„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2023 19:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í 17 milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir erfitt að segja til um nákvæmar tölur í því samhengi en það geti komið ólíkt niður á einstökum ríkisstofnunum. „Í sumum tilvikum verður hægt að gera það með því að endurráða ekki í störf sem eru að losna. Starfsmannavelta er töluverð í ríkiskerfinu eins og annars staðar í samfélaginu. Góðu fréttirnar eru þær að atvinnustigið á Íslandi er hátt, þeir sem mögulega missa störf sín eru þá að koma út á vinnumarkað þar sem er eftirspurn eftir fólki. En útfærslan á þessu öllu ræðst af samtali milli ráðuneyta og einstakra ríkisstofnana,“ sagði Bjarni. En það er ekki hægt að draga fjöður yfir það, einhversstaðar mun þurfa að hagræða. Hann útilokar ekki að til uppsagna komi í ráðuneytunum. „Það er alveg viðbótar aðhaldskrafa á ráðuneytin. Það getur birst með ýmsum hætti, það kann að birtast með því að það verði ekki ráðið aftur í stöður sem losna. Í einhverjum tilvikum er ekki hægt að útiloka að það verði fækkun.“ Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra.Vísir/Vilhelm Aukin gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldisfyrirtæki Samhliða þessum aðgerðum er gert ráð fyrir tekjuráðstöfunum að svipuðu umfangi. Mestu muni þar um notkunargjöld vegna rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, aukna gjaldtöku á ferðaþjónustu, þ.á.m. af skemmtiferðaskipum, og hækkun gjalds á fiskeldisfyrirtæki á árinu 2024. „Skemmtiferðaskiptin og viðbótargjaldtaka af fiskeldinum munu skila nokkrum milljörðum, um þremur til fimm milljörðum,“ segir Bjarni. „Þannig að þetta, ásamt nýju gjaldakerfi fyrir rafmagns og tengiltvinnbifreiðar sem munu nú fara að borga fyrir það að nota vegakerfið, bara til jafns við aðrar bifreiðar, mun skila ríkjunum tekjum á móti þessum aðhaldsráðstöfunum.“ Hlutverk Seðlabankans frekar en ríkisstjórnarinnar að ná tökum á verðbólgunni Bjarni segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid faraldrinum en Ísland. Þá hafi sýnt sig að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Vísir/Vilhelm „Það er í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið. Við erum langt á undan áætlun að ná endum saman í ríkisfjármálum, og ég hef trú á að við getum náð tökum á verðbólgunni þó það sé meginhlutverk Seðlabankans að gera það,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun. Rekstur hins opinbera Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Sjá meira
Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir erfitt að segja til um nákvæmar tölur í því samhengi en það geti komið ólíkt niður á einstökum ríkisstofnunum. „Í sumum tilvikum verður hægt að gera það með því að endurráða ekki í störf sem eru að losna. Starfsmannavelta er töluverð í ríkiskerfinu eins og annars staðar í samfélaginu. Góðu fréttirnar eru þær að atvinnustigið á Íslandi er hátt, þeir sem mögulega missa störf sín eru þá að koma út á vinnumarkað þar sem er eftirspurn eftir fólki. En útfærslan á þessu öllu ræðst af samtali milli ráðuneyta og einstakra ríkisstofnana,“ sagði Bjarni. En það er ekki hægt að draga fjöður yfir það, einhversstaðar mun þurfa að hagræða. Hann útilokar ekki að til uppsagna komi í ráðuneytunum. „Það er alveg viðbótar aðhaldskrafa á ráðuneytin. Það getur birst með ýmsum hætti, það kann að birtast með því að það verði ekki ráðið aftur í stöður sem losna. Í einhverjum tilvikum er ekki hægt að útiloka að það verði fækkun.“ Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra.Vísir/Vilhelm Aukin gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldisfyrirtæki Samhliða þessum aðgerðum er gert ráð fyrir tekjuráðstöfunum að svipuðu umfangi. Mestu muni þar um notkunargjöld vegna rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, aukna gjaldtöku á ferðaþjónustu, þ.á.m. af skemmtiferðaskipum, og hækkun gjalds á fiskeldisfyrirtæki á árinu 2024. „Skemmtiferðaskiptin og viðbótargjaldtaka af fiskeldinum munu skila nokkrum milljörðum, um þremur til fimm milljörðum,“ segir Bjarni. „Þannig að þetta, ásamt nýju gjaldakerfi fyrir rafmagns og tengiltvinnbifreiðar sem munu nú fara að borga fyrir það að nota vegakerfið, bara til jafns við aðrar bifreiðar, mun skila ríkjunum tekjum á móti þessum aðhaldsráðstöfunum.“ Hlutverk Seðlabankans frekar en ríkisstjórnarinnar að ná tökum á verðbólgunni Bjarni segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid faraldrinum en Ísland. Þá hafi sýnt sig að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Vísir/Vilhelm „Það er í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið. Við erum langt á undan áætlun að ná endum saman í ríkisfjármálum, og ég hef trú á að við getum náð tökum á verðbólgunni þó það sé meginhlutverk Seðlabankans að gera það,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun.
Rekstur hins opinbera Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Sjá meira