Óskar Hrafn: Stærri leikur en nokkur annar hjá Breiðabliki í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 13:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson getur farið með Breiðablik í riðlakeppnina fyrst íslenskra félagsliða. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson fór yfir leik dagsins hjá Breiðabliki en liðið spilar þá fyrri leik sinn á móti Struga í baráttu um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Blikar eru komnir til Norður Makedóníu en það er stutt á milli leikja hjá félaginu. Liðið spilaði við Keflavík á sunnudaginn og spilar við Víkinga á sunnudaginn kemur. Leikurinn í dag mun örugglega ráða miklu um möguleika Breiðabliksliðsins að taka þetta sögulega skref og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Völlurinn ekki sléttur „Æfing sem slík var fín. Völlurinn er ekki sléttur og ekki frábærlega góður en það var eitthvað sem við vorum undirbúnir fyrir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali á samfélagsmiðlum Breiðabliks „Ég held að þetta Struga lið sé betra en margir vilja láta. Það væri hættulegt fyrir okkur að halda það að við völtum yfir þetta lið. Þetta er lið sem er búið að ná fínum úrslitum í Evrópu og vann deildina heima fyrir með töluverðum yfirburðum í fyrra,“ sagði Óskar Hrafn. Að fara að spila við gott lið „Þeir eru með gott lið og með vel skipulagt lið. Þeir eru með mjög góða einstaklinga og þá sérstaklega fram á við. Menn sem við þurfum að passa vel upp á. Þeir eru sérstaklega hættulegir ef þeir geta unnið boltann og sótt hratt. Það þurfum við að passa vel,“ sagði Óskar. Þessi leikur er stór í sögulegu samhengi fyrir félagið en hversu stór er hann að mati Óskars Hrafns. „Hann er auðvitað mjög stór og sennilega stærri en nokkur annar leikur sem Breiðablik hefur spilað í Evrópu vegna þess hvað er undir. Auðvitað hefur Breiðablik spilað leiki í Evrópu eins og á móti Aktobe 2013. Seinni leikurinn þar var mjög stór. Það er gríðarlega mikið undir,“ sagði Óskar. Jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni „Ég held að menn geri sér alveg grein fyrir því en reynslan sem er komin í þennan hóp gerir það að verkum að menn eru meira spenntir og jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni frekar en að menn upplifi einhverja pressu og upplifi neikvæðari hluti að spila svona stóra leiki,“ sagði Óskar. „Mér finnst menn vera fókuseraðir og með rétt hugarfar. Það er margt hérna í Norður Makedóníu sem er öðruvísi heldur en heima fyrir og það hefði verið auðvelt að láta það fara í taugarnar á sér en menn hafa ekki gert það. Enda er það hluti að vera í liði sem er að spila í Evrópu, að geta einhvern veginn tekist á við ólíkar aðstæður. Það er ekki alltaf einhver brjálaður glamúr,“ sagði Óskar. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjá meira
Blikar eru komnir til Norður Makedóníu en það er stutt á milli leikja hjá félaginu. Liðið spilaði við Keflavík á sunnudaginn og spilar við Víkinga á sunnudaginn kemur. Leikurinn í dag mun örugglega ráða miklu um möguleika Breiðabliksliðsins að taka þetta sögulega skref og komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 15.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Völlurinn ekki sléttur „Æfing sem slík var fín. Völlurinn er ekki sléttur og ekki frábærlega góður en það var eitthvað sem við vorum undirbúnir fyrir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali á samfélagsmiðlum Breiðabliks „Ég held að þetta Struga lið sé betra en margir vilja láta. Það væri hættulegt fyrir okkur að halda það að við völtum yfir þetta lið. Þetta er lið sem er búið að ná fínum úrslitum í Evrópu og vann deildina heima fyrir með töluverðum yfirburðum í fyrra,“ sagði Óskar Hrafn. Að fara að spila við gott lið „Þeir eru með gott lið og með vel skipulagt lið. Þeir eru með mjög góða einstaklinga og þá sérstaklega fram á við. Menn sem við þurfum að passa vel upp á. Þeir eru sérstaklega hættulegir ef þeir geta unnið boltann og sótt hratt. Það þurfum við að passa vel,“ sagði Óskar. Þessi leikur er stór í sögulegu samhengi fyrir félagið en hversu stór er hann að mati Óskars Hrafns. „Hann er auðvitað mjög stór og sennilega stærri en nokkur annar leikur sem Breiðablik hefur spilað í Evrópu vegna þess hvað er undir. Auðvitað hefur Breiðablik spilað leiki í Evrópu eins og á móti Aktobe 2013. Seinni leikurinn þar var mjög stór. Það er gríðarlega mikið undir,“ sagði Óskar. Jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni „Ég held að menn geri sér alveg grein fyrir því en reynslan sem er komin í þennan hóp gerir það að verkum að menn eru meira spenntir og jákvæða orkan kemur frá eftirvæntingunni frekar en að menn upplifi einhverja pressu og upplifi neikvæðari hluti að spila svona stóra leiki,“ sagði Óskar. „Mér finnst menn vera fókuseraðir og með rétt hugarfar. Það er margt hérna í Norður Makedóníu sem er öðruvísi heldur en heima fyrir og það hefði verið auðvelt að láta það fara í taugarnar á sér en menn hafa ekki gert það. Enda er það hluti að vera í liði sem er að spila í Evrópu, að geta einhvern veginn tekist á við ólíkar aðstæður. Það er ekki alltaf einhver brjálaður glamúr,“ sagði Óskar. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjá meira