Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Móðir barns í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ gagnrýnir skólastjórnendur fyrir léleg samskipti eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um son hennar, sem kennari skráði í stílabók, fóru í dreifingu. Hún segir skólann reyna að fegra sig eftir á.
Næringarfræðingur segir fólk ekki þurfa að hafa of miklar áhyggjur af áti á svokölluðum gjörunnum matvælum. Vissulega sé betra að borða minna unninn mat en borði fólk einnig næringarríkan mat á móti sé ekkert að óttast.
Þá ræðir Magnús Hlynur fréttamaður okkar við þyrluflugmann á Ólafsfirði en íslensk þyrlufyrirtæki hafa malað gull í sumar á ferðamönnum, einkum í kringum eldgosið á Reykjanesi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.