„Þetta er gríðarlegt högg“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2023 14:15 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir það gríðarlegt högg að sjá að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna samtakanna í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Hann kveðst þó vongóður um að því fáist breytt, verkefni samtakanna haldi áfram að stækka líkt og umræðan síðustu daga sýni fram á. Uppfært kl. 17:16: Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að rangt sé að Samtökin '78 fái ekki fjárframlag í fjárlagafrumvarpinu. Gert sé ráð fyrir að þær 40 milljónir sem runnið hafi til samtakanna á undanförnum árum geri það áfram. Nánar má lesa um það hér. Sá texti sem hér fer á eftir er úr upprunalegu fréttinni, áður en tilkynning barst frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra sagðist í fyrra ætla að beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 yrði gerður varanlegur. Kynnt var í fyrra að samtökin fengju 15 milljónir á ári í svokölluð varanleg framlög. Sagði Katrín framlög stjórnvalda til samtakanna hafa aukist jafnt og þétt frá því hún tók við forsætisráðuneytinu árið 2017. Þau hafi verið ríflega sex milljónir þá, en staðið í 40 milljónum árið 2021. 15 milljónirnar hafi bara verið hluti af framlögum til samtakanna. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2024 eru þær 15 milljónir felldar niður. Fjárheimildir til jafnréttismála eru lækkaðar um 35 milljónir króna og segir að það sé vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Annars vegar 20 milljóna króna framlag vegna aðgerða gegn hatursorðræðu, þingsályktunartillaga og hins vegar 15 milljóna króna framlag til Samtakanna '78. Vonar að þingfólk verði með þeim í liði „Þetta er gríðarlegt högg og það er erfitt að horfa upp á þetta. Það er augljóst miðað við samfélagsumræðuna síðustu daga að verkefnið verður stærra og stærra og við vonum innilega að þingfólk verði með okkur í liði,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78 í samtali við Vísi. Hann bendir á að samtökin séu meðal fimm stærstu félagasamtaka hér á landi sem sinni ráðgjöf á vegum ríkisins. Samtökin fái þó ekki sambærilegt fjármagn og önnur félagasamtök. „Þetta er þjónusta sem við veitum ríkinu og þetta er einstaklega slæmt vegna þess að verkefnunum fjölgar. Við eigum enn í smaningaviðræðum við hið opinbera um fjármögnun og ég vona að þær gangi vel. Við sjáum það að það hefur aldrei verið eins mikil þörf og nú á þjónustu Samtakanna '78 og ég trúi því ekki að einhver vilji að samtökin hætti að vieta þessa þjónustu.“ Hann segir fjárframlög ríkisins til Samtakanna '78 ekki standast samanburð við þau fjárframlög sem veitt séu til sambærilegra félagasamtaka á norðurlöndum. Ekki megi gleyma því að ekki sé um að ræða styrki. Þúsundir reiði sig á þjónustuna „Þetta eru ekki styrkir til okkar, þetta eru verkefni sem ríkið hefur sjálft farið fram á að við sinnum. Það vill að hér sé sinnt ráðgjöf til hinsegin fólks, til fagfólks og það vill að hér sé öflug fræðslustarfsemi og í heilbrigðum lýðræðissamfélögum eru mannréttindafélög líka styrkt af hinu opinbera. Það er ákveðið sjokk að sjá fjárframlög í núlli en ég er mjög vongóður um að okkar samtöl við ráðuneyti og þingfólk á næstu dögum muni skila árangri og að þetta verði ekki svona.“ Hann segir þúsundir manneskja reiða sig á þjónustu og sérfræðiþekkingu samtakanna í hverjum mánuði. Þar séu fagaðilar, kennarar, mannauðsstjórar, stjórnendur, hið opinbera og fleiri. „En þetta er líka fólk í viðkvæmri stöðu, fólk með sjálfsskaða, fólk sem þarf ráð, fólk sem þarf stuðning og á samfélaginu að halda. Ég leyfi mér stórlega að efast um að ríkið og Alþingi vilji að þessi þjónusta sé takmörkuð og skert.