„Það varð andlát vegna alvarlegs atviks. Lögum samkvæmt skal tilkynna það til embættis landlæknis eða lögreglu ef grunur er á að andlát hafi orðið vegna óhappatilviks eða mistaka. Það er í verklaginu okkar. Við veitum engar frekari upplýsingar um málið,“ segir Andri Ólafsson, samskiptafulltrúi Landspítalans.
Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málið sé kominn inn á borð lögreglu og að rannsókn sé hafin á því. RÚV greindi fyrst frá andlátinu í gær.
„Ekki er hægt að veita upplýsingar um að hverju rannsókn lögreglu beinist sérstaklega,“ segir Gunnar Rúnar.
Fréttin hefur verið uppfærð.