Óður til einstæðra mæðra Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 20:00 Óður til einstæðra mæðra -leir til systra minna Þú vaknaðir með börnunum -því enginn var heima nema þú Þú gafst þeim að borða Þú kveiktir á sjónvarpinu Þú vaskaðir upp Þú fylgdir þeim á klósettið Þú burstaðir í þeim tennurnar Þú greiddir á þeim hárið Þú þvoðir fötin þeirra Þú hengdir þau upp Þú passaðir upp á að þau ættu fín föt til að fara í afmæli, tilbúin með gjöf Þú knúsaðir þau og kysstir Þú brostir til þeirra Þú varst stolt af þeim Þú hvesstir þig aðeins því þolinmæðin var búin Þú eldaðir kvöldmatinn Þú poppaðir og horfðir á sömu teiknimyndina með öðru auganu í þúsundasta sinn Þú vaskaðir upp og settir í aðra vél Þú skiptir um á rúmunum Þú gekkst frá dótinu Þú gafst litlu fötin á Rauða krossinn og fékkst gefins gamla úlpu því hin var orðin of lítil og ljót Þú ryksugaðir og skúraðir Þú settir þau í bað og stundum fórstu í sund en kannski bara sjaldan því kannski bara kannski þurftirðu að setja í aðra vél og elda kvöldmat helst eitthvað ódýrt og varst því fegin að fiskurinn sem þau fengu á leikskólanum í dag ætti að vera nóg og helltir restinni af serjósinu í hreinar skálar sem þú vaskaðir upp í morgun því þeim er alveg sama þó þau éti serjós tvisvar á einum mánudegi Þú last bók og söngst sömu vögguljóðin sem þú hefur sungið frá því að þau fæddust svo kysstirðu þau bæði skreiðst fram um níuleytið hélst áfram að laga til og settir í aðra vél. Hengdir upp og skúraðir og hugsaðir aðeins um hvítvínstár sem væri gott að sötra á meðan þú kláraðir að brjóta saman með nóttina þér við hlið saman tvær á sófanum. En þú keyptir mjólk í staðinn því þannig eru mömmur. Mömmur eins og þú. Forsetinn var að senda fálkaorðu í pósti því enginn á hana meira skilið en einstæðar mæður sem gera allt þetta á hverjum degi og mæta samt til vinnu skutla og sækja áður en leikskólinn lokar draga börnin í Bónus til að finna eitthvað að éta áður en það lokar og börnin verða brjáluð. Það voru engin fríkvöld eða helgarferðir en þú komst þeim til manns og gerðir það vel þú og enginn annar því enginn var heima nema þú og þau. Afhverju ertu svona þreytt? Viltu ekki fá þér eins og eitt hvítvínsglas? Nei, þetta er allt í lagi, ég fæ mér bara mjólkurglas og kleinu því ég þarf að drepa geitung og kítta í kringum klósettið því það er aftur farið að leka. En að koma með mér í jóga? Nei, takk. Ég þoli ekki jóga. Mér finnst betra að slaka á við að skrúfa í sundur borð, skipta um peru og lyfta einhverju þungu og bera það inn úr bílnum. Djöfull ertu sterk! Það var bara enginn annar heima. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Óður til einstæðra mæðra -leir til systra minna Þú vaknaðir með börnunum -því enginn var heima nema þú Þú gafst þeim að borða Þú kveiktir á sjónvarpinu Þú vaskaðir upp Þú fylgdir þeim á klósettið Þú burstaðir í þeim tennurnar Þú greiddir á þeim hárið Þú þvoðir fötin þeirra Þú hengdir þau upp Þú passaðir upp á að þau ættu fín föt til að fara í afmæli, tilbúin með gjöf Þú knúsaðir þau og kysstir Þú brostir til þeirra Þú varst stolt af þeim Þú hvesstir þig aðeins því þolinmæðin var búin Þú eldaðir kvöldmatinn Þú poppaðir og horfðir á sömu teiknimyndina með öðru auganu í þúsundasta sinn Þú vaskaðir upp og settir í aðra vél Þú skiptir um á rúmunum Þú gekkst frá dótinu Þú gafst litlu fötin á Rauða krossinn og fékkst gefins gamla úlpu því hin var orðin of lítil og ljót Þú ryksugaðir og skúraðir Þú settir þau í bað og stundum fórstu í sund en kannski bara sjaldan því kannski bara kannski þurftirðu að setja í aðra vél og elda kvöldmat helst eitthvað ódýrt og varst því fegin að fiskurinn sem þau fengu á leikskólanum í dag ætti að vera nóg og helltir restinni af serjósinu í hreinar skálar sem þú vaskaðir upp í morgun því þeim er alveg sama þó þau éti serjós tvisvar á einum mánudegi Þú last bók og söngst sömu vögguljóðin sem þú hefur sungið frá því að þau fæddust svo kysstirðu þau bæði skreiðst fram um níuleytið hélst áfram að laga til og settir í aðra vél. Hengdir upp og skúraðir og hugsaðir aðeins um hvítvínstár sem væri gott að sötra á meðan þú kláraðir að brjóta saman með nóttina þér við hlið saman tvær á sófanum. En þú keyptir mjólk í staðinn því þannig eru mömmur. Mömmur eins og þú. Forsetinn var að senda fálkaorðu í pósti því enginn á hana meira skilið en einstæðar mæður sem gera allt þetta á hverjum degi og mæta samt til vinnu skutla og sækja áður en leikskólinn lokar draga börnin í Bónus til að finna eitthvað að éta áður en það lokar og börnin verða brjáluð. Það voru engin fríkvöld eða helgarferðir en þú komst þeim til manns og gerðir það vel þú og enginn annar því enginn var heima nema þú og þau. Afhverju ertu svona þreytt? Viltu ekki fá þér eins og eitt hvítvínsglas? Nei, þetta er allt í lagi, ég fæ mér bara mjólkurglas og kleinu því ég þarf að drepa geitung og kítta í kringum klósettið því það er aftur farið að leka. En að koma með mér í jóga? Nei, takk. Ég þoli ekki jóga. Mér finnst betra að slaka á við að skrúfa í sundur borð, skipta um peru og lyfta einhverju þungu og bera það inn úr bílnum. Djöfull ertu sterk! Það var bara enginn annar heima. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun