Of lítið, of seint Elvar Örn Friðriksson skrifar 13. september 2023 13:01 Eins og flestum er kunnugt synda frjóir norskir eldislaxar upp í íslenskar ár þessa dagana. Almenningur hefur þurft að bregðast við þessum hamförum og hafa bændur, veiðimenn og sjálfboðaliðar farið í það að reyna að ná sem flestum eldislöxum til að reyna að takmarka skaðann. Meira en 100 eldislaxar hafa veiðst undanfarna daga og er það ekki vegna þess að sjókvíaeldisiðnaðurinn eða eftirlitsstofnanir hafi staðið vaktina, heldur almenningur sem hefur áhyggjur af afleiðingum þessa umhverfisslys. Nú stíga sjókvíaeldisfyrirtækin fram og leggja til að fengnir verði inn kafarar frá Noregi sem hafa mikla reynslu af sambærilegum aðstæðum og að fyrirtækin borgi brúsann. Að sjálfsögðu eiga þau að borga fyrir allar aðgerðir sem er farið í núna, en við skulum hafa það á hreinu að þetta er of lítið, og of seint. Talsmaður Arctic Fish sagði nýlega í fjölmiðlum að villtum laxastofnum stafi ekki nein ógn af sjókvíaeldi. Nú virðist þó afstaða þeirra hafa breyst þar sem að ekki er hægt að fela sannleikann lengur. Samtök fyrirtækja í fjávarútvegi (SFS) héldu því einnig fram að þegar fiskur sleppur, heldur hann sig nálægt kvíunum. Nú er komið annað á daginn og eldislaxar eru að synda upp í ár í hátt í 400km fjarlægð. Þær aðgerðir sem nú verið að leggja til, vöktun og köfun er ekkert annað en lítill plástur á risastórt opið sár. Skaðinn er skeður og þetta mun gerast aftur og aftur ef að haldið er áfram að stunda laxeldi í opnum sjókvíum í fjörðum Íslands. Að sjálfsögðu eiga sjókvíaeldisfyrirtækin að greiða kostnaðinn við að þrífa upp eftir sig mengunina, en það mun ekki ná upp öllum þessum löxum og það mun ekki koma í veg fyrir erfðablöndun og hnignun laxastofna. Tökum Noreg sem dæmi. Þar eru svona neyðaraðgerðir daglegt brauð vegna þess að eldislax sleppur ítrekað úr sjókvíum. Þrátt fyrir neyðaraðgerðir eru 70% af laxastofnum þar í landi orðnir erfðablandaðir og staða villtra stofna aldrei verið verri. Er þetta raunveriuleikinn sem við viljum fyrir íslenska náttúru? 2.250 lögbýli treysta á tekjur af laxveiðiám landsins, og svo má ekki gleyma leigutökum, leiðsögumönnum, bílstjórum, matreiðslufólki í veiðihúsum og fólki í þjónustustörfum. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi alls þessa fólks. Ef árnar verða erfðablandaðar og laxinn hættir að koma til baka í sína heima-á munu engir ferðamenn eða Íslendingar vilja heimsækja þessar ár. Þar með yrði sú tekjulind úr sögunni, fórnað fyrir norska stóriðju sem skapar margfalt færri störf. Sorglega staðreyndin er sú að hert regluverk og eftirlit hefur hvergi náð að koma í veg fyrir umhverfisslysin sem fylgja sjókvíaeldi. Hvergi í heiminum. Stjórnvöld og þjóðin öll þurfa að fara að ákveða sig. Vilja Íslendingar opið sjókvíaeldi eða vilja Íslendingar hreina náttúru, villtan lax og blómlega byggð í sveitum landsins. Eina leiðin til að sporna við þessu umhverfisslysi er að banna laxeldi í opnum sjókvíum. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eins og flestum er kunnugt synda frjóir norskir eldislaxar upp í íslenskar ár þessa dagana. Almenningur hefur þurft að bregðast við þessum hamförum og hafa bændur, veiðimenn og sjálfboðaliðar farið í það að reyna að ná sem flestum eldislöxum til að reyna að takmarka skaðann. Meira en 100 eldislaxar hafa veiðst undanfarna daga og er það ekki vegna þess að sjókvíaeldisiðnaðurinn eða eftirlitsstofnanir hafi staðið vaktina, heldur almenningur sem hefur áhyggjur af afleiðingum þessa umhverfisslys. Nú stíga sjókvíaeldisfyrirtækin fram og leggja til að fengnir verði inn kafarar frá Noregi sem hafa mikla reynslu af sambærilegum aðstæðum og að fyrirtækin borgi brúsann. Að sjálfsögðu eiga þau að borga fyrir allar aðgerðir sem er farið í núna, en við skulum hafa það á hreinu að þetta er of lítið, og of seint. Talsmaður Arctic Fish sagði nýlega í fjölmiðlum að villtum laxastofnum stafi ekki nein ógn af sjókvíaeldi. Nú virðist þó afstaða þeirra hafa breyst þar sem að ekki er hægt að fela sannleikann lengur. Samtök fyrirtækja í fjávarútvegi (SFS) héldu því einnig fram að þegar fiskur sleppur, heldur hann sig nálægt kvíunum. Nú er komið annað á daginn og eldislaxar eru að synda upp í ár í hátt í 400km fjarlægð. Þær aðgerðir sem nú verið að leggja til, vöktun og köfun er ekkert annað en lítill plástur á risastórt opið sár. Skaðinn er skeður og þetta mun gerast aftur og aftur ef að haldið er áfram að stunda laxeldi í opnum sjókvíum í fjörðum Íslands. Að sjálfsögðu eiga sjókvíaeldisfyrirtækin að greiða kostnaðinn við að þrífa upp eftir sig mengunina, en það mun ekki ná upp öllum þessum löxum og það mun ekki koma í veg fyrir erfðablöndun og hnignun laxastofna. Tökum Noreg sem dæmi. Þar eru svona neyðaraðgerðir daglegt brauð vegna þess að eldislax sleppur ítrekað úr sjókvíum. Þrátt fyrir neyðaraðgerðir eru 70% af laxastofnum þar í landi orðnir erfðablandaðir og staða villtra stofna aldrei verið verri. Er þetta raunveriuleikinn sem við viljum fyrir íslenska náttúru? 2.250 lögbýli treysta á tekjur af laxveiðiám landsins, og svo má ekki gleyma leigutökum, leiðsögumönnum, bílstjórum, matreiðslufólki í veiðihúsum og fólki í þjónustustörfum. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi alls þessa fólks. Ef árnar verða erfðablandaðar og laxinn hættir að koma til baka í sína heima-á munu engir ferðamenn eða Íslendingar vilja heimsækja þessar ár. Þar með yrði sú tekjulind úr sögunni, fórnað fyrir norska stóriðju sem skapar margfalt færri störf. Sorglega staðreyndin er sú að hert regluverk og eftirlit hefur hvergi náð að koma í veg fyrir umhverfisslysin sem fylgja sjókvíaeldi. Hvergi í heiminum. Stjórnvöld og þjóðin öll þurfa að fara að ákveða sig. Vilja Íslendingar opið sjókvíaeldi eða vilja Íslendingar hreina náttúru, villtan lax og blómlega byggð í sveitum landsins. Eina leiðin til að sporna við þessu umhverfisslysi er að banna laxeldi í opnum sjókvíum. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun