Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson skrifar 16. september 2023 14:01 Fyrir tíu þúsund árum, voru þúsundir samfélaga á jörðinni. Í dag eru hundrað níutíu og fimm þjóðir. Línuritið er skýrt. Samkvæmt þessari þróun verður mannkynið eftir rúm tvö hundruð ár aðeins ein þjóð. Það hljómar einkennilega og einnig sem langur tími en barn sem fæðist í dag getur átt barnabarn sem mun lifa áramótin 2250. Fólksfjölgun umfram látna í heiminum er um 1.1% eða um 83 milljónir á ári. Það tekur því rétt rúm 3 ár að búa til ein Bandaríki Norður-ameríku. Eitt ár að búa til þrjú Norðurlönd Eitt stykki öll Norðurlöndin á fjórum mánuðum. Svo reynum við að bjarga heiminum með dropateljara og höfum hátt. Enginn hagnast á því nema örfáir og mest þeir sem annast umsóknir þeirra. Hér á Íslandi er fjölgun en nánast eingöngu vegna innflutnings erlendra aðila, en fæðingartíðni Íslendinga fer stöðugt minnkandi. Við flytjum menntað fólk út en flytjum láglaunafólk inn til landsins. Með svo hröðum innflutningi flóttafólks sem er margfalt hraðari en á hinum Norðurlöndunum setjum við velferðarkerfið í verulega hættu sem endar með því að engum verður hjálpað með því. Hér eru einstæðar mæður í ruslflokk þjóðfélagsins og neðar eftir því sem börnin eru fleiri. Átta þúsund börn búa við fátækt, 70% einstæðra feðra eru á vanskilaskrá sem setur þá út úr venjulegri þátttöku í þjóðfélaginu með útskúfun úr bönkum. Ungir drengir kunna ekki að reikna eða lesa. Hagfræðingar hafa reiknað út að það borgi sig engan vegin efnahagslega að eignast börn. ofl. ofl. Er í raun eftirsóknarvert AÐ EIGNAST BÖRN? Svarið er JÁ því það gefur okkur lífsgæði og hamingju. Við erum samt að stefna í það að börn verða alin upp alfarið á stofnunum. Nú þegar eru þau alin upp að mestu leiti í dagvistun, leikskólum, grunnskólum o.s.frv. Það er ekki langt þar til við þurfum að ákveða hver hefur meira vægi í uppeldi barna og jafnvel forræði - foreldrið eða skólinn. Kjarnafjölskyldan er liðin tíð og í samfélagi þar sem foreldrar lifa við einstaklingshyggju og við jöfn tækifæri passa barneignir illa inn. Danir horfa a.m.k. ár fram í tímann, Japanir gera áætlanir til fimm ára og Kínverjar horfa til næstu 100 ára. Okkar framtíðarhorfur eru til næstu mánaðamóta, hugsanlega hjá einhverjum til eins árs. Sú breyting fyrir stuttu síðan að gera fjármálastefnu ríkisins til fimm ára þótti mikið afrek. Við tölum um hagvöxt en lítið um fæðingar og fjölgun. Hagvöxtur muni hækka eða lækka t.d. vegna þess að flugfélag hættir rekstri. Hljómar það ekki einkennilega að við slys á Hringbrautinni skapast hagvöxtur? Við gætum því skapað hagvöxt með fjöldann allan af slysum, en við það skapast ekki verðmæti og síður en svo lífsgæði eða hamingja. Hagvöxtur er ekki eini mælikvarði á velgengni samfélags og ætti heldur ekki að vera eina markmiðið. Hvað um fæðingartíðnina, uppeldi barna okkar, skólana, slysin, og fjöldann allan af mannlegum vandamálum sem tengjast ekki peningum BEINT heldur lífsgæðum og hamingju fólks og þjóðar? Hvar verðum við eftir hundrað ár og hvar viljum við vera eftir hundrað ár? Ef við vitum ekki hver áfangastaðurinn er getum við ekki haft stjórn á stefnunni né ferðinni. Við þurfum eins og sagt er að vera í lausnabransanum. Ekki horfa til fortíðar en lærum samt af henni. Látum því ekki skammsýna leiðtoga villa okkur sýn. Við þurfum að vita hvert við erum að stefna og hvert við VILJUM stefna, þá getum við leitt þjóðina á rétta braut og horft þannig brosandi til framtíðar. Höfundur er lögg. fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Fyrir tíu þúsund árum, voru þúsundir samfélaga á jörðinni. Í dag eru hundrað níutíu og fimm þjóðir. Línuritið er skýrt. Samkvæmt þessari þróun verður mannkynið eftir rúm tvö hundruð ár aðeins ein þjóð. Það hljómar einkennilega og einnig sem langur tími en barn sem fæðist í dag getur átt barnabarn sem mun lifa áramótin 2250. Fólksfjölgun umfram látna í heiminum er um 1.1% eða um 83 milljónir á ári. Það tekur því rétt rúm 3 ár að búa til ein Bandaríki Norður-ameríku. Eitt ár að búa til þrjú Norðurlönd Eitt stykki öll Norðurlöndin á fjórum mánuðum. Svo reynum við að bjarga heiminum með dropateljara og höfum hátt. Enginn hagnast á því nema örfáir og mest þeir sem annast umsóknir þeirra. Hér á Íslandi er fjölgun en nánast eingöngu vegna innflutnings erlendra aðila, en fæðingartíðni Íslendinga fer stöðugt minnkandi. Við flytjum menntað fólk út en flytjum láglaunafólk inn til landsins. Með svo hröðum innflutningi flóttafólks sem er margfalt hraðari en á hinum Norðurlöndunum setjum við velferðarkerfið í verulega hættu sem endar með því að engum verður hjálpað með því. Hér eru einstæðar mæður í ruslflokk þjóðfélagsins og neðar eftir því sem börnin eru fleiri. Átta þúsund börn búa við fátækt, 70% einstæðra feðra eru á vanskilaskrá sem setur þá út úr venjulegri þátttöku í þjóðfélaginu með útskúfun úr bönkum. Ungir drengir kunna ekki að reikna eða lesa. Hagfræðingar hafa reiknað út að það borgi sig engan vegin efnahagslega að eignast börn. ofl. ofl. Er í raun eftirsóknarvert AÐ EIGNAST BÖRN? Svarið er JÁ því það gefur okkur lífsgæði og hamingju. Við erum samt að stefna í það að börn verða alin upp alfarið á stofnunum. Nú þegar eru þau alin upp að mestu leiti í dagvistun, leikskólum, grunnskólum o.s.frv. Það er ekki langt þar til við þurfum að ákveða hver hefur meira vægi í uppeldi barna og jafnvel forræði - foreldrið eða skólinn. Kjarnafjölskyldan er liðin tíð og í samfélagi þar sem foreldrar lifa við einstaklingshyggju og við jöfn tækifæri passa barneignir illa inn. Danir horfa a.m.k. ár fram í tímann, Japanir gera áætlanir til fimm ára og Kínverjar horfa til næstu 100 ára. Okkar framtíðarhorfur eru til næstu mánaðamóta, hugsanlega hjá einhverjum til eins árs. Sú breyting fyrir stuttu síðan að gera fjármálastefnu ríkisins til fimm ára þótti mikið afrek. Við tölum um hagvöxt en lítið um fæðingar og fjölgun. Hagvöxtur muni hækka eða lækka t.d. vegna þess að flugfélag hættir rekstri. Hljómar það ekki einkennilega að við slys á Hringbrautinni skapast hagvöxtur? Við gætum því skapað hagvöxt með fjöldann allan af slysum, en við það skapast ekki verðmæti og síður en svo lífsgæði eða hamingja. Hagvöxtur er ekki eini mælikvarði á velgengni samfélags og ætti heldur ekki að vera eina markmiðið. Hvað um fæðingartíðnina, uppeldi barna okkar, skólana, slysin, og fjöldann allan af mannlegum vandamálum sem tengjast ekki peningum BEINT heldur lífsgæðum og hamingju fólks og þjóðar? Hvar verðum við eftir hundrað ár og hvar viljum við vera eftir hundrað ár? Ef við vitum ekki hver áfangastaðurinn er getum við ekki haft stjórn á stefnunni né ferðinni. Við þurfum eins og sagt er að vera í lausnabransanum. Ekki horfa til fortíðar en lærum samt af henni. Látum því ekki skammsýna leiðtoga villa okkur sýn. Við þurfum að vita hvert við erum að stefna og hvert við VILJUM stefna, þá getum við leitt þjóðina á rétta braut og horft þannig brosandi til framtíðar. Höfundur er lögg. fasteignasali.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun