„Þá sprakk bara veggurinn“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. september 2023 21:14 Átta manns voru í innri sal Pure Deli þegar veggurinn gaf sig og reyk tók að streyma inn í rýmið. Vísir/Margrét Björk Kona sem var inni á veitingastaðnum Pure Deli í Ögurhvarfi í Kópavogi í kvöld þegar eldur kom upp segir litlu hafa munað að stórslys yrði þegar veggur veitingastaðarins sprakk að hluta til. Eldurinn kom upp í húsnæði Zo-On, við hlið Pure Deli. „Við sátum þarna í innri salnum að bíða eftir matnum okkar. Svo byrjaði að koma brunaboð úr reykskynjaranum og allt pípti og pípti. Við skildum ekkert hvaða læti þetta voru og töluðum við þann sem var að gera pizzurnar fyrir aftan okkur og spurði hvort þetta væri eðlilegt hljóð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir sem var inni á staðnum Pure Deli í fimm manna hópi. „Svo kom bara eins og það væri brestur og við hugsuðum að vatnskerfið væri farið í gang. Þá stóðum við upp og ætluðum að drífa okkur út. Þá sprakk bara veggurinn. Við hlupum út með reykinn fyrir aftan okkur.“ Fréttamaður hitti Kristínu fyrir við staðinn, þar sem hún var komin til að skila hnífapörum sem hún hafði í óðagotinu kippt með sér. „Það kom bara svartur reykur. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en við sáum þegar það byrjaði að skjótast af veggnum. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Íslendingar eru svo rólegir, þeir sitja alltaf bara kyrrir þótt það sé allt í gangi.“ Hún segir þá að fleiri viðskiptavinir hafi verið í innri salnum. „Við sátum sex við borðið, í innri salnum, og svo voru tveir aðrir þar. En hitt fólkið var allt frammi. Ég tók ekki eftir þessum tveimur en þeir hlupu bara út á sama tíma og við.“ Fólk hafi stokkið til og fært bíla sína til að greiða leið viðbragðsaðila að staðnum. „En ótrúlegt samt hvað allir voru rólegir. Einhverjir ætluðu að hlaupa aftur inn og ná í símana sína, en það var auðvitað ekkert í boði,“ segir Kristín. Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
„Við sátum þarna í innri salnum að bíða eftir matnum okkar. Svo byrjaði að koma brunaboð úr reykskynjaranum og allt pípti og pípti. Við skildum ekkert hvaða læti þetta voru og töluðum við þann sem var að gera pizzurnar fyrir aftan okkur og spurði hvort þetta væri eðlilegt hljóð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir sem var inni á staðnum Pure Deli í fimm manna hópi. „Svo kom bara eins og það væri brestur og við hugsuðum að vatnskerfið væri farið í gang. Þá stóðum við upp og ætluðum að drífa okkur út. Þá sprakk bara veggurinn. Við hlupum út með reykinn fyrir aftan okkur.“ Fréttamaður hitti Kristínu fyrir við staðinn, þar sem hún var komin til að skila hnífapörum sem hún hafði í óðagotinu kippt með sér. „Það kom bara svartur reykur. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en við sáum þegar það byrjaði að skjótast af veggnum. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Íslendingar eru svo rólegir, þeir sitja alltaf bara kyrrir þótt það sé allt í gangi.“ Hún segir þá að fleiri viðskiptavinir hafi verið í innri salnum. „Við sátum sex við borðið, í innri salnum, og svo voru tveir aðrir þar. En hitt fólkið var allt frammi. Ég tók ekki eftir þessum tveimur en þeir hlupu bara út á sama tíma og við.“ Fólk hafi stokkið til og fært bíla sína til að greiða leið viðbragðsaðila að staðnum. „En ótrúlegt samt hvað allir voru rólegir. Einhverjir ætluðu að hlaupa aftur inn og ná í símana sína, en það var auðvitað ekkert í boði,“ segir Kristín.
Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27