Hvaða leikmenn gæti Sádi-Arabía reynt að lokka til sín fyrir gluggalok? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 21:30 Þessir þrír gætu endað í Sádi-Arabíu að mati ESPN. EPA PHOTO Félagaskiptaglugginn í Sádi-Arabíu lokar á fimmtudag. Knattspyrnufélög þar í landi geta því enn sótt leikmenn þó glugginn í stærstu deildum Evrópu sé nú lokaður. Að því tilefni tók ESPN saman nokkur af helstu nöfnunum sem eru orðuð við Sádi-Arabíu um þessar mundir og velti fyrir sér hvort eitthvað af þeim nöfnum gætu fært sig um set áður en glugginn þar í landi lokar. Mohamed Salah, 31 árs framherji Egyptinn hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu undanfarna daga en Liverpool neitar að selja þó svo að tilboðið hljóði upp á gull og græna skóga. Þá myndi Salah fá einkar vel borgað í Sádi-Arabíu. David De Gea, 32 ára markvörður Samningur De Gea við Manchester United rann út í sumar og hann er enn samningslaus. Er enn á góðum aldri fyrir markvörð og þrátt fyrir að hafa verið óstöðugur á síðustu leiktíð ætti hann að vera töluvert betri en meðalmarkvörðurinn í Sádi-Arabíu. ESPN segir hann passa fullkomlega í lið eins og Al Nassr eða Al Ittihad. Roberto Pereyra, 32 ára miðjumaður Fjölhæfur miðjumaður sem virðist sama hvar hann spilar. Hefur á undanfarinn áratug spilað fyrir Juventus, Watford og Udinese. Ólst upp hjá River Plate í Argentínu og nú er kominn tími til að færa sig út fyrir Evrópu. Hugo Lloris, 36 ára gamall markvörður Hugo Lloris gæti farið til Sádi-Arabíu að mati ESPN.Getty Images/Aurelien Meunier Samningsbundinn Tottenham Hotspur til sumarsins 2024 en ljóst er að tími hans hjá félaginu er liðinn. Var orðaður við lið á borð við Marseille, Nice og Lazio í sumar en nú er það einfaldlega Sádi-Arabía eða einfaldlega varaliðið hjá Tottenham. Donny van de Beek, 26 ára gamall miðjumaður Hollendingurinn var ekki hluti af Meistaradeildarhóp Man United og er að öllum líkindum á leið frá félaginu. Hefur verið óheppinn með meiðsli og þó svo að Man Utd sé þunnskipað á miðsvæðinu virðist Erik ten Hag ekki treysta Donny til að spila þar. Paul Poga, 30 ára gamall miðjumaður Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus.Jonathan Moscrop/Getty Images Endurkoma Pogba til Juventus hefur verið hrein og bein hörmung. Er enn á ný að glíma við meiðsli og alls óvíst hversu mikið hann mun spila á næstunni. Juventus er eflaust til í að losna við hann af launaskrá og í Sádi-Arabíu gæti hann jafnvel hækkað í launum. Önnur nöfn á listanum eru João Palhinha, Marco Veratti, Eden Hazard, Jesse Lingard og Malang Sarr. Þá er Demarai Gray, leikmaður Everton, við það að ganga í raðir Al Ettifaq. Gray var ekki á listanum hjá ESPN en það virðist næsta öruggt að leikmaðurinn gangi til liðs við Steven Gerrard og lærisveina hans. Understand Demarai Gray deal with Al Ettifaq is now advancing to final stages! #AlEttifaqAll done on the player side and getting closer also between clubs with Everton.Gray, expected to sign four year deal as new Al Ettifaq player. He already gave green light last week. pic.twitter.com/p4EhGTDXHT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2023 Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Að því tilefni tók ESPN saman nokkur af helstu nöfnunum sem eru orðuð við Sádi-Arabíu um þessar mundir og velti fyrir sér hvort eitthvað af þeim nöfnum gætu fært sig um set áður en glugginn þar í landi lokar. Mohamed Salah, 31 árs framherji Egyptinn hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu undanfarna daga en Liverpool neitar að selja þó svo að tilboðið hljóði upp á gull og græna skóga. Þá myndi Salah fá einkar vel borgað í Sádi-Arabíu. David De Gea, 32 ára markvörður Samningur De Gea við Manchester United rann út í sumar og hann er enn samningslaus. Er enn á góðum aldri fyrir markvörð og þrátt fyrir að hafa verið óstöðugur á síðustu leiktíð ætti hann að vera töluvert betri en meðalmarkvörðurinn í Sádi-Arabíu. ESPN segir hann passa fullkomlega í lið eins og Al Nassr eða Al Ittihad. Roberto Pereyra, 32 ára miðjumaður Fjölhæfur miðjumaður sem virðist sama hvar hann spilar. Hefur á undanfarinn áratug spilað fyrir Juventus, Watford og Udinese. Ólst upp hjá River Plate í Argentínu og nú er kominn tími til að færa sig út fyrir Evrópu. Hugo Lloris, 36 ára gamall markvörður Hugo Lloris gæti farið til Sádi-Arabíu að mati ESPN.Getty Images/Aurelien Meunier Samningsbundinn Tottenham Hotspur til sumarsins 2024 en ljóst er að tími hans hjá félaginu er liðinn. Var orðaður við lið á borð við Marseille, Nice og Lazio í sumar en nú er það einfaldlega Sádi-Arabía eða einfaldlega varaliðið hjá Tottenham. Donny van de Beek, 26 ára gamall miðjumaður Hollendingurinn var ekki hluti af Meistaradeildarhóp Man United og er að öllum líkindum á leið frá félaginu. Hefur verið óheppinn með meiðsli og þó svo að Man Utd sé þunnskipað á miðsvæðinu virðist Erik ten Hag ekki treysta Donny til að spila þar. Paul Poga, 30 ára gamall miðjumaður Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus.Jonathan Moscrop/Getty Images Endurkoma Pogba til Juventus hefur verið hrein og bein hörmung. Er enn á ný að glíma við meiðsli og alls óvíst hversu mikið hann mun spila á næstunni. Juventus er eflaust til í að losna við hann af launaskrá og í Sádi-Arabíu gæti hann jafnvel hækkað í launum. Önnur nöfn á listanum eru João Palhinha, Marco Veratti, Eden Hazard, Jesse Lingard og Malang Sarr. Þá er Demarai Gray, leikmaður Everton, við það að ganga í raðir Al Ettifaq. Gray var ekki á listanum hjá ESPN en það virðist næsta öruggt að leikmaðurinn gangi til liðs við Steven Gerrard og lærisveina hans. Understand Demarai Gray deal with Al Ettifaq is now advancing to final stages! #AlEttifaqAll done on the player side and getting closer also between clubs with Everton.Gray, expected to sign four year deal as new Al Ettifaq player. He already gave green light last week. pic.twitter.com/p4EhGTDXHT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2023
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira