Að missa stjórn á skapi sínu Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 11. september 2023 07:01 Ég hef búið langdvölum erlendis, og fylgist ekki með öllu sem gerist á Íslandi. Stundum rek ég samt augun í eitthvað sem vekur athygli mína. Þar á meðal var frétt um professor emeritus sem kom með flugi til Keflavíkur. Það gerist örugglega oft, en í þetta skipti virðist prófessorinn hafa misst stjórn á skapi sínu. Það er í sjálfu sér örugglega ekki óvenjulegt að fólk komi örþreytt úr flugi og þá er styttra í kveikjuþræðinum sem kveikir á skapsmununum. Það sem mér bregður fyrst og fremst við að sjá eru viðbrögð prófessorsins á eftir. Það voru vitni að atburðunum og þau lýsa ekki því sem prófessorinn heldur fram. Þau lýsa einstökum dónaskap og síðan fylgir prófessorinn dónaskapnum eftir þegar hann var kominn heim. Móðir er stödd með tvær ungar dætur sínar og þær taka tösku prófessorsins í misgripum eftir því sem allir nema háttvirtur prófessor segir. Hann er sannfærður um að þær hafi stolið töskunni og gefur sig ekki með það, sama hvað hver segir. Hann fór mikinn um klæðaburð móðurinnar sem hann segir hafa verið „í múslimabúningi“. Og hvað þá með það? Það kemur aldrei fram hvort prófessorinn hafi verið í jakkafötum, en það kemur fram að hann hafi hreytt ónotum í þær og sagt þeim að koma sér þangað sem þær komu frá. Sem er í þessu tilfelli Ísland. Það fer um mig hrollur að heyra að börn lendi í svona uppákomum. Börn eiga skilyrðislaust að njóta verndar skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fordómar fullorðinna eiga aldrei að ganga út yfir börn. Mér flýgur í hug hvort ekki hafi verið ástæða til að kalla til lögreglu til að hlífa börnunum. Mistök geta átt sér stað, og þá þarf að biðjast afsökunar hvernig sem fólk er klætt og sama hvaða þjóðfélagsstöðu viðkomandi gegnir. Það virðist háttvirtur prófessor ekki skilja. Höfundur er dósent við Høgskulen på Vestlandet. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18 Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07 Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Ég hef búið langdvölum erlendis, og fylgist ekki með öllu sem gerist á Íslandi. Stundum rek ég samt augun í eitthvað sem vekur athygli mína. Þar á meðal var frétt um professor emeritus sem kom með flugi til Keflavíkur. Það gerist örugglega oft, en í þetta skipti virðist prófessorinn hafa misst stjórn á skapi sínu. Það er í sjálfu sér örugglega ekki óvenjulegt að fólk komi örþreytt úr flugi og þá er styttra í kveikjuþræðinum sem kveikir á skapsmununum. Það sem mér bregður fyrst og fremst við að sjá eru viðbrögð prófessorsins á eftir. Það voru vitni að atburðunum og þau lýsa ekki því sem prófessorinn heldur fram. Þau lýsa einstökum dónaskap og síðan fylgir prófessorinn dónaskapnum eftir þegar hann var kominn heim. Móðir er stödd með tvær ungar dætur sínar og þær taka tösku prófessorsins í misgripum eftir því sem allir nema háttvirtur prófessor segir. Hann er sannfærður um að þær hafi stolið töskunni og gefur sig ekki með það, sama hvað hver segir. Hann fór mikinn um klæðaburð móðurinnar sem hann segir hafa verið „í múslimabúningi“. Og hvað þá með það? Það kemur aldrei fram hvort prófessorinn hafi verið í jakkafötum, en það kemur fram að hann hafi hreytt ónotum í þær og sagt þeim að koma sér þangað sem þær komu frá. Sem er í þessu tilfelli Ísland. Það fer um mig hrollur að heyra að börn lendi í svona uppákomum. Börn eiga skilyrðislaust að njóta verndar skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fordómar fullorðinna eiga aldrei að ganga út yfir börn. Mér flýgur í hug hvort ekki hafi verið ástæða til að kalla til lögreglu til að hlífa börnunum. Mistök geta átt sér stað, og þá þarf að biðjast afsökunar hvernig sem fólk er klætt og sama hvaða þjóðfélagsstöðu viðkomandi gegnir. Það virðist háttvirtur prófessor ekki skilja. Höfundur er dósent við Høgskulen på Vestlandet.
Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18
Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun