil og tíföldun í sjókvíaeldi á þeim tíma er of hröð aukning þegar upp er staðið. Tæplega 30 kvíastæði voru sett inn í hvíta ljósgeira vita og hefðbundnar siglingaleiðir. Þetta er lýsandi dæmi um pressuna, sem þið fiskeldismenn og pólitíkin hafið sett á stofnanir, til að fá leyfin afgreidd sem hraðast. Umhverfismatið Í greininni segir: „Um er að ræða umsókn í Seyðisfirði, sem lokið hefur umhverfismati.“ Var farið eftir umhverfismati? Nei. Valkostur A, óbreyttur Seyðisfjörður, þ.e.a.s. án sjókvíaeldis var fyrsti kostur fyrir strandsvæðaskipulagið. Hann hentaði ykkur ekki. Valkostur B varð til með þrem kvíastæðum og var kynntur og lagður fyrir af Svæðisráði til umsagnar. Hann fékk mikla gagnrýni. Innviðaráðherra samþykkti svo strandsvæðaskipulag með þriðju útgáfu, sem ekki var í umhverfismati , og fór aldrei í kynningarferli. Umhverfismati er því ekki lokið í Seyðisfirði, alla vega ekki á réttan hátt. Þetta á eftir að taka lengri tíma. Ég skora á þig Jens Garðar að sýna umhverfinu og samfélaginu á Seyðisfirði virðingu. Þú ert líka formaður stýrihóps um framtíðar loftlagsmál á vegum umhverfisráðherra. Umhverfið ber að virða og vernda. Áhættumat siglinga Jens Garðar pirrar sig á að allt hafi verið sett á stopp vegna áhættumats siglinga. Það er ekkert undarlegt við það að áhættumat siglinga þurfi að liggja fyrir í þröngum Seyðisfirði áður en leyfisumsókn verður afgreidd. Seyðisfjarðarhöfn er önnur ferðamannagátt landsins, með reglubundnar ferjusiglingar til Evrópu. Hún er líka ein af fimm höfnum landsins í samevrópska flutningsnetinu og Ísland er aðili að alþjóðlegum siglingalögum. VSÓ ráðgjöf gerði í fyrra tillögu að áhættumat siglinga í Seyðisfirði vegan sjókvíaeldis fyrir Vegagerðina. Tíu áhættuþættir voru greindir og bent var á mótvægisaðgerðir vegna þeirra, sem reyndar er ekki hægt að framkvæma vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins. VSÓ ráðgjöf tók ekki tillit til grunnetshafnar, siglingaverndar, samevrópskrar hafnar og Farice-1 strengsins. Vonandi verður það gert í nýju áhættumati sem Vegagerðin og aðrar stofnanir eiga eftir að vinna, en það á eftir að koma í ljós. Það verður að taka tillit til Farice-1 strengsins í áhættumatinu því það þarf að vera hægt að festa kvíar og allt sem þeim tilheyrir niður. Rétt áhættumat siglinga á að liggja fyrir áður en leyfisumsókn er afgreidd. Hafnir í samevrópska flutningsnetinu Seyðisfjarðarhöfn er ekki eina höfnin í samevrópska flutningsnetinu, sem er sett í hættu vegna sjókvíaeldis Ice Fish Farm. Það gildir líka um Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Í Reyðarfirði eru sex kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Vattarnesvita. Í Fáskrúðsfirði eru þrjú kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Hafnarnesvita og í Berufirði er eitt kvíasvæði í hvítum ljósgeira Karlsstaðavita. Nú eru alls tíu kvíasvæði á Austfjörðum í hvítum ljósgeirum vita og þar með í siglingaleiðum, og verða 12 ef leyfi verður gefið út í Seyðisfirði. Það er þetta sem er óásættanleg stjórnsýsla fyrir alla nema sjókvíaeldisfyrirtækin. Heildarmyndin Það er ekki stórmannlegt Jens Garðar að vera í drottningarviðtali í Viðskiptablaðinu fyrir hönd fyrirtækisins og kvarta yfir því hvað það taki langan tíma að afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Það er eðlilegt að það taki sinn tíma, því þú veist það eins og allir aðrir að strandsvæðaskipulagið var ekki klárað í Seyðisfirði. Þar á eftir að meta og greina stóra áhættuþætti. Því var öllu vísað til leyfisveitenda og það er góð stjórnsýsla að vanda þar til verka. Heiðarleiki og virðing kosta ekkert. Það er kominn tími á að önnur starfssemi, sem fyrir eru í fjörðunum, fái að vera í friði. Þjóðaröryggi, þ.e. Farice-1 strengurinn í Seyðisfirði, hann og lögin sem um hann gilda ber að virða, en ekki reyna eftir fremsta megni að hafa rangt við bæði hvað varðar hugtökin míla og skip. Vinna og framganga sjávarútvegsfyrirtækjanna í þessum málum eru óásættanleg. Samstöðufundur Seyðfirðinga gegn sjókvíaeldi þann 13. júlí s.l. fór ekki fram hjá neinum á Austurlandi og víðar. Þar sagði fólkið þvert NEI og staðfesti skoðnanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings upp á 75% andstöðu. Hvernig fyrirtæki er það, sem ætlar sér að starfa í bænum okkar með yfirgangi, valdníðslu og lögbrotum. Jens Garðar, sýndu nú manndóm og stattu við orð þín. Þú hefur sagt það opinberlega, að þú viljir ekki fara gegn skýrum vilja Seyðfirðinga. Ef einhver stjórnsýsla er óásættanleg þá er það afstaða meirihluta sveitarfélaganna Fjarðarbyggðar og Múlaþings, sem vörðu ekki hagsmuni austfirskra hafna og nærumhverfis við afgreiðslu strandsvæðaskipulagsins. Einnig vinnubrögð innviðaráðherra, sem lét vinna og samþykkti síðan strandsvæðaskipulag með hag sjókvíaeldis í algerum forgangi. Jens Garðar/Ice Fish Farm STOPP Látið fjörðinn í friði Læt hér fylgja tengil á upptöku frá samstöðufundinum ef hann hefur farið framhjá ykkur. Kæru Seyðfirðingar Takk fyrir samveruna og hlýjar móttökur í kringum samstöðufundinn og ekki síður göngunni um Selsstaðavík og Brimnes. Takk fyrir leiðsögnina Daði. Baráttukveðja. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun