„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Máni Snær Þorláksson skrifar 14. ágúst 2023 17:15 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að hann myndi ekki baða sig í Viti eins og staðan er núna. Vísir/Arnar Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. „Ennþá er ekki farið að sjá merki um að leikar séu farnir að æsast ef svo má að orði komast. En þetta getur náttúrulega ekki haldið áfram svona endalaust. Ef þetta heldur svona áfram þá er líklegt að það endi með gosi, hvenær það verður er ekki gott að segja,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að Askja sé búin að vera að þenjast út í tvö ár. Hún sé búin að lyftast um sextíu, sjötíu sentímetra á þeim tíma. „Þetta telst mikið í flestum eldfjöllum en Askja er svolítið sérstök því hún var búin að síga um allt að einn og hálfan metra á síðustu fimmtíu árum á undan.“ Verið að gera betri mælingar Magnús segir að yfirvöld eigi örugglega eftir að skoða það að færa gönguleiðir og loka aðgengi að ákveðnum hlutum Öskju. Verið sé að fara á svæðið til að gera betri mælingar. „Það er hópur að fara þangað núna að mæla til að geta fengið sem skýrasta mynd af því sem er í gangi núna og hvar það stendur,“ segir hann. Þá segir Magnús að enn séu ekki komin merki um að eldgos sé að hefjast. Fyrir gosið árið 1961 hafi komið skýr merki vikurnar á undan um aukinn jarðhita og gufusprengingar. „Það er eitthvað sem við höfum að minnsta kosti ekki séð ennþá en þurfum að vera vakandi fyrir.“ Hann vekur athygli á því að tjaldsvæðið og skálinn á svæðinu sé langt fyrir utan hættusvæðið. Fólk þurfi ekki að hætta við ferðir þangað, það þurfi þó að fylgja mjög vel þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Sjálfur myndi hann til dæmis ekki taka sundsprett í Víti eins og staðan er. „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna, ég held að það eigi ekki að gera það núna.“ Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
„Ennþá er ekki farið að sjá merki um að leikar séu farnir að æsast ef svo má að orði komast. En þetta getur náttúrulega ekki haldið áfram svona endalaust. Ef þetta heldur svona áfram þá er líklegt að það endi með gosi, hvenær það verður er ekki gott að segja,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að Askja sé búin að vera að þenjast út í tvö ár. Hún sé búin að lyftast um sextíu, sjötíu sentímetra á þeim tíma. „Þetta telst mikið í flestum eldfjöllum en Askja er svolítið sérstök því hún var búin að síga um allt að einn og hálfan metra á síðustu fimmtíu árum á undan.“ Verið að gera betri mælingar Magnús segir að yfirvöld eigi örugglega eftir að skoða það að færa gönguleiðir og loka aðgengi að ákveðnum hlutum Öskju. Verið sé að fara á svæðið til að gera betri mælingar. „Það er hópur að fara þangað núna að mæla til að geta fengið sem skýrasta mynd af því sem er í gangi núna og hvar það stendur,“ segir hann. Þá segir Magnús að enn séu ekki komin merki um að eldgos sé að hefjast. Fyrir gosið árið 1961 hafi komið skýr merki vikurnar á undan um aukinn jarðhita og gufusprengingar. „Það er eitthvað sem við höfum að minnsta kosti ekki séð ennþá en þurfum að vera vakandi fyrir.“ Hann vekur athygli á því að tjaldsvæðið og skálinn á svæðinu sé langt fyrir utan hættusvæðið. Fólk þurfi ekki að hætta við ferðir þangað, það þurfi þó að fylgja mjög vel þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Sjálfur myndi hann til dæmis ekki taka sundsprett í Víti eins og staðan er. „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna, ég held að það eigi ekki að gera það núna.“
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira