Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 20:22 Lögregla hefur borið fyrir sig að brýnir rannsóknarhagsmunir hafi verið í húfi. Vísir Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Maðurinn neitar sök í málinu og segir konuna hafa látist úr ofneyslu fíkniefna en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Það er búið að sleppa honum og þó fyrr hefði verið,“ segir Vilhjálmur. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur en lög kveða á um að ekki megi halda manni í slíku haldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. „Ég er ánægður með það að lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi fyrir rest áttað sig á því að það var ekki lagaskilyrði fyrir því að halda umbjóðenda mínum lengur.“ Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem send var á fjölmiðla að morgni fimmtudagsins 31. ágúst, segir að lögreglustjóri hafi gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Byggði sú ákvörðun á því mati lögreglu að ekki stæði lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tilkynning in frá lögreglunni á Suðurlandi: Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi látinn laus en sætir farbanni Lögreglan á Suðurlandi hefur frá 27. apríl sl. haft til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann dag. Karlmaður sem handtekinn var á vettvangi var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem hefur verið framlengt endurtekið síðan, nú síðast með úrskurði sem gilti til 31. ágúst. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana konunnar, en rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil. Í gær gerði lögreglustjóri kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Sú ákvörðun byggir á því mati lögreglu að ekki standi lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst í gærkvöldi á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði karlmanninn í farbann til 1. desember nk. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10, 31. ágúst 2023. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Maðurinn neitar sök í málinu og segir konuna hafa látist úr ofneyslu fíkniefna en rannsókn málsins stendur enn yfir. „Það er búið að sleppa honum og þó fyrr hefði verið,“ segir Vilhjálmur. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur en lög kveða á um að ekki megi halda manni í slíku haldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. „Ég er ánægður með það að lögreglustjórinn á Suðurlandi hafi fyrir rest áttað sig á því að það var ekki lagaskilyrði fyrir því að halda umbjóðenda mínum lengur.“ Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, sem send var á fjölmiðla að morgni fimmtudagsins 31. ágúst, segir að lögreglustjóri hafi gert kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Byggði sú ákvörðun á því mati lögreglu að ekki stæði lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tilkynning in frá lögreglunni á Suðurlandi: Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi látinn laus en sætir farbanni Lögreglan á Suðurlandi hefur frá 27. apríl sl. haft til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann dag. Karlmaður sem handtekinn var á vettvangi var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem hefur verið framlengt endurtekið síðan, nú síðast með úrskurði sem gilti til 31. ágúst. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana konunnar, en rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil. Í gær gerði lögreglustjóri kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Sú ákvörðun byggir á því mati lögreglu að ekki standi lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst í gærkvöldi á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði karlmanninn í farbann til 1. desember nk. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 10, 31. ágúst 2023.
Tilkynning in frá lögreglunni á Suðurlandi: Karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi látinn laus en sætir farbanni Lögreglan á Suðurlandi hefur frá 27. apríl sl. haft til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann dag. Karlmaður sem handtekinn var á vettvangi var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem hefur verið framlengt endurtekið síðan, nú síðast með úrskurði sem gilti til 31. ágúst. Karlmaðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana konunnar, en rannsóknin hefur verið mjög umfangsmikil. Í gær gerði lögreglustjóri kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um að karlmaðurinn yrði úrskurðaður í farbann í stað frekara gæsluvarðhalds. Sú ákvörðun byggir á því mati lögreglu að ekki standi lengur skilyrði til gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Suðurlands féllst í gærkvöldi á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði karlmanninn í farbann til 1. desember nk. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira