Umdeildar breytingar leikskólamála sagðar ganga vel Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 14:31 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, er ánægð með breytingarnar. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogs segir fyrstu niðurstöður varðandi breytingar á leikskólamálum bæjarins vera mjög jákvæðar. Breytingarnar voru mjög umdeildar þegar tilkynnt var um þær í sumar. Breytingarnar, sem kynntar voru í lok júlí voru þær helstar að sex klukkustunda vist á dag yrði gjaldfrjáls en gjald færi stigvaxandi eftir því hversu lengi börn eru vistuð. Mikil ólga var meðal foreldra leikskólabarna í bænum og þeir sögðu margir að leikskólakostnaður þeirra hækkaði gríðarlega eftir breytingarnar. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ sagði einn þeirra. Skóla fullmannaðir og dvalartími styst Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að breytingarnar hafi gengið vel og haft jákvæð áhrif. Flestir leikskólar sé fullmannaðir og dvalartími barna hafi styst verulega. Námsumhverfi og skipulag leikskóladags allra barna í leikskólum sé afslappaðri, áreiti minna og viðvera starfsfólks með börnum meiri og rólegri. Með sama áframhaldi muni stöðugleiki og gæði í starfi leikskólanna aukast foreldrum og börnum til hagsbóta. Færri börn séu í leikskólum á morgnana og seinnipart dags sem skapi betri aðstæður og rólegra umhverfi fyrir þau börn sem dvelja lengur á leikskólanum. Þannig hafi breytingarnar jákvæð áhrif fyrir öll börn hversu langur sem dvalartíminn er. „Þessar fyrstu niðurstöður eru afar jákvæðar sem bendir til þess að breytingarnar, sem byggja á tillögum starfshóps skipaður fulltrúum helstu hagsmunaðila, eru að skila árangri. Að mati leikskólastjóra gengur mönnun í leikskólum mun betur miðað við fyrri ár, dvalartími barna er að styttast og foreldrar eru að nýta sér aukinn sveigjanleika til að stytta daga vikunnar. Markmið breytinganna var að efla leikskólastarfið með betri mönnun og bættri þjónustu, ég trúi ekki öðru en að við séum að ná því markmiði,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra. Tæplega þriðjungur stytt dvöl Þá segir að tæplega tvö þúsund börn séu innrituð í leikskóla Kópavogs. Tæplega þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna sinna og um nítján prósent barna, séu nú skráð í sex tíma eða minna á dag, samanborið við tvö prósent í fyrra. Meðaldvalarstundir barna, miðað við samþykktar umsóknir, hafi farið úr 8,1 tíma haustið 2022 niður í 7,5 tíma á dag. Á síðastliðnu skólaári hafi 85 prósent barna, um 1.700, verið í átta tíma dvöl eða meira en í dag séu um 56 prósent barna, um 1.100, í átta tíma dvöl eða meira. Þess megi geta að umsóknir breytingu á dvalartíma séu enn að berast og taki fjöldatölur því stöðugum breytingum. Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Breytingarnar, sem kynntar voru í lok júlí voru þær helstar að sex klukkustunda vist á dag yrði gjaldfrjáls en gjald færi stigvaxandi eftir því hversu lengi börn eru vistuð. Mikil ólga var meðal foreldra leikskólabarna í bænum og þeir sögðu margir að leikskólakostnaður þeirra hækkaði gríðarlega eftir breytingarnar. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ sagði einn þeirra. Skóla fullmannaðir og dvalartími styst Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að breytingarnar hafi gengið vel og haft jákvæð áhrif. Flestir leikskólar sé fullmannaðir og dvalartími barna hafi styst verulega. Námsumhverfi og skipulag leikskóladags allra barna í leikskólum sé afslappaðri, áreiti minna og viðvera starfsfólks með börnum meiri og rólegri. Með sama áframhaldi muni stöðugleiki og gæði í starfi leikskólanna aukast foreldrum og börnum til hagsbóta. Færri börn séu í leikskólum á morgnana og seinnipart dags sem skapi betri aðstæður og rólegra umhverfi fyrir þau börn sem dvelja lengur á leikskólanum. Þannig hafi breytingarnar jákvæð áhrif fyrir öll börn hversu langur sem dvalartíminn er. „Þessar fyrstu niðurstöður eru afar jákvæðar sem bendir til þess að breytingarnar, sem byggja á tillögum starfshóps skipaður fulltrúum helstu hagsmunaðila, eru að skila árangri. Að mati leikskólastjóra gengur mönnun í leikskólum mun betur miðað við fyrri ár, dvalartími barna er að styttast og foreldrar eru að nýta sér aukinn sveigjanleika til að stytta daga vikunnar. Markmið breytinganna var að efla leikskólastarfið með betri mönnun og bættri þjónustu, ég trúi ekki öðru en að við séum að ná því markmiði,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra. Tæplega þriðjungur stytt dvöl Þá segir að tæplega tvö þúsund börn séu innrituð í leikskóla Kópavogs. Tæplega þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna sinna og um nítján prósent barna, séu nú skráð í sex tíma eða minna á dag, samanborið við tvö prósent í fyrra. Meðaldvalarstundir barna, miðað við samþykktar umsóknir, hafi farið úr 8,1 tíma haustið 2022 niður í 7,5 tíma á dag. Á síðastliðnu skólaári hafi 85 prósent barna, um 1.700, verið í átta tíma dvöl eða meira en í dag séu um 56 prósent barna, um 1.100, í átta tíma dvöl eða meira. Þess megi geta að umsóknir breytingu á dvalartíma séu enn að berast og taki fjöldatölur því stöðugum breytingum.
Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira