Að greinast með gigt er ekki endastöð Sigrún Baldursdóttir skrifar 8. september 2023 09:01 Í dag 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara og er hann tileinkaður gigtarfólki um allan heim. Já það er stór hópur sem glímir við gigtarsjúkdóma á heimsvísu því að talið er að 1 af hverjum 5 einstaklingum glími við gigt. Talið er að það séu til yfir 100 mismunandi afbrigði gigtarsjúkdóma, slitgigt, iktsýki og vefjagigt eru þar útbreiddastir. Gigtin fer ekki í manngreinarálit, gigtin spyr ekki um aldur. Börn, ungmenni, fullorðnir og heldra fólk glímir við þennan sjúkdómsflokk. Slitgigtin fer að hrjá marga eftir því sem líður á æviskeiðið og fáir sem verða ekkert varir við hana. Vefjagigtin og iktsýkin og fleiri bólgusjúkdómar geta komið fram á hvaða aldursskeiði sem er. Gigtarsjúkdómar eru í flestum tilfellum langvinnir sem þýðir að ekki er hægt að bíða storminn af sér heldur verður að lifa með sjúkdómnum og að passa að verða ekki að sjúkdómnum. Það er kúnst og það er lærdómur og þá þarf fagleg hjálp að koma til. Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í meðferð, stuðningi og fræðslu til handa þessum hópi. Gigtin hefur nefnilega tilhneiginu til að ræna fólki líkamlegri heilsu, draga úr daglegri færni og verkir, þreyta og vanlíðan verður daglegt brauð. Líkamleg einkenni eru margþætt og ólík milli sjúkdóma og milli einstaklinga, stoðkerfið verður þó oftast einna harðast úti í glímunni við gigtina. Mikil framþróun hefur orðið í lyfjameðferð við mörgum gigtarsjúkdómum en þó ekki jafnmikil í þeim tveimur fjölmennustu sem eru slitgigt og vefjagigt. Sjúkraþjálfarar gegna mjög stóru hlutverki í meðferð þessa sjúklingahóps og geta bætt lífsgæði, færni og líðan þeirra til muna. Undirrituð hefur lifað, hrærst, frætt og meðhöndlað fólk með gigt í yfir 30 ár. Fræðin og vísindin gefa okkur mikilvægar upplýsingar hvaða meðferð er hjálpleg í gigtarsjúkdómum en þekking og næmi fyrir þörfum hvers einstakling er ekki síður mikilvæg. Hver einstaklingur er nefninlega einstakur og þarf sértæka nálgun. Hvað sjúkdómurinn heitir skiptir kannski ekki mestu máli í þeirri nálgun heldur að greina hvað er að, hvað er hægt að gera til að bæta heilsu viðkomandi og hvaða fagaðilar aðrir þurfa þar að koma að borðinu. Að vinna að því að viðhalda og hámarka getu er einn af hornsteinunum. Þar spilar dagleg hreyfing til góðs stóran þátt og til þess þarf að kenna fólki hvað er hjálplegt og hvað er nóg. Til eru allskonar viðmið sem eru talin vera eðlileg, en geta gigtarsjúklinga passar oft ekki inn í þau módel. Hlutverk sjúkraþjálfara er að meta líkamsástand og gera meðferðaráætlun, hjálpa fólki að læra inn á getu og mörk, kenna fólki að hreyfa liði og vöðva, bera sig vel og vinna með hjálpleg ráð í daglegu lífi. Að þekkja sjúkdóm sinn, að þekkja og nota hjálplegan lífsstíl og ráð, að láta sjúkdóm ekki stjórna lífi og hamingju manns er mikilvægt fararnesti fyrir alla sem glíma við langvinn veikindi. En til þess þarf faglega hjálp, skilning, stuðning og slatta af „Pollýönnu“ farteskinu. Ekki láta gigtina ræna þig lífshamingjunni – leitaðu eftir hjálpinni – lærðu að lifa með gigtinni. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í dag 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara og er hann tileinkaður gigtarfólki um allan heim. Já það er stór hópur sem glímir við gigtarsjúkdóma á heimsvísu því að talið er að 1 af hverjum 5 einstaklingum glími við gigt. Talið er að það séu til yfir 100 mismunandi afbrigði gigtarsjúkdóma, slitgigt, iktsýki og vefjagigt eru þar útbreiddastir. Gigtin fer ekki í manngreinarálit, gigtin spyr ekki um aldur. Börn, ungmenni, fullorðnir og heldra fólk glímir við þennan sjúkdómsflokk. Slitgigtin fer að hrjá marga eftir því sem líður á æviskeiðið og fáir sem verða ekkert varir við hana. Vefjagigtin og iktsýkin og fleiri bólgusjúkdómar geta komið fram á hvaða aldursskeiði sem er. Gigtarsjúkdómar eru í flestum tilfellum langvinnir sem þýðir að ekki er hægt að bíða storminn af sér heldur verður að lifa með sjúkdómnum og að passa að verða ekki að sjúkdómnum. Það er kúnst og það er lærdómur og þá þarf fagleg hjálp að koma til. Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í meðferð, stuðningi og fræðslu til handa þessum hópi. Gigtin hefur nefnilega tilhneiginu til að ræna fólki líkamlegri heilsu, draga úr daglegri færni og verkir, þreyta og vanlíðan verður daglegt brauð. Líkamleg einkenni eru margþætt og ólík milli sjúkdóma og milli einstaklinga, stoðkerfið verður þó oftast einna harðast úti í glímunni við gigtina. Mikil framþróun hefur orðið í lyfjameðferð við mörgum gigtarsjúkdómum en þó ekki jafnmikil í þeim tveimur fjölmennustu sem eru slitgigt og vefjagigt. Sjúkraþjálfarar gegna mjög stóru hlutverki í meðferð þessa sjúklingahóps og geta bætt lífsgæði, færni og líðan þeirra til muna. Undirrituð hefur lifað, hrærst, frætt og meðhöndlað fólk með gigt í yfir 30 ár. Fræðin og vísindin gefa okkur mikilvægar upplýsingar hvaða meðferð er hjálpleg í gigtarsjúkdómum en þekking og næmi fyrir þörfum hvers einstakling er ekki síður mikilvæg. Hver einstaklingur er nefninlega einstakur og þarf sértæka nálgun. Hvað sjúkdómurinn heitir skiptir kannski ekki mestu máli í þeirri nálgun heldur að greina hvað er að, hvað er hægt að gera til að bæta heilsu viðkomandi og hvaða fagaðilar aðrir þurfa þar að koma að borðinu. Að vinna að því að viðhalda og hámarka getu er einn af hornsteinunum. Þar spilar dagleg hreyfing til góðs stóran þátt og til þess þarf að kenna fólki hvað er hjálplegt og hvað er nóg. Til eru allskonar viðmið sem eru talin vera eðlileg, en geta gigtarsjúklinga passar oft ekki inn í þau módel. Hlutverk sjúkraþjálfara er að meta líkamsástand og gera meðferðaráætlun, hjálpa fólki að læra inn á getu og mörk, kenna fólki að hreyfa liði og vöðva, bera sig vel og vinna með hjálpleg ráð í daglegu lífi. Að þekkja sjúkdóm sinn, að þekkja og nota hjálplegan lífsstíl og ráð, að láta sjúkdóm ekki stjórna lífi og hamingju manns er mikilvægt fararnesti fyrir alla sem glíma við langvinn veikindi. En til þess þarf faglega hjálp, skilning, stuðning og slatta af „Pollýönnu“ farteskinu. Ekki láta gigtina ræna þig lífshamingjunni – leitaðu eftir hjálpinni – lærðu að lifa með gigtinni. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun