„Það hefur verið hlýtt á öllu Norður- og norðausturlandi. Mikið hlýtt loft kemur til okkar úr suðri. Það er búið að vera almennt hlýtt á öllu landinu, hiti farið yfir upp yfir tuttugu stig á norðausturlandi og upp undir tuttugu á suðvesturhorninu,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

„Það er ansi víða bongóblíða.“
Ekki sé um að ræða besta dag sumarsins en þó með þeim betri. Búast megi þó við rigningu um helgina en stytta á upp á sunnudag.
„Það koma skil upp að landinu í kvöld. Það ætti að verða gott veður aftur á sunnudag.“