„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 10:39 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir segir stöðuna í leikskólamálum ekki góða. vísir/egill Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. Ljóst er að margir foreldrar bíða óþreyjufullir eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Enn er óljóst hversu mörg börn eru á biðlista eftir plássi en samkvæmt svörum frá borginni er verið að taka þær tölur saman. Laugasól er einn af fjórtán leikskólum borgarinnar þar sem ekki er hægt að fullnýta öll pláss vegna framkvæmda eða áætlaðra framkvæmda. Alls eru 363 pláss ónýtanleg í borginni. Það þýðir þó ekki að þörf sé á viðhaldi í þeim öllum því viðhald á einum stað getur haft áhrif á annan. Sem dæmi; Í leikskólanum Hálsaskógi eru tólf ónýtanleg pláss vegna framkvæmda í tveimur húsum skólans. Á meðan nýtir Háslaskógur pláss í Ævintýraborg í Vogabyggð og því 38 pláss ónýtanleg þar. Í Grandaborg er ekki hægt að nýta 39 pláss vegna framkvæmda og á meðan eru börnin tímabundið í Hagaborg og Gullborg og á meðan eru 19 pláss eru ónýtanleg í Hagaborg og 17 á Gullborg. Í Laugasól er slæm innivist í báðum húsum og framkvæmdir áætlaðar og því ekki hægt að nýta 30 pláss. Á leikskólanum Hlíð eru 54 ónýtanleg pláss vegna framkvæmda og eru börnin tímabundið í Ævintýraborg á Nauthólsvegi og því 23 pláss sem ekki er hægt að nýta þar. „Þetta er náttúrulega ekki góð staða. Við erum í risastóru viðhaldsátaki á leikskólahúsnæði um alla borg á sama tíma og íbúum fjölgar núna á sama tíma meira en nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Einar Þorsteinsson, oddiviti Framsóknar í borginni. Þá sé börnum að fjölga og borgin sé að reyna anna eftirspurn með uppbyggingu leikskóla. „Vonandi tveir í viðbót núna til áramóta og fimm eftir áramót.“ „En staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona,“ segir Einar sem er þó bjartsýnn á að leikskólavandinn verði leystur. „Ég meina það skortir ekki pólitískan vilja og það skortir ekki fjármagn til að fara í þessi verkefni og það eru allavega tveir mikilvægir þættir sem þarf til að leysa leikskólavandann,“ segir Einar jafnframt. Leikskólar Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Ljóst er að margir foreldrar bíða óþreyjufullir eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Enn er óljóst hversu mörg börn eru á biðlista eftir plássi en samkvæmt svörum frá borginni er verið að taka þær tölur saman. Laugasól er einn af fjórtán leikskólum borgarinnar þar sem ekki er hægt að fullnýta öll pláss vegna framkvæmda eða áætlaðra framkvæmda. Alls eru 363 pláss ónýtanleg í borginni. Það þýðir þó ekki að þörf sé á viðhaldi í þeim öllum því viðhald á einum stað getur haft áhrif á annan. Sem dæmi; Í leikskólanum Hálsaskógi eru tólf ónýtanleg pláss vegna framkvæmda í tveimur húsum skólans. Á meðan nýtir Háslaskógur pláss í Ævintýraborg í Vogabyggð og því 38 pláss ónýtanleg þar. Í Grandaborg er ekki hægt að nýta 39 pláss vegna framkvæmda og á meðan eru börnin tímabundið í Hagaborg og Gullborg og á meðan eru 19 pláss eru ónýtanleg í Hagaborg og 17 á Gullborg. Í Laugasól er slæm innivist í báðum húsum og framkvæmdir áætlaðar og því ekki hægt að nýta 30 pláss. Á leikskólanum Hlíð eru 54 ónýtanleg pláss vegna framkvæmda og eru börnin tímabundið í Ævintýraborg á Nauthólsvegi og því 23 pláss sem ekki er hægt að nýta þar. „Þetta er náttúrulega ekki góð staða. Við erum í risastóru viðhaldsátaki á leikskólahúsnæði um alla borg á sama tíma og íbúum fjölgar núna á sama tíma meira en nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Einar Þorsteinsson, oddiviti Framsóknar í borginni. Þá sé börnum að fjölga og borgin sé að reyna anna eftirspurn með uppbyggingu leikskóla. „Vonandi tveir í viðbót núna til áramóta og fimm eftir áramót.“ „En staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona,“ segir Einar sem er þó bjartsýnn á að leikskólavandinn verði leystur. „Ég meina það skortir ekki pólitískan vilja og það skortir ekki fjármagn til að fara í þessi verkefni og það eru allavega tveir mikilvægir þættir sem þarf til að leysa leikskólavandann,“ segir Einar jafnframt.
Leikskólar Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira