Við erum að bregðast bændum! Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 23. ágúst 2023 08:00 Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag. Við tekur iðnaðarlandbúnaður eins og þekkist í nágrannalöndum okkar með tilheyrandi vanlíðan dýra og rýrari gæði afurða og er ekki til þess fallinn til að lækka afurðaverð vegna gríðarlegrar hækkun á þjónustu til bænda. Ég heyri í fjarska íslenska innflytjendur matvæla fagna þessari ákvörðun enda er ljóst að þetta er vatn á myllu þeirra. Nýjar gjaldskrárbreytingar mun leiða til gríðarlegrar hækkunar á íslenskum matvælum. Það mun bitna verulega á samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar sérstaklega á bændum sem skilgreina sig sem smáframleiðendur. Afleiðingarnar eru augljósar. Nýsköpun dregst verulega saman og möguleikinn til að kaupa afurðir beint frá býli þurrkast út. Gjaldskrárbreytingarnar eru afleiðing innleiðingar evrópulöggjafar nr. 2017/625 um opinbert eftirlit. Líkt og margt annað sem við höfum innleitt vegna aðildar okkar að EES, þá eru þessi lög ekki samin með smæðar íslenska markaðarins í huga. MAST tekur fram að löggjöfin veiti þeim heimild til að innheimta kostnað til að standa straum af ýmsum kostnaðarþáttum m.a. launakostnaði þeirra sem sinna eftirliti, kostnaði vegna rekstrarvara, kostnaði vegna þjónustu os.frv. Því velti ég fyrir mér hvort þessi ákvörðun sé eingöngu tekin til að rétta af rekstur MAST við þetta eftirlit og færa aukinn kostnað alfarið á bændur? En þar með er MAST búið að loka fyrir ákveðna gátt í styrktarkerfi okkar til landbúnaðarins. Ég myndi halda að slík ákvörðun eigi ekki að vera í höndum MAST heldur ætti hún að koma fram sem skýr pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar, en ég efast hreinlega að sá vilji er fyrir hendi hjá þingfólki Framsóknar. Ljóst er að fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir munu gjörbreyta landslagi á íslenskum landbúnaði. Þegar hefur verið tilkynnt um fyrirhugaðar lokanir ef þessar breytingar ná fram að ganga. Það þarf því að hætta við þessar hækkanir og hvet ég þingfólk Framsóknar til að standa þétt við bakið á okkar öflugu bændastétt. Höfundur er Framsóknarmaður og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Aðalsteinn Haukur Sverrisson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag. Við tekur iðnaðarlandbúnaður eins og þekkist í nágrannalöndum okkar með tilheyrandi vanlíðan dýra og rýrari gæði afurða og er ekki til þess fallinn til að lækka afurðaverð vegna gríðarlegrar hækkun á þjónustu til bænda. Ég heyri í fjarska íslenska innflytjendur matvæla fagna þessari ákvörðun enda er ljóst að þetta er vatn á myllu þeirra. Nýjar gjaldskrárbreytingar mun leiða til gríðarlegrar hækkunar á íslenskum matvælum. Það mun bitna verulega á samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar sérstaklega á bændum sem skilgreina sig sem smáframleiðendur. Afleiðingarnar eru augljósar. Nýsköpun dregst verulega saman og möguleikinn til að kaupa afurðir beint frá býli þurrkast út. Gjaldskrárbreytingarnar eru afleiðing innleiðingar evrópulöggjafar nr. 2017/625 um opinbert eftirlit. Líkt og margt annað sem við höfum innleitt vegna aðildar okkar að EES, þá eru þessi lög ekki samin með smæðar íslenska markaðarins í huga. MAST tekur fram að löggjöfin veiti þeim heimild til að innheimta kostnað til að standa straum af ýmsum kostnaðarþáttum m.a. launakostnaði þeirra sem sinna eftirliti, kostnaði vegna rekstrarvara, kostnaði vegna þjónustu os.frv. Því velti ég fyrir mér hvort þessi ákvörðun sé eingöngu tekin til að rétta af rekstur MAST við þetta eftirlit og færa aukinn kostnað alfarið á bændur? En þar með er MAST búið að loka fyrir ákveðna gátt í styrktarkerfi okkar til landbúnaðarins. Ég myndi halda að slík ákvörðun eigi ekki að vera í höndum MAST heldur ætti hún að koma fram sem skýr pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar, en ég efast hreinlega að sá vilji er fyrir hendi hjá þingfólki Framsóknar. Ljóst er að fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir munu gjörbreyta landslagi á íslenskum landbúnaði. Þegar hefur verið tilkynnt um fyrirhugaðar lokanir ef þessar breytingar ná fram að ganga. Það þarf því að hætta við þessar hækkanir og hvet ég þingfólk Framsóknar til að standa þétt við bakið á okkar öflugu bændastétt. Höfundur er Framsóknarmaður og borgarfulltrúi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun