Lækum ekki brunaútsölu á „læk“ Tómas Guðbjartsson skrifar 22. ágúst 2023 14:01 Salan á verksmiðju Icelandic Water Holdings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi. Það er öðru nær, því á komandi árum á hreint drykkjarvatn eftir að verða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar og heimsins. Þetta hafa erlendir milljarðamæringar sem sótt hafa Ísland heim oft haft á orði. Drykkjarvatn ætti að vera þjóðareign Það ætti þvi ekki að vera hægt að selja vatn til erlendra auðmanna, enda flókið að skilgreina eignarrétt á fyrirbæri sem rennur víða á leið sinni til sjávar. Það gerði Síle á tímum einræðisstjórnar Pinocet með skelfilegum afleiðingum. Myndu Norðmenn selja hluta af olíulindnum sínum? Aldrei, enda auðlindin í eigu þjóðarinnar og hagnaðinum komið í sameiginlega olíusjóð - öllum Norðmönnum til góða. Náttúrunýlendan Ísland Hættum að verða nýlenda græðgisafla - sem munu pottþétt ásælast fleiri "læki" á komandi misserum. Hreint drykkjarvatn er okkar olía - og sem betur fer mun grænni auðlind. Eða erum við eftir allt þriðjaheims ríki? Munum að sum fyrirtæki á Íslandi nota meira af köldu vatni en höfuðborgarsvæðið. Eða þurfum við að fara að setja í lög, líkt og með rafmagnið, að kalt vatn til heimila verði að setja í forgang! Af hverju er Ísland ekki búið að innleiða til fulls sérstaka vatnatilskipun líkt og hin Norðurlöndin hafa gert - enda sáu þau fyrir löngu hvaða hagsmunir eru í húfi? Í dag var tilkynnt að viðskiptin myndu tefjast um að minnsta kosti viku.Skjáskot af mbl Uppboð á náttúruauðlindum í boði bæjarstjóra Bæjarstjórinn í Ölfushreppi segir þetta bara sölu á „læk“ en ekki eru margir sem trúa því eða læka. Enda er hann reiðubúinn að rifa niður fjallið Litla-Sandfell í nágrenni Þorlákshafnar og reisa verksmiðjur fyrir sementsframleiðslu í plássinu. Ekki mjög umhverfisvænt, líkt og vikurnámið á Mýrdalssandi - sem á jú að ferja um sömu Þorlákshöfn eftir griðarlega vörubílaumferð um Suðurlandsundirlendið. Eru íbúar þar og í Þorlákshöfn virkilega til í þessa öfugþróun, engum til heilla nema þeim sem rukka hafnagjöld og auðvitað gírugum fjárfestum? Bönnum brunaútsölu Nú þurfa stjórnvöld og almenningur að spyrna við fótum og banna að náttúruauðlindir séu settar á gapastokkinn og seldar hæstbjóðanda á brunaútsölu. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Vatn Umhverfismál Ölfus Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Salan á verksmiðju Icelandic Water Holdings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi. Það er öðru nær, því á komandi árum á hreint drykkjarvatn eftir að verða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar og heimsins. Þetta hafa erlendir milljarðamæringar sem sótt hafa Ísland heim oft haft á orði. Drykkjarvatn ætti að vera þjóðareign Það ætti þvi ekki að vera hægt að selja vatn til erlendra auðmanna, enda flókið að skilgreina eignarrétt á fyrirbæri sem rennur víða á leið sinni til sjávar. Það gerði Síle á tímum einræðisstjórnar Pinocet með skelfilegum afleiðingum. Myndu Norðmenn selja hluta af olíulindnum sínum? Aldrei, enda auðlindin í eigu þjóðarinnar og hagnaðinum komið í sameiginlega olíusjóð - öllum Norðmönnum til góða. Náttúrunýlendan Ísland Hættum að verða nýlenda græðgisafla - sem munu pottþétt ásælast fleiri "læki" á komandi misserum. Hreint drykkjarvatn er okkar olía - og sem betur fer mun grænni auðlind. Eða erum við eftir allt þriðjaheims ríki? Munum að sum fyrirtæki á Íslandi nota meira af köldu vatni en höfuðborgarsvæðið. Eða þurfum við að fara að setja í lög, líkt og með rafmagnið, að kalt vatn til heimila verði að setja í forgang! Af hverju er Ísland ekki búið að innleiða til fulls sérstaka vatnatilskipun líkt og hin Norðurlöndin hafa gert - enda sáu þau fyrir löngu hvaða hagsmunir eru í húfi? Í dag var tilkynnt að viðskiptin myndu tefjast um að minnsta kosti viku.Skjáskot af mbl Uppboð á náttúruauðlindum í boði bæjarstjóra Bæjarstjórinn í Ölfushreppi segir þetta bara sölu á „læk“ en ekki eru margir sem trúa því eða læka. Enda er hann reiðubúinn að rifa niður fjallið Litla-Sandfell í nágrenni Þorlákshafnar og reisa verksmiðjur fyrir sementsframleiðslu í plássinu. Ekki mjög umhverfisvænt, líkt og vikurnámið á Mýrdalssandi - sem á jú að ferja um sömu Þorlákshöfn eftir griðarlega vörubílaumferð um Suðurlandsundirlendið. Eru íbúar þar og í Þorlákshöfn virkilega til í þessa öfugþróun, engum til heilla nema þeim sem rukka hafnagjöld og auðvitað gírugum fjárfestum? Bönnum brunaútsölu Nú þurfa stjórnvöld og almenningur að spyrna við fótum og banna að náttúruauðlindir séu settar á gapastokkinn og seldar hæstbjóðanda á brunaútsölu. Höfundur er læknir og umhverfisverndarsinni.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun