Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2023 18:35 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður nýs frumvarps um bann á hvalveiðum. Frumvarpið hefur verið lagt fram á þingi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en á því má einnig finna þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum. Það er Samfylkingunni, Flokki fólksins og Viðreisn. Hvalveiðar hófust að nýju í síðustu viku eftir að matvælaráðherra frestaði þeim í sumar. MAST stöðvaði í dag tímabundið hvalveiðar í öðru hvalveiðiskipi Hvals hf., Hval 8, vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Matvælaráðherra setti veiðunum strangari skilyrði í reglugerð sem hún setti áður en veiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. Frá því að veiðarnar hófust hafa verið veiddar fjórtán langreyðar. Andrés Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „ótækt að stefnulaus ríkisstjórn geti ekki tekið skýra ákvörðun um hvalveiðar.“ „Vandræðagangur síðustu mánuða hefur sýnt með skýrum hætti að Alþingi þarf að stíga inn og taka afstöðu með umhverfinu, loftslaginu og dýravelferð. Hvalirnir skulu njóta vafans - bönnum hvalveiðar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að í frumvarpinu sé það lagt til að hvalveiðar verði alfarið bannaðar og að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga, eins og önnur villt dýr í náttúru Íslands. Alþingi Hvalir Hvalveiðar Píratar Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en á því má einnig finna þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum. Það er Samfylkingunni, Flokki fólksins og Viðreisn. Hvalveiðar hófust að nýju í síðustu viku eftir að matvælaráðherra frestaði þeim í sumar. MAST stöðvaði í dag tímabundið hvalveiðar í öðru hvalveiðiskipi Hvals hf., Hval 8, vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Matvælaráðherra setti veiðunum strangari skilyrði í reglugerð sem hún setti áður en veiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. Frá því að veiðarnar hófust hafa verið veiddar fjórtán langreyðar. Andrés Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „ótækt að stefnulaus ríkisstjórn geti ekki tekið skýra ákvörðun um hvalveiðar.“ „Vandræðagangur síðustu mánuða hefur sýnt með skýrum hætti að Alþingi þarf að stíga inn og taka afstöðu með umhverfinu, loftslaginu og dýravelferð. Hvalirnir skulu njóta vafans - bönnum hvalveiðar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að í frumvarpinu sé það lagt til að hvalveiðar verði alfarið bannaðar og að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga, eins og önnur villt dýr í náttúru Íslands.
Alþingi Hvalir Hvalveiðar Píratar Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47
Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20
Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51
Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34