„Hef ekki upplifað þessar aðstæður áður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 18:23 Óskar Hrafn var stoltur af sínu liði eftir leikinn í Norður-Makedóníu. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist vera stoltur af Breiðabliksliðinu sem vann 1-0 sigur á Struga á útivelli í dag. Breiðablik er í góðri stöðu til að vera fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég met úrslitin sem mjög gott veganesti. Við vitum það auðvitað að það eru 90 mínútur eftir af þessu einvígi. Þessi úrslit hjálpa okkur ekkert nema við spilum vel á Kópavogsvelli,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við fréttastofu Vísis eftir leik í dag. „Ég er ánægðastur með að karakterinn í liðinu var frábær, menn lögðu allt sem þeir áttu í leikinn. Menn brugðust við erfiðum aðstæðum í síðari hálfleik en fyrri hálfleikur var ekki sérstaklega vel spilaður hjá okkur,“ bætti Óskar Hrafn við en mikið bætti í vindinn í síðari hálfleik og gekk leikmönnum illa að ná að spila boltanum almennilega sín á milli. „Stundum er það þannig þegar þú ert á erfiðum útivelli í Evrópu þá er það ekki alltaf frammistaðan sem skiptir öllu. Ég var gríðarlega ánægður með karakterinn, dugnaðinn og þrautseigjuna sem liðið sýndi.“ Óskar Hrafn sagði að snögg breyting á aðstæðum hefðu komið hans mönnum aðeins á óvart í síðari hálfleik. „Það kom aðeins í bakið á okkur í hálfleik því það snerist hressilega. Við vissum að þetta væri gott lið, væri gott í fótbolta og með sterka einstaklinga. Við vissum líka að þeir yrðu fljótir að pirra sig ef hlutirnir gengu ekki. Ég hefði viljað að við hefðum haldið aðeins betur í boltann en í seinni hálfleik var það hálf ómögulegt.“ „Ég er stoltur af þeim“ Liðin mætast í síðari leik einvígisins á Kópavogsvelli í kvöld. Þar fær Breiðablik möguleika á því að verða fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég held að þetta verði allt annar leikur. Ég held að þessi leikur hafi bara átt sitt líf og Blikaliðið þurfti að gera hluti sem það hefur ekkert endilega verið þekkt fyrir. Að fara langt, vinna annan bolta og reyna að djölfast meira en að spila fótbolta. Á Kópavogsvelli þurfum við að mæta þeim hærra og halda betur í boltann. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því.“ „Við vitum það líka að þetta er gott lið. Við þurfum að spila vel til að fara áfram og við þurfum að spila vel á Kópavogsvelli til að þetta veganesti nýtist okkur.“ Hann sagði að hann hefði ekki upplifað áður þær aðstæður sem voru í Struga í dag. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið.“ „Ég er stoltur af þeim og þakklátur fyrir að þeir stóðust þessa prófraun sem þeir voru settir í sem var að búa til gott veganesti fyrir seinni leikinn.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Sjá meira
„Ég met úrslitin sem mjög gott veganesti. Við vitum það auðvitað að það eru 90 mínútur eftir af þessu einvígi. Þessi úrslit hjálpa okkur ekkert nema við spilum vel á Kópavogsvelli,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við fréttastofu Vísis eftir leik í dag. „Ég er ánægðastur með að karakterinn í liðinu var frábær, menn lögðu allt sem þeir áttu í leikinn. Menn brugðust við erfiðum aðstæðum í síðari hálfleik en fyrri hálfleikur var ekki sérstaklega vel spilaður hjá okkur,“ bætti Óskar Hrafn við en mikið bætti í vindinn í síðari hálfleik og gekk leikmönnum illa að ná að spila boltanum almennilega sín á milli. „Stundum er það þannig þegar þú ert á erfiðum útivelli í Evrópu þá er það ekki alltaf frammistaðan sem skiptir öllu. Ég var gríðarlega ánægður með karakterinn, dugnaðinn og þrautseigjuna sem liðið sýndi.“ Óskar Hrafn sagði að snögg breyting á aðstæðum hefðu komið hans mönnum aðeins á óvart í síðari hálfleik. „Það kom aðeins í bakið á okkur í hálfleik því það snerist hressilega. Við vissum að þetta væri gott lið, væri gott í fótbolta og með sterka einstaklinga. Við vissum líka að þeir yrðu fljótir að pirra sig ef hlutirnir gengu ekki. Ég hefði viljað að við hefðum haldið aðeins betur í boltann en í seinni hálfleik var það hálf ómögulegt.“ „Ég er stoltur af þeim“ Liðin mætast í síðari leik einvígisins á Kópavogsvelli í kvöld. Þar fær Breiðablik möguleika á því að verða fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég held að þetta verði allt annar leikur. Ég held að þessi leikur hafi bara átt sitt líf og Blikaliðið þurfti að gera hluti sem það hefur ekkert endilega verið þekkt fyrir. Að fara langt, vinna annan bolta og reyna að djölfast meira en að spila fótbolta. Á Kópavogsvelli þurfum við að mæta þeim hærra og halda betur í boltann. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því.“ „Við vitum það líka að þetta er gott lið. Við þurfum að spila vel til að fara áfram og við þurfum að spila vel á Kópavogsvelli til að þetta veganesti nýtist okkur.“ Hann sagði að hann hefði ekki upplifað áður þær aðstæður sem voru í Struga í dag. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið.“ „Ég er stoltur af þeim og þakklátur fyrir að þeir stóðust þessa prófraun sem þeir voru settir í sem var að búa til gott veganesti fyrir seinni leikinn.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Sjá meira