Launahæsti varnarmaðurinn í NFL: „Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 14:04 Nick Bosa er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Vísir/Getty Nick Bosa skrifaði á dögunum undir samning við San Fransisco 49ers sem gerir hann að hæstlaunaðasta varnarmanni í sögu NFL. Nick Bosa hefur verið lykilmaður í vörn San Fransisco 49ers síðan liðið valdi hann í nýliðavalinu árið 2019. Samningur hans við félagið rann út að loknu síðasta tímabili og eftir langar samningaviðræður skrifaði Bosa loksins undir samning við félagið í vikunni. Bosa skrifaði undir samning til næstu fimm ára. Hann fær 170 milljónir dollara á samningstímanum og er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL og sá hæstlaunaðasti í deildinni ef leikstjórnendur eru frátaldir. Í grein The Athletic er rætt við móður Bosa sem segir frá ferlinu þegar samningaviðræður stóðu yfir. The highest paid defensive players in NFL history by APY...1 Nick Bosa, 49ers: $34M2 Aaron Donald, Rams: $31.7M3 T.J. Watt, Steelers: $28Mhttps://t.co/GbY98P6Ap8— The Athletic (@TheAthletic) September 6, 2023 „Þetta var eins og „Groundhog day“. Ég eyddi flestum dögum í að ganga um húsið að bíða eftir símtalinu. Ég gat ekki setið kyrr. Ég gat ekki farið neitt. Ég vildi ekki fara á skrifstofuna mína. Ég vissi ekki hvort ég vildi vera ein að vera með Nick. Þetta var hræðilegt,“ sagði Cheryl Bosa um stöðuna áður en skrifað var undir samninginn. „Þegar tímabilið byrjaði urðu dagarnir verri og verri. Hann hélt sinni rútínu. Hann æfði tvisvar á dag og kom til mín til að borða morgunmat og kvöldmat. Þetta var erfitt því það hefði verið hægt að klára þetta fyrir sex vikum síðan. Þetta var farið að gera okkur þunglynd.“ Á miðvikudaginn fékk Cheryl síðan símtalið sem hún var búin að bíða eftir. „Ég fékk samninginn og ég er svangur,“ voru orðin sem sonur hennar sagði í símanum. Cheryl fagnaði sem óð væri og fór svo út í búð og keypti í matinn fyrir strákinn. „Á meðan hann var að borða hringdi síminn og honum sagt að flugvél biði eftir honum til að flytja hann til Santa Clara. Hann var farinn.“ Fjórir í fjölskyldunni valdir í fyrstu umferð Eins og áður segir er Nick Bosa nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Hvernig tókst honum að ná í svona stóran samning? „Þetta er fjölskyldutengt. Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Við erum með fjóra í fjölskyldunni sem hafa verið valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. John pabbi Nick, bróðir minn og báðir synir mínir,“ sagði Cheryl en Joey Bosa, bróðir Nick, leikur með Los Angeles Chargers í NFL-deildinni. Cheryl hrósaði umboðsmanninum Brian Ayrault í hástert. Hann er einnig umboðsmaður Joe Burrow sem skrifaði undir stærsta samning í sögu NFL-deildarinnar daginn eftir að Bosa kláraði sín mál. „Umboðsmaðurinn hans er ótrúlegur. Við erum öll á sömu blaðsíðu. Það gerði starf Brian auðveldara og að lokum var það hann og hans samningatækni sem landaði samningnum. Hann var skýr við forráðamenn San Fransisco 49ers um að þetta myndi gerast með eða án þeirra. Nick myndi fá samninginn hjá þessu liði eða bara einhverju öðru.“ Nick Bosa verður með 49ers í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburgh Steelers nú á eftir. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Sjá meira
Nick Bosa hefur verið lykilmaður í vörn San Fransisco 49ers síðan liðið valdi hann í nýliðavalinu árið 2019. Samningur hans við félagið rann út að loknu síðasta tímabili og eftir langar samningaviðræður skrifaði Bosa loksins undir samning við félagið í vikunni. Bosa skrifaði undir samning til næstu fimm ára. Hann fær 170 milljónir dollara á samningstímanum og er nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL og sá hæstlaunaðasti í deildinni ef leikstjórnendur eru frátaldir. Í grein The Athletic er rætt við móður Bosa sem segir frá ferlinu þegar samningaviðræður stóðu yfir. The highest paid defensive players in NFL history by APY...1 Nick Bosa, 49ers: $34M2 Aaron Donald, Rams: $31.7M3 T.J. Watt, Steelers: $28Mhttps://t.co/GbY98P6Ap8— The Athletic (@TheAthletic) September 6, 2023 „Þetta var eins og „Groundhog day“. Ég eyddi flestum dögum í að ganga um húsið að bíða eftir símtalinu. Ég gat ekki setið kyrr. Ég gat ekki farið neitt. Ég vildi ekki fara á skrifstofuna mína. Ég vissi ekki hvort ég vildi vera ein að vera með Nick. Þetta var hræðilegt,“ sagði Cheryl Bosa um stöðuna áður en skrifað var undir samninginn. „Þegar tímabilið byrjaði urðu dagarnir verri og verri. Hann hélt sinni rútínu. Hann æfði tvisvar á dag og kom til mín til að borða morgunmat og kvöldmat. Þetta var erfitt því það hefði verið hægt að klára þetta fyrir sex vikum síðan. Þetta var farið að gera okkur þunglynd.“ Á miðvikudaginn fékk Cheryl síðan símtalið sem hún var búin að bíða eftir. „Ég fékk samninginn og ég er svangur,“ voru orðin sem sonur hennar sagði í símanum. Cheryl fagnaði sem óð væri og fór svo út í búð og keypti í matinn fyrir strákinn. „Á meðan hann var að borða hringdi síminn og honum sagt að flugvél biði eftir honum til að flytja hann til Santa Clara. Hann var farinn.“ Fjórir í fjölskyldunni valdir í fyrstu umferð Eins og áður segir er Nick Bosa nú hæstlaunaðasti varnarmaður í sögu NFL. Hvernig tókst honum að ná í svona stóran samning? „Þetta er fjölskyldutengt. Við erum ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Við erum með fjóra í fjölskyldunni sem hafa verið valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. John pabbi Nick, bróðir minn og báðir synir mínir,“ sagði Cheryl en Joey Bosa, bróðir Nick, leikur með Los Angeles Chargers í NFL-deildinni. Cheryl hrósaði umboðsmanninum Brian Ayrault í hástert. Hann er einnig umboðsmaður Joe Burrow sem skrifaði undir stærsta samning í sögu NFL-deildarinnar daginn eftir að Bosa kláraði sín mál. „Umboðsmaðurinn hans er ótrúlegur. Við erum öll á sömu blaðsíðu. Það gerði starf Brian auðveldara og að lokum var það hann og hans samningatækni sem landaði samningnum. Hann var skýr við forráðamenn San Fransisco 49ers um að þetta myndi gerast með eða án þeirra. Nick myndi fá samninginn hjá þessu liði eða bara einhverju öðru.“ Nick Bosa verður með 49ers í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburgh Steelers nú á eftir. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Sjá meira