Skoða að fela ÍE rannsóknir á lífsýnum og líkamspörtum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2023 06:43 Kári hefur boðið fram starfskrafta Íslenskrar erfðagreiningar og Sigríður Björk segir málið verða skoðað á næstu vikum. Lögfræðingar embættis ríkislögreglustjóra skoða nú þann möguleika að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að rannsaka lífsýni og líkamsparta sem finnast hér á landi og bera þarf kennsl á. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gagnrýnt kennslanefnd ríkislögreglustjóra fyrir að nýta sér ekki þennan möguleika og leita þess í stað út fyrir landsteinana. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir málið til skoðunar en fundað var með Kára í fyrra, þar sem rætt var um mögulegt samstarf. Hins vegar sé nauðsynlegt að huga að persónuverndarsjónarmiðum og fleiru áður en niðurstaða fæst í málið. „Þetta hefur verið rætt en það hafa ekki komið upp nein tilvik sem myndu falla undir þetta samstarf frá því samtali,“ segir Sigríður Björk. „Við myndum líklega vilja láta reyna á það fyrir dómstólum fyrst, hvort við mættum nýta þessi gögn í þessum tilgangi. Við þurfum að fara vel yfir þetta út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Við erum að fara yfir það núna hjá okkur.“ Sigríður segir að málið verði skoðað á næstu vikum en það liggi ekki fyrir hvort það væri endilega hagkvæmt hvað varðar tíma og fjármuni að rannsaka sýni hér heima frekar en í útlöndum. Hún bendir á að málin séu fá og að rannsóknarstofa þyrfti vottun og fleira. Kári hefur lýst því yfir að það muni ekki standa á Íslenskri erfðagreiningu að verða sér út um vottun og tilskilin leyfi ef áhugi reynist fyrir hendi að láta reyna á samstarf. Íslensk erfðagreining Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gagnrýnt kennslanefnd ríkislögreglustjóra fyrir að nýta sér ekki þennan möguleika og leita þess í stað út fyrir landsteinana. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir málið til skoðunar en fundað var með Kára í fyrra, þar sem rætt var um mögulegt samstarf. Hins vegar sé nauðsynlegt að huga að persónuverndarsjónarmiðum og fleiru áður en niðurstaða fæst í málið. „Þetta hefur verið rætt en það hafa ekki komið upp nein tilvik sem myndu falla undir þetta samstarf frá því samtali,“ segir Sigríður Björk. „Við myndum líklega vilja láta reyna á það fyrir dómstólum fyrst, hvort við mættum nýta þessi gögn í þessum tilgangi. Við þurfum að fara vel yfir þetta út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Við erum að fara yfir það núna hjá okkur.“ Sigríður segir að málið verði skoðað á næstu vikum en það liggi ekki fyrir hvort það væri endilega hagkvæmt hvað varðar tíma og fjármuni að rannsaka sýni hér heima frekar en í útlöndum. Hún bendir á að málin séu fá og að rannsóknarstofa þyrfti vottun og fleira. Kári hefur lýst því yfir að það muni ekki standa á Íslenskri erfðagreiningu að verða sér út um vottun og tilskilin leyfi ef áhugi reynist fyrir hendi að láta reyna á samstarf.
Íslensk erfðagreining Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira