Tilvistarkreppa ólífuolíunnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. september 2023 14:45 Búist er við að neysla á ólífuolíu dragist saman um allt að 40 prósent á þessu ári. Getty Ólífuuppskeran á Spáni hefur hrunið á undanförnum mánuðum vegna viðvarandi þurrka. Verð hefur hækkað upp úr öllu valdi og neytendur segjast þurfa að skera niður innkaup á annarri matvöru til að hafa efni á ólífuolíunni. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum Ólífuolían er hornsteinn spænskrar matargerðar enda er Spánn stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum. Hilluplássið fyrir ólífuolíu í stórmörkuðum er mælt í tugum metra. Og verðið getur verið allt frá örfáum evrum á lítrann upp í andvirði 50 til 60.000 króna fyrir lítrann. Og það er vandfundið það spænska heimili þar sem ekki er til ólífuolía. En þeim kann að fara fjölgandi. Því ólífuolían er í tilvistarkreppu, hún er nefnilega orðin svo dýr, dýrari en nokkru sinni áður. Engin matvara hefur hækkað eins mikið á Spáni að undanförnu, eða um tæp 40% á einu ári. Samdráttur í neyslu og útflutningi Búist er við að neyslan dragist saman um allt að 40% prósent á þessu ári og útflutningur dregst saman um svipað. Spænska dagblaðið El País ræddi á dögunum við neytendur í kjörbúðum sem allir sögðu að þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir þá myndu þeir ekki hætta að kaupa ólífuolíu, það sé ómögulegt, hún sé svo ríkur hluti spænskrar menningar. Frekar myndu þeir kaupa minna og ódýrara af annarri matvöru. Þá nefndu sumir að þeir myndu hugsanlega nota ólífuolíuna sjaldnar, við hátíðlegri tilefni, en skipta kannski hversdags yfir í sólblóma-, repju eða pálmaolíu. Uppskeran hefur hrunið vegna langvarandi þurrka Ástæða þessara miklu hækkana er lélegri ólífuuppskera. Síðasta uppskera gaf einungis af sér 660.000 tonn af ólífum, en meðaluppskera er venjulega um ein og hálf milljón tonna. Og útlitið fyrir komandi uppskeru er ekki gott. Einfaldlega ef því að það rignir ekki og bændur eiga í erfiðleikum með að útvega vatn til að vökva ólífulundina. Bændur hafa þó ekki misst alla von og treysta á hressilegar haustrigningar. Guð láti gott á vita. Spánn Matvælaframleiðsla Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum Ólífuolían er hornsteinn spænskrar matargerðar enda er Spánn stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum. Hilluplássið fyrir ólífuolíu í stórmörkuðum er mælt í tugum metra. Og verðið getur verið allt frá örfáum evrum á lítrann upp í andvirði 50 til 60.000 króna fyrir lítrann. Og það er vandfundið það spænska heimili þar sem ekki er til ólífuolía. En þeim kann að fara fjölgandi. Því ólífuolían er í tilvistarkreppu, hún er nefnilega orðin svo dýr, dýrari en nokkru sinni áður. Engin matvara hefur hækkað eins mikið á Spáni að undanförnu, eða um tæp 40% á einu ári. Samdráttur í neyslu og útflutningi Búist er við að neyslan dragist saman um allt að 40% prósent á þessu ári og útflutningur dregst saman um svipað. Spænska dagblaðið El País ræddi á dögunum við neytendur í kjörbúðum sem allir sögðu að þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir þá myndu þeir ekki hætta að kaupa ólífuolíu, það sé ómögulegt, hún sé svo ríkur hluti spænskrar menningar. Frekar myndu þeir kaupa minna og ódýrara af annarri matvöru. Þá nefndu sumir að þeir myndu hugsanlega nota ólífuolíuna sjaldnar, við hátíðlegri tilefni, en skipta kannski hversdags yfir í sólblóma-, repju eða pálmaolíu. Uppskeran hefur hrunið vegna langvarandi þurrka Ástæða þessara miklu hækkana er lélegri ólífuuppskera. Síðasta uppskera gaf einungis af sér 660.000 tonn af ólífum, en meðaluppskera er venjulega um ein og hálf milljón tonna. Og útlitið fyrir komandi uppskeru er ekki gott. Einfaldlega ef því að það rignir ekki og bændur eiga í erfiðleikum með að útvega vatn til að vökva ólífulundina. Bændur hafa þó ekki misst alla von og treysta á hressilegar haustrigningar. Guð láti gott á vita.
Spánn Matvælaframleiðsla Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira