Sjáðu jöfnunarmark nýliðans í Árbænum og öll hin úr Bestu deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2023 10:01 Þóroddur Víkingsson skorar jöfnunarmark Fylkis gegn ÍBV. vísir/anton Þóroddur Víkingsson tryggði Fylki stig gegn ÍBV í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla með sínu fyrsta marki í efstu deild. Átta mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu í Árbænum þar sem Fylkir og ÍBV skildu jöfn, 2-2. Elís Rafn Björnsson kom Árbæingum yfir með góðu vinstri fótar skoti á 8. mínútu. Á 63. mínútu jafnaði Tómas Bent Magnússon metin þegar hann skallaði hornspyrnu Felix Arnar Friðrikssonar í netið. Tólf mínútum síðar lagði Tómas svo upp mark fyrir Sverri Pál Hjaltested. Á 85. mínútu kom Þóroddur inn á í sínum þriðja leik í efstu deild og tveimur mínútum síðar skoraði hann jöfnunarmark Fylkis. Lokatölur 2-2. Þetta var þriðja 2-2 jafntefli Eyjamanna í röð en með stiginu komust þeir upp úr fallsæti. Klippa: Fylkir 2-2 ÍBV Annan leikinn í röð vann FH 0-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli. FH-ingar komust með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir Blikum. Gera þurfti langt hlé á leiknum vegna meiðsla Kjartans Kára Halldórssonar, leikmanns FH, sem meiddist eftir rúman hálftíma eftir samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Á sjöttu mínútu uppbótartímans skoraði Davíð Snær Jóhannsson með skoti af stuttu færi eftir slæm mistök Viktors Arnar Margeirssonar. Á 74. mínútu jók Vuk Oskar Dimitrijevic svo muninn í 0-2 eftir undirbúnings Ástbjörns Þórðarsonar. Klippa: Breiðablik 0-2 FH Loks vann Valur 2-0 heimasigur á Stjörnunni. Ef Garðbæingar hefðu unnið leikinn hefðu Víkingar orðið Íslandsmeistarar. Á markamínútunni, þeirri fertugstuogþriðju, kom Birkir Heimisson Val yfir með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Akureyringurinn skoraði þarna í öðrum leiknum í röð. Hlynur Freyr Karlsson gulltryggði svo sigur Valsmanna þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Tryggva Hrafns Haraldssonar og skoraði framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki Stjörnumanna. Klippa: Valur 2-0 Stjarnan Valur er áfram í 2. sæti deildarinnar og verður væntanlega þar þegar yfir lýkur en Stjarnan er í 5. sætinu. Öll átta mörkin úr Bestu deild karla í gær má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Fylkir ÍBV Breiðablik FH Valur Stjarnan Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Átta mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu í Árbænum þar sem Fylkir og ÍBV skildu jöfn, 2-2. Elís Rafn Björnsson kom Árbæingum yfir með góðu vinstri fótar skoti á 8. mínútu. Á 63. mínútu jafnaði Tómas Bent Magnússon metin þegar hann skallaði hornspyrnu Felix Arnar Friðrikssonar í netið. Tólf mínútum síðar lagði Tómas svo upp mark fyrir Sverri Pál Hjaltested. Á 85. mínútu kom Þóroddur inn á í sínum þriðja leik í efstu deild og tveimur mínútum síðar skoraði hann jöfnunarmark Fylkis. Lokatölur 2-2. Þetta var þriðja 2-2 jafntefli Eyjamanna í röð en með stiginu komust þeir upp úr fallsæti. Klippa: Fylkir 2-2 ÍBV Annan leikinn í röð vann FH 0-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli. FH-ingar komust með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir Blikum. Gera þurfti langt hlé á leiknum vegna meiðsla Kjartans Kára Halldórssonar, leikmanns FH, sem meiddist eftir rúman hálftíma eftir samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Á sjöttu mínútu uppbótartímans skoraði Davíð Snær Jóhannsson með skoti af stuttu færi eftir slæm mistök Viktors Arnar Margeirssonar. Á 74. mínútu jók Vuk Oskar Dimitrijevic svo muninn í 0-2 eftir undirbúnings Ástbjörns Þórðarsonar. Klippa: Breiðablik 0-2 FH Loks vann Valur 2-0 heimasigur á Stjörnunni. Ef Garðbæingar hefðu unnið leikinn hefðu Víkingar orðið Íslandsmeistarar. Á markamínútunni, þeirri fertugstuogþriðju, kom Birkir Heimisson Val yfir með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Akureyringurinn skoraði þarna í öðrum leiknum í röð. Hlynur Freyr Karlsson gulltryggði svo sigur Valsmanna þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Tryggva Hrafns Haraldssonar og skoraði framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki Stjörnumanna. Klippa: Valur 2-0 Stjarnan Valur er áfram í 2. sæti deildarinnar og verður væntanlega þar þegar yfir lýkur en Stjarnan er í 5. sætinu. Öll átta mörkin úr Bestu deild karla í gær má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Fylkir ÍBV Breiðablik FH Valur Stjarnan Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira