KSÍ hefur staðfest félagsskipti danska varnarmannsins Lauru Frank frá Fortuna Hjörring í Val.
Frank er 24 ára gömul og hefur lengst spilað með Fortuna Hjörring fyrir utan eitt tímabil með AaB frá 2020-21.
Frank hefur unnið tvö danska meistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með Fortuna.
Hún hefur spilað 14 leiki fyrir yngri landslið Dana og spilaði einnig tvo A-landsleiki árið 2018.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hefur safnað að sér leikmönnum fyrir lokasprettinn í deildini en Valur er í öðru sæti Bestu deildar kvenna, með jafnmörg stig og Breiðablik en lakari markatölu.
Áður höfðu íslensku landsliðskonurnar Anna Björk Kristjánsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir og Amanda Jacobsen Andradóttir gengið til liðs við Val í sumarglugganum auk þess að liðið fékk til síns danska unglingalandsliðsleikmanninn Lise Dissing.