“ Fjárlagafrumvarp 2024 Hinsegin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Félagasamtök Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12. september 2023 10:06 Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12. september 2023 11:04 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Uppfært kl. 17:16: Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að rangt sé að Samtökin '78 fái ekki fjárframlag í fjárlagafrumvarpinu. Gert sé ráð fyrir að þær 40 milljónir sem runnið hafi til samtakanna á undanförnum árum geri það áfram. Nánar má lesa um það hér. Sá texti sem hér fer á eftir er úr upprunalegu fréttinni, áður en tilkynning barst frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra sagðist í fyrra ætla að beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 yrði gerður varanlegur. Kynnt var í fyrra að samtökin fengju 15 milljónir á ári í svokölluð varanleg framlög. Sagði Katrín framlög stjórnvalda til samtakanna hafa aukist jafnt og þétt frá því hún tók við forsætisráðuneytinu árið 2017. Þau hafi verið ríflega sex milljónir þá, en staðið í 40 milljónum árið 2021. 15 milljónirnar hafi bara verið hluti af framlögum til samtakanna. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2024 eru þær 15 milljónir felldar niður. Fjárheimildir til jafnréttismála eru lækkaðar um 35 milljónir króna og segir að það sé vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Annars vegar 20 milljóna króna framlag vegna aðgerða gegn hatursorðræðu, þingsályktunartillaga og hins vegar 15 milljóna króna framlag til Samtakanna '78. Vonar að þingfólk verði með þeim í liði „Þetta er gríðarlegt högg og það er erfitt að horfa upp á þetta. Það er augljóst miðað við samfélagsumræðuna síðustu daga að verkefnið verður stærra og stærra og við vonum innilega að þingfólk verði með okkur í liði,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78 í samtali við Vísi. Hann bendir á að samtökin séu meðal fimm stærstu félagasamtaka hér á landi sem sinni ráðgjöf á vegum ríkisins. Samtökin fái þó ekki sambærilegt fjármagn og önnur félagasamtök. „Þetta er þjónusta sem við veitum ríkinu og þetta er einstaklega slæmt vegna þess að verkefnunum fjölgar. Við eigum enn í smaningaviðræðum við hið opinbera um fjármögnun og ég vona að þær gangi vel. Við sjáum það að það hefur aldrei verið eins mikil þörf og nú á þjónustu Samtakanna '78 og ég trúi því ekki að einhver vilji að samtökin hætti að vieta þessa þjónustu.“ Hann segir fjárframlög ríkisins til Samtakanna '78 ekki standast samanburð við þau fjárframlög sem veitt séu til sambærilegra félagasamtaka á norðurlöndum. Ekki megi gleyma því að ekki sé um að ræða styrki. Þúsundir reiði sig á þjónustuna „Þetta eru ekki styrkir til okkar, þetta eru verkefni sem ríkið hefur sjálft farið fram á að við sinnum. Það vill að hér sé sinnt ráðgjöf til hinsegin fólks, til fagfólks og það vill að hér sé öflug fræðslustarfsemi og í heilbrigðum lýðræðissamfélögum eru mannréttindafélög líka styrkt af hinu opinbera. Það er ákveðið sjokk að sjá fjárframlög í núlli en ég er mjög vongóður um að okkar samtöl við ráðuneyti og þingfólk á næstu dögum muni skila árangri og að þetta verði ekki svona.“ Hann segir þúsundir manneskja reiða sig á þjónustu og sérfræðiþekkingu samtakanna í hverjum mánuði. Þar séu fagaðilar, kennarar, mannauðsstjórar, stjórnendur, hið opinbera og fleiri. „En þetta er líka fólk í viðkvæmri stöðu, fólk með sjálfsskaða, fólk sem þarf ráð, fólk sem þarf stuðning og á samfélaginu að halda. Ég leyfi mér stórlega að efast um að ríkið og Alþingi vilji að þessi þjónusta sé takmörkuð og skert.“
Fjárlagafrumvarp 2024 Hinsegin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Félagasamtök Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12. september 2023 10:06 Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12. september 2023 11:04 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25
Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl. 12. september 2023 10:06
Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Gert er ráð fyrir því í ársbyrjun 2024 að persónuafsláttur hækki um rúmlega fimm þúsund krónur á mánuði og að skattleysismörk hækki um rúmlega 16 þúsund krónur. 12. september 2023 11:04