Það var DV sem greindi fyrst frá málinu, en þar er greint frá því að sjónarvottar hafi séð vopnaða sérsveitarmenn taka þátt í aðgerðunum. Jafnframt segir þar að nokkrir lögreglubílar séu á vettvangi sem og sjúkrabíll.
Þá hefur DV eftir sjónarvotti að málið hafi vakið mikla athygli í Grindavík. Aðgerðin eigi sér stað við einbýlishús í grennd í grunnskóla og krakkar hafi farið í átt að vettvangi að forvitnast um málið.
Lögreglan sagðist ekki geta tjáð sig um öryggi fólks í kring um vettvanginn í samtali við Vísi.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.