„Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 13:32 Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. Þær vita að við erum hinsegin fjölskylda og að regnbogafáninn er okkar tákn. Í kjölfar frétta um hatursglæpi á hinsegin dögum hafa ótalmargar athugasemdir birst sem réttlæta skemmdarverk á regnbogafánum með því að fólk sé nú hreinlega komið með nóg af öllum þessum sýnileika hinsegin fólks, öllum þessum fánum. Mig langar þess vegna að segja frá því hvers vegna þessi sýnilegi stuðningur skiptir máli. Þegar ég kom út úr skápnum sem tvíkynhneigð, árið 2008, fannst mér allt mögulegt. Heimurinn var á réttri leið, hvert þjóðríkið á fætur öðru leyfði samkynja hjónabönd og trans fólk steig í auknum mæli fram opinberlega. Fordómar fyrir fólki eins og mér voru á undanhaldi, það var algjörlega skýrt. Þegar ég gerðist fyrst sjálfboðaliði hjá Samtökunum ‘78 nokkrum árum síðar, snerist þátttaka mín raunar fyrst og fremst um að gefa til baka, að þakka fyrir mig. Ég hélt að baráttunni væri lokið. Það stingur svolítið núna að hugsa til þessara ára og gera mér grein fyrir því hversu mikil forréttindi það voru að koma út úr skápnum í andrúmslofti vonar. Andrúmsloftið hefur nefnilega breyst, þótt það taki kannski ekki allir eftir því. Fólk sem ekki fylgist sérstaklega með veit til dæmis ekki að í sumar voru ítalskar mæður sem ekki gengu sjálfar með börn sín sviptar lagalegum tengslum við þau. Fólk veit kannski ekki að hinsegin fólk og fjölskyldur flýja nú ákveðin ríki Bandaríkjanna vegna hryllilegrar löggjafar gegn trans fólki og að opinber andúð á trans fólki hefur almennt aukist í veldisvexti í löndunum í kringum okkur. Það tekur kannski ekki eftir því að vinnustaðurinn minn - Samtökin ‘78 - situr nú undir hótunum, stöðugri hatursorðræðu og lygum. Fólk jafnvel man ekki eftir því að mennirnir sem voru handteknir fyrir að skipuleggja hryðjuverk í fyrra veltu því fyrir sér hvernig best væri að myrða sem flest fólk í Gleðigöngunni. Það veit ekki hvaða áhrif hryðjuverkin í Osló í fyrra höfðu á hinsegin fólk á Íslandi og veit líklega almennt ekki hvaða áhrif hatursglæpir og hatursorðræða hafa á hópana sem verða fyrir þeim. Fólk er kannski ekki meðvitað um að mörg okkar upplifðu í fyrsta skipti ótta í Gleðigöngunni. Hatursglæpir búa til óþægilega óvissu um það hvort við séum örugg í okkar daglega lífi. Andrúmsloft undirliggjandi ótta tekur við af andrúmslofti vonar. Sýnileiki regnbogafánans er mikilvægt andsvar við þessu ástandi. Hann er stuðningsyfirlýsing íslensks samfélags við frelsi hinsegin fólks. Tilfinningin sem fylgir því að sjá regnbogafána blakta við hún fyrir utan hverja bygginguna á fætur annarri í byrjun ágúst er ólýsanleg. Það er eins og hjartað hitni örlítið og takist á loft inni í brjóstinu. Við sem erum hinsegin finnum fyrir því að við fáum kannski að tilheyra, sleppum andanum sem við vissum ekki að við héldum niðri. Við öðlumst smá aukið hugrekki, smá aukna trú á að allt verði í lagi. Sýnilegur stuðningur skiptir máli, hann færir okkur von og minnir okkur á það hversu langt við höfum þó náð. „Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Dætur mínar eru ennþá nægilega litlar til þess að verða ekki varar við opinbera umræðu og fréttir af hatursglæpum. En það á enginn að þurfa að útskýra fyrir barninu sínu að sumt fólk sé nú bara komið með svo yfirgengilega nóg af fólki eins og okkur að það finni hjá sér þörf til þess að eyðileggja fánann okkar. Það er ekki skiljanlegt og ekki á nokkurn hátt eðlilegt viðbragð við frelsi annars fólks. Regnbogafáninn táknar frelsi til að upplifa hamingju, burtséð frá því hvernig maður elskar, hvern maður elskar eða hver maður er. Fyrir mína fjölskyldu og margar aðrar er hann mikilvægt tákn þess að við séum örugg. Það er eitthvað sem er þess virði að standa vörð um. