Eiginkona El Chapo laus úr steininum Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2023 00:02 Emma Coronel Aispuro á að verja næstu fjórum árum í Kaliforníu á skilorði. AP/Alexandria Adult Detention Center Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans. Það var liður í samkomulagi við alríkissaksóknara en Dómurinn var styttur og henni var því sleppt í dag. Aispuro mun nú verja næstu fjórum árum í Kaliforníu á skilorði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Aispuro hjálpaði eiginmanni sínum einnig að flýja úr fanglesi í Mexíkó árið 2015 með því að smygla til hans úri með GPS. Þannig gátu samverkamenn hans grafið löng göng til hans sem El Chapo notaði til að flýja úr fangelsinu. Göngin voru mjög löng og loftræst. El Chapo notaði mótorhjól á teinum til að keyra í gegnum göngin þegar hann flúði. El Chapo leiddi Sinaloa-samtökin um árabil en hann var handtekinn aftur árið 2016, framseldur til Bandaríkjanna, og dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi árið 2019. Hann afplánar í víggirtu fangelsi í Colorado. Sjá einnig: El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Hann fór þó fram á það við fangelsismálayfirvöld í síðasta mánuði að Aispuro og tvær dætur þeirra mættu heimsækja hann í fangelsi. Kynntust þegar hún var sautján ára Í frétt BBC segir að Aispuro, sem er 34 ára gömul hafi fyrst hitt El Chapo þegar hún var sautján ára og að keppa í fegurðarsamkeppni. Faðir hennar, var háttsettur meðlimur í Sinaloa samtökunum en situr nú í fangelsi í Mexíkó. Aispuro giftist El Chapo þegar hún var átján ára gömul en árið 2011 eignuðust þau tvíbura, tvær dætur, og fór Aispuro til Kaliforníu til að fæða börnin, svo þær eru með bandarískan ríkisborgararétt. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22. febrúar 2023 07:25 Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30. nóvember 2021 20:23 Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. 6. nóvember 2019 22:15 Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. 18. október 2019 16:55 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Það var liður í samkomulagi við alríkissaksóknara en Dómurinn var styttur og henni var því sleppt í dag. Aispuro mun nú verja næstu fjórum árum í Kaliforníu á skilorði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Aispuro hjálpaði eiginmanni sínum einnig að flýja úr fanglesi í Mexíkó árið 2015 með því að smygla til hans úri með GPS. Þannig gátu samverkamenn hans grafið löng göng til hans sem El Chapo notaði til að flýja úr fangelsinu. Göngin voru mjög löng og loftræst. El Chapo notaði mótorhjól á teinum til að keyra í gegnum göngin þegar hann flúði. El Chapo leiddi Sinaloa-samtökin um árabil en hann var handtekinn aftur árið 2016, framseldur til Bandaríkjanna, og dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi árið 2019. Hann afplánar í víggirtu fangelsi í Colorado. Sjá einnig: El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Hann fór þó fram á það við fangelsismálayfirvöld í síðasta mánuði að Aispuro og tvær dætur þeirra mættu heimsækja hann í fangelsi. Kynntust þegar hún var sautján ára Í frétt BBC segir að Aispuro, sem er 34 ára gömul hafi fyrst hitt El Chapo þegar hún var sautján ára og að keppa í fegurðarsamkeppni. Faðir hennar, var háttsettur meðlimur í Sinaloa samtökunum en situr nú í fangelsi í Mexíkó. Aispuro giftist El Chapo þegar hún var átján ára gömul en árið 2011 eignuðust þau tvíbura, tvær dætur, og fór Aispuro til Kaliforníu til að fæða börnin, svo þær eru með bandarískan ríkisborgararétt.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22. febrúar 2023 07:25 Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30. nóvember 2021 20:23 Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. 6. nóvember 2019 22:15 Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. 18. október 2019 16:55 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22. febrúar 2023 07:25
Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30. nóvember 2021 20:23
Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. 6. nóvember 2019 22:15
Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa Guzman Andres Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, segir þá ráðamenn sem tóku ákvörðunina að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi hafa tekið rétta ákvörðun. 18. október 2019 16:55
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila