Hefur fengið fjölda skeyta þar sem kennarar eru sakaðir um innrætingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 22:10 „Gott samfélag er samfélag þar sem við virðum hvert annað og vinnum saman að því að við öll fáum að blómstra á okkar eigin forsendum,“ segir Katrín meðal annars í færslu sinni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur umræðu síðustu daga um hinsegin fræðslu vera hluta af bakslagi sem orðið hafi gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks. Hún segir mikilvægt að fólk fræðist um fjölbreytileika samfélagsins, og skilji hann. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birti nú í kvöld. „Að undanförnu hefur blossað upp umræða um að allt of langt sé gengið í að fræða börn og ungmenni um fjölbreytileika samfélagsins þegar kemur að kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu,“ skrifar Katrín. Kennarar sakaðir um innrætingu „Ég hef fengið fjölda skeyta um þessi mál þar sem kennarar og starfsfólk skóla er sakað um innrætingu á þessu sviði. Þessi umræða hefur blossað upp með ógnarhraða – en er vissulega vel þekkt víða um heim. Hún er hluti af hinu ótrúlega dapurlega bakslagi sem hefur orðið gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks – einmitt þegar við höfum náð fram langþráðum umbótum í lögum og regluverki þegar kemur að réttindum þessa hóps. Og þetta bakslag er ekki bara á Íslandi – það er víða um heim,“ skrifar Katrín. Í gær birtist á Vísi viðtal við fræðslustýru Samtakanna '78, sem segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. „Samfélagið sem við langflest viljum“ Katrín segir það ekki svo að réttindi hinsegin og kynsegin fólks skerði annarra manna réttindi, né heldur að fræðsla um fjölbreytileika sé innræting, eða að slíkri fræðslu sé ætlað að þvinga fólk í ákveðnar áttir. „Sonur minn lærði til dæmis um túrverki í dag. Það er ekki vegna þess að hann sé endilega að upplifa þá sjálfur í sínu lífi – heldur er einmitt mikilvægt að hann viti um hvað þeir snúast. Vegna þess að við viljum skilja allar þær ólíku manneskjur sem skapa eitt stykki samfélag. Þá skiptir máli að skilja að reynsluheimur þeirra er ólíkur. Þess vegna er fræðsla um þessi mál mikilvæg.“ Mikilvægt sé að fræðast um ólíka kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu, svo hægt sé að læra um fjölbreytileika samfélagsins og skilja hann. „Við erum ólík en við eigum öll okkar drauma, þrár og langanir. Og gott samfélag er samfélag þar sem við virðum hvert annað og vinnum saman að því að við öll fáum að blómstra á okkar eigin forsendum. Ég trúi því að það sé samfélagið sem við langflest viljum,“ skrifar Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birti nú í kvöld. „Að undanförnu hefur blossað upp umræða um að allt of langt sé gengið í að fræða börn og ungmenni um fjölbreytileika samfélagsins þegar kemur að kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu,“ skrifar Katrín. Kennarar sakaðir um innrætingu „Ég hef fengið fjölda skeyta um þessi mál þar sem kennarar og starfsfólk skóla er sakað um innrætingu á þessu sviði. Þessi umræða hefur blossað upp með ógnarhraða – en er vissulega vel þekkt víða um heim. Hún er hluti af hinu ótrúlega dapurlega bakslagi sem hefur orðið gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks – einmitt þegar við höfum náð fram langþráðum umbótum í lögum og regluverki þegar kemur að réttindum þessa hóps. Og þetta bakslag er ekki bara á Íslandi – það er víða um heim,“ skrifar Katrín. Í gær birtist á Vísi viðtal við fræðslustýru Samtakanna '78, sem segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. „Samfélagið sem við langflest viljum“ Katrín segir það ekki svo að réttindi hinsegin og kynsegin fólks skerði annarra manna réttindi, né heldur að fræðsla um fjölbreytileika sé innræting, eða að slíkri fræðslu sé ætlað að þvinga fólk í ákveðnar áttir. „Sonur minn lærði til dæmis um túrverki í dag. Það er ekki vegna þess að hann sé endilega að upplifa þá sjálfur í sínu lífi – heldur er einmitt mikilvægt að hann viti um hvað þeir snúast. Vegna þess að við viljum skilja allar þær ólíku manneskjur sem skapa eitt stykki samfélag. Þá skiptir máli að skilja að reynsluheimur þeirra er ólíkur. Þess vegna er fræðsla um þessi mál mikilvæg.“ Mikilvægt sé að fræðast um ólíka kynhneigð, kynvitund og kyntjáningu, svo hægt sé að læra um fjölbreytileika samfélagsins og skilja hann. „Við erum ólík en við eigum öll okkar drauma, þrár og langanir. Og gott samfélag er samfélag þar sem við virðum hvert annað og vinnum saman að því að við öll fáum að blómstra á okkar eigin forsendum. Ég trúi því að það sé samfélagið sem við langflest viljum,“ skrifar Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. 10. september 2023 20:16