Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Bjarki Sigurðsson skrifar 10. september 2023 20:16 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Ívar Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. Á fimmtudaginn í síðustu viku mættu nokkrir meðlimir hóps sem kallar sig Samtökin 22 í Langholtsskóla í Reykjavík og heimtuðu svör hvers vegna veggspjöld sem fjölluðu um kynlíf og kynhneigð væru hengd á veggi skólans. Þeim var vikið úr húsnæðinu af starfsmönnum þar. Skólastjórnendur varaðir við Einn meðlimur samtakanna birti myndband af heimsókninni á Facebook. Samtökin voru ekki sátt með að vera vikið í burtu og sögðu ítrekað að grunnskólinn væri opinber staður og því væru þau í fullum rétti til að vera á svæðinu. Í kjölfar þessarar uppákomu var sendur út póstur á alla skóla, félags- og frístundamiðstöðvar þar sem varað var við hópnum. Var þar meðal annars sagt að starfsfólk þurfi að snúa bökum saman. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir hópinn ekki geta mætt án leyfis í hvaða skóla sem er. „Skóli er einfaldlega vettvangur náms og kennslu. Þangað eiga erindi eingöngu kennarar, starfsfólk skóla, nemendur og svo foreldrar. Sem eru í samskiptum við skólann. Það skiptir miklu máli að skólar séu opnir þannig að foreldrar séu velkomnir. En þetta á ekki að gerast,“ segir Helgi. Eru að fylgja lögum Hann segir uppákomur eins og þessa geta orðið til þess að starfsfólk skóla eigi erfitt með að fræða og kenna börnum. „Við erum að fylgja því sem segir í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá, alþjóðlegum samþykktum sem við höfum undirgengist. Það skiptir miklu máli að starfsfólk okkar sé öruggt í því umhverfi og fylgi þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið og sveitarfélagið er að boða. Það má ekki verða til þess að sá óöryggi í þeirra huga því kynfræðsla, fræðsla um hinseginleikann, kynin og allt jafnréttis sem við viljum starfa eftir í íslensku samfélagi, að þeir séu öruggir í þeirri fræðslu og kennslu,“ segir Helgi. Reykjavík Skóla - og menntamál Hinsegin Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Á fimmtudaginn í síðustu viku mættu nokkrir meðlimir hóps sem kallar sig Samtökin 22 í Langholtsskóla í Reykjavík og heimtuðu svör hvers vegna veggspjöld sem fjölluðu um kynlíf og kynhneigð væru hengd á veggi skólans. Þeim var vikið úr húsnæðinu af starfsmönnum þar. Skólastjórnendur varaðir við Einn meðlimur samtakanna birti myndband af heimsókninni á Facebook. Samtökin voru ekki sátt með að vera vikið í burtu og sögðu ítrekað að grunnskólinn væri opinber staður og því væru þau í fullum rétti til að vera á svæðinu. Í kjölfar þessarar uppákomu var sendur út póstur á alla skóla, félags- og frístundamiðstöðvar þar sem varað var við hópnum. Var þar meðal annars sagt að starfsfólk þurfi að snúa bökum saman. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir hópinn ekki geta mætt án leyfis í hvaða skóla sem er. „Skóli er einfaldlega vettvangur náms og kennslu. Þangað eiga erindi eingöngu kennarar, starfsfólk skóla, nemendur og svo foreldrar. Sem eru í samskiptum við skólann. Það skiptir miklu máli að skólar séu opnir þannig að foreldrar séu velkomnir. En þetta á ekki að gerast,“ segir Helgi. Eru að fylgja lögum Hann segir uppákomur eins og þessa geta orðið til þess að starfsfólk skóla eigi erfitt með að fræða og kenna börnum. „Við erum að fylgja því sem segir í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá, alþjóðlegum samþykktum sem við höfum undirgengist. Það skiptir miklu máli að starfsfólk okkar sé öruggt í því umhverfi og fylgi þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið og sveitarfélagið er að boða. Það má ekki verða til þess að sá óöryggi í þeirra huga því kynfræðsla, fræðsla um hinseginleikann, kynin og allt jafnréttis sem við viljum starfa eftir í íslensku samfélagi, að þeir séu öruggir í þeirri fræðslu og kennslu,“ segir Helgi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Hinsegin Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent