Heimsmeistari tekur við af heimsmeistara Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2023 23:01 Fabio Grosso tekur nú við sem þjálfari Lyon. Hér sést hann í leik með liðinu árið 2008. Nordic Photos / AFP Laurent Blanc var á dögunum rekinn úr starfi sínu sem þjálfari Lyon. Ítalski þjálfarinn og fyrrum leikmaðurinn Fabio Grosso tekur við af honum. Laurent Blanc er fyrrum landsliðsmaður Frakklands og vann bæði Evrópu- og heimsmeistaratitil fyrir landið. Hann var ráðinn til starfa hjá Lyon í október í fyrra og stýrði liðinu til 7. sætis í deildinni. Það dugði ekki til að ná sæti í Evrópukeppni, sem var mikið áfall fyrir liðið og gerði slæma fjárhagsstöðu félagsins enn verri. Lyon neyddist til að selja fjölda leikmanna í sumar og misstu frítt frá sér stjörnur á borð við Hassem Aouar, Moussa Dembelé og Toko-Ekambi. Liðið fór því mjög laskað inn í þetta tímabil, hefur aðeins náð 1 stigi í fyrstu fjórum leikjum sínum og situr í neðsta sæti frönsku deildarinnar. Beðið er eftir formlegri tilkynningu frá félaginu en Fabrizio Romano staðfestir á Twitter síðu sinni að fyrrum landsliðsmaður Ítala, Fabio Grosso, sé að taka við liðinu. Fabio Grosso to Olympique Lyon as new head coach, here we go! Agreement in place tonight, now waiting to prepare documents, formal details and get it signed 🔵🔴🇮🇹 #OLJohn Textor wanted Grosso as surprise candidate — 1st call by @hugoguillemet, now almost done. pic.twitter.com/m6k7uuOEc2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2023 Fabio Grosso var hetja Ítala á HM 2006, setti sigurmarkið í undanúrslitaleik og skoraði svo úr vítaspyrnunni sem tryggði þeim heimsmeistaratitilinn. Grosso spilaði svo með Lyon árin 2007–2009. Hann þjálfaði Frosinone á síðasta tímabili og tókst að stýra þeim upp í efstu deild á Ítalíu. Franski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Laurent Blanc er fyrrum landsliðsmaður Frakklands og vann bæði Evrópu- og heimsmeistaratitil fyrir landið. Hann var ráðinn til starfa hjá Lyon í október í fyrra og stýrði liðinu til 7. sætis í deildinni. Það dugði ekki til að ná sæti í Evrópukeppni, sem var mikið áfall fyrir liðið og gerði slæma fjárhagsstöðu félagsins enn verri. Lyon neyddist til að selja fjölda leikmanna í sumar og misstu frítt frá sér stjörnur á borð við Hassem Aouar, Moussa Dembelé og Toko-Ekambi. Liðið fór því mjög laskað inn í þetta tímabil, hefur aðeins náð 1 stigi í fyrstu fjórum leikjum sínum og situr í neðsta sæti frönsku deildarinnar. Beðið er eftir formlegri tilkynningu frá félaginu en Fabrizio Romano staðfestir á Twitter síðu sinni að fyrrum landsliðsmaður Ítala, Fabio Grosso, sé að taka við liðinu. Fabio Grosso to Olympique Lyon as new head coach, here we go! Agreement in place tonight, now waiting to prepare documents, formal details and get it signed 🔵🔴🇮🇹 #OLJohn Textor wanted Grosso as surprise candidate — 1st call by @hugoguillemet, now almost done. pic.twitter.com/m6k7uuOEc2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2023 Fabio Grosso var hetja Ítala á HM 2006, setti sigurmarkið í undanúrslitaleik og skoraði svo úr vítaspyrnunni sem tryggði þeim heimsmeistaratitilinn. Grosso spilaði svo með Lyon árin 2007–2009. Hann þjálfaði Frosinone á síðasta tímabili og tókst að stýra þeim upp í efstu deild á Ítalíu.
Franski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira