Sport

„Þarf að læra á lífið að vera ekki handboltamaður“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Finnur Ingi er hættur í handbolta eftir 19 ára feril í meistaraflokki.
Finnur Ingi er hættur í handbolta eftir 19 ára feril í meistaraflokki. Vísir/sigurjón

Handboltamaðurinn Finnur Ingi Stefánsson lagði í gær skóna á hilluna. Hann segist vera sáttur með ferilinn en nú þarf hann að læra lifa lífinu án daglegra æfinga.

Finnur lék á síðasta tímabili með Val en einnig hefur hann spilað fyrir Gróttu, þar sem hann er alinn upp og Aftureldingu.

„Þetta er búið að blunda í mér í svolítinn tíma og ég get tók sumarið í það að hugsa málið og ég er sáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Finnur Ingi í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld.

Finnur hefur spilað í nítján ár í meistaraflokki og allt hófst þetta hjá Gróttu á Seltjarnarnesinu. Finnur lék níu tímabil með Val og vann á þeim tíma níu titla.

„Ég er ánægður með þennan feril. Ég sé ekki eftir neinu. Það hefði kannski verið gaman að prófa eitthvað erlendis. Það var bara aldrei réttur tími eða staður fyrir það.“

Hann segir að síðustu fjögur ár með Val hafi staðið upp úr.

„Þetta er bara búið að vera alveg lygilegt áhlaup hjá okkur sem endaði í raun ekkert fyrr en síðasta vor,“ segir Finnur en Valsmenn unnu á tíma sjö titla í röð og enginn virtist eiga möguleika í þá.

En hvað tekur nú við milli fimm og sjö alla virka daga?

„Ég veit það ekki sko. Ég þarf að læra á lífið að vera ekki handboltamaður. Það kemur í ljós, það hlýtur að vera hægt að nýta þetta í eitthvað sniðugt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×