Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2023 15:56 Lögreglumaður fjarlægir bakpoka annaras mótmælandans. Vísir Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. Það var á þriðja tímanum í dag sem Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou komu niður úr tunnunum og voru færðar á brott í lögreglubíl. Þá höfðu mótmælaaðgerðir þeirra staðið yfir í einn og hálfan sólarhring. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamann okkar á vettvangi, að Hvalur hf. hafi kært konurnar fyrir húsbrot. Þær hafi verið fluttar á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem heilbrigðisstarfsfólk hafi skoðað ástand þeirra. Anahita hafði verið án vatns og matar í vel á annan sólarhring en bakpoki hennar með vistum var fjarlægður af lögreglu. Þeim stóð til boða að koma niður úr tunnunum og fá mat og drykk. Lögregla hafnaði hins vegar að færa aðgerðarsinnunum mat. „Ef þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi þá hefðum við farið með þær á sjúkrahús,“ segir Ásgeir. Hann segir að bakpokinn hafi verið tekinn af Anahitu til þess að stytta mótmælin, auka líkurnar á að þeim lyki fyrr en ella. Sú aðgerð hefur verið gagnrýnd, meðal annars af framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ef þú kæmir að einhverjum í stofunni þinni með bakpoka og nesti, þá myndir þú ekki telja það mannréttindi þess einstaklings að fá að vera með töskuna og nesti,“ segir Ásgeir. Það hafi ekki verið mistök að taka töskuna af þeim. Hann tekur fram að konurnar hafi verið samstarfsfúsar allan tímann og að samskipti þeirra og lögreglu hafi verið mjög kurteisisleg. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er efins um þessa aðgerð lögreglu. Hann ræddi hana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Lögreglumál Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12 Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn mann nema Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Það var á þriðja tímanum í dag sem Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou komu niður úr tunnunum og voru færðar á brott í lögreglubíl. Þá höfðu mótmælaaðgerðir þeirra staðið yfir í einn og hálfan sólarhring. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur, fréttamann okkar á vettvangi, að Hvalur hf. hafi kært konurnar fyrir húsbrot. Þær hafi verið fluttar á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem heilbrigðisstarfsfólk hafi skoðað ástand þeirra. Anahita hafði verið án vatns og matar í vel á annan sólarhring en bakpoki hennar með vistum var fjarlægður af lögreglu. Þeim stóð til boða að koma niður úr tunnunum og fá mat og drykk. Lögregla hafnaði hins vegar að færa aðgerðarsinnunum mat. „Ef þær hefðu verið í mjög slæmu ástandi þá hefðum við farið með þær á sjúkrahús,“ segir Ásgeir. Hann segir að bakpokinn hafi verið tekinn af Anahitu til þess að stytta mótmælin, auka líkurnar á að þeim lyki fyrr en ella. Sú aðgerð hefur verið gagnrýnd, meðal annars af framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ef þú kæmir að einhverjum í stofunni þinni með bakpoka og nesti, þá myndir þú ekki telja það mannréttindi þess einstaklings að fá að vera með töskuna og nesti,“ segir Ásgeir. Það hafi ekki verið mistök að taka töskuna af þeim. Hann tekur fram að konurnar hafi verið samstarfsfúsar allan tímann og að samskipti þeirra og lögreglu hafi verið mjög kurteisisleg. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er efins um þessa aðgerð lögreglu. Hann ræddi hana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Lögreglumál Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12 Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn mann nema Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Furðar sig á að sjúkralið taki við skipunum frá lögreglu Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar. 5. september 2023 10:12
Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. 4. september 2023 18:35