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. Þær vita að við erum hinsegin fjölskylda og að regnbogafáninn er okkar tákn. Í kjölfar frétta um hatursglæpi á hinsegin dögum hafa ótalmargar athugasemdir birst sem réttlæta skemmdarverk á regnbogafánum með því að fólk sé nú hreinlega komið með nóg af öllum þessum sýnileika hinsegin fólks, öllum þessum fánum. Mig langar þess vegna að segja frá því hvers vegna þessi sýnilegi stuðningur skiptir máli. Þegar ég kom út úr skápnum sem tvíkynhneigð, árið 2008, fannst mér allt mögulegt. Heimurinn var á réttri leið, hvert þjóðríkið á fætur öðru leyfði samkynja hjónabönd og trans fólk steig í auknum mæli fram opinberlega. Fordómar fyrir fólki eins og mér voru á undanhaldi, það var algjörlega skýrt. Þegar ég gerðist fyrst sjálfboðaliði hjá Samtökunum ‘78 nokkrum árum síðar, snerist þátttaka mín raunar fyrst og fremst um að gefa til baka, að þakka fyrir mig. Ég hélt að baráttunni væri lokið. Það stingur svolítið núna að hugsa til þessara ára og gera mér grein fyrir því hversu mikil forréttindi það voru að koma út úr skápnum í andrúmslofti vonar. Andrúmsloftið hefur nefnilega breyst, þótt það taki kannski ekki allir eftir því. Fólk sem ekki fylgist sérstaklega með veit til dæmis ekki að í sumar voru ítalskar mæður sem ekki gengu sjálfar með börn sín sviptar lagalegum tengslum við þau. Fólk veit kannski ekki að hinsegin fólk og fjölskyldur flýja nú ákveðin ríki Bandaríkjanna vegna hryllilegrar löggjafar gegn trans fólki og að opinber andúð á trans fólki hefur almennt aukist í veldisvexti í löndunum í kringum okkur. Það tekur kannski ekki eftir því að vinnustaðurinn minn - Samtökin ‘78 - situr nú undir hótunum, stöðugri hatursorðræðu og lygum. Fólk jafnvel man ekki eftir því að mennirnir sem voru handteknir fyrir að skipuleggja hryðjuverk í fyrra veltu því fyrir sér hvernig best væri að myrða sem flest fólk í Gleðigöngunni. Það veit ekki hvaða áhrif hryðjuverkin í Osló í fyrra höfðu á hinsegin fólk á Íslandi og veit líklega almennt ekki hvaða áhrif hatursglæpir og hatursorðræða hafa á hópana sem verða fyrir þeim. Fólk er kannski ekki meðvitað um að mörg okkar upplifðu í fyrsta skipti ótta í Gleðigöngunni. Hatursglæpir búa til óþægilega óvissu um það hvort við séum örugg í okkar daglega lífi. Andrúmsloft undirliggjandi ótta tekur við af andrúmslofti vonar. Sýnileiki regnbogafánans er mikilvægt andsvar við þessu ástandi. Hann er stuðningsyfirlýsing íslensks samfélags við frelsi hinsegin fólks. Tilfinningin sem fylgir því að sjá regnbogafána blakta við hún fyrir utan hverja bygginguna á fætur annarri í byrjun ágúst er ólýsanleg. Það er eins og hjartað hitni örlítið og takist á loft inni í brjóstinu. Við sem erum hinsegin finnum fyrir því að við fáum kannski að tilheyra, sleppum andanum sem við vissum ekki að við héldum niðri. Við öðlumst smá aukið hugrekki, smá aukna trú á að allt verði í lagi. Sýnilegur stuðningur skiptir máli, hann færir okkur von og minnir okkur á það hversu langt við höfum þó náð. „Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Dætur mínar eru ennþá nægilega litlar til þess að verða ekki varar við opinbera umræðu og fréttir af hatursglæpum. En það á enginn að þurfa að útskýra fyrir barninu sínu að sumt fólk sé nú bara komið með svo yfirgengilega nóg af fólki eins og okkur að það finni hjá sér þörf til þess að eyðileggja fánann okkar. Það er ekki skiljanlegt og ekki á nokkurn hátt eðlilegt viðbragð við frelsi annars fólks. Regnbogafáninn táknar frelsi til að upplifa hamingju, burtséð frá því hvernig maður elskar, hvern maður elskar eða hver maður er. Fyrir mína fjölskyldu og margar aðrar er hann mikilvægt tákn þess að við séum örugg. Það er eitthvað sem er þess virði að standa vörð um. